Sólskin - 01.07.1936, Page 48

Sólskin - 01.07.1936, Page 48
langt um minni, er sennilega góður líka. Hann vex í grunnum tjörnum alstaðar á land- inu. Mér myndi líka þykja gaman að ná í tjarnaprýðina; hún vex í tjarnarpollum milli Þjórsár að austan, en Ölfusár og Hvítár að vestan, en annars staðar ekki á landinu, að eg held. Mjói: Tjarnaprýði? Er hún mjög falleg? Ingveldur: Ja, eg hefi nú aldrei séð hana, en eg held að nafnið sé nú fallegast. En mér þætti gaman að hafa hana af því hún er sjaldgæf. Svo er önnur jurt, sem mig langar til að hafa. Það er vatnsnæli. Hún vex í Eiðis- tjörn hérna á Seltjarnarnesinu. Það er ör- lítil jurt, ekki stærri en litlu eldspíturnar. Þormóður: En marhálmur? Ingveldur: Ja, hann er nú skyldur nykrun- um, en hann vex ekki í ósöltu vatni. Þormóður: En mætti ekki hafa stofutjörn með sjó í? Ingveldur: J,ú, eg held nú það, og þá býst eg við að marhálmurinn væri ágætur. í stofu- tjörn, sem sjór væri í, mætti hafa bobba, krækling og aðrar skeljar, og ýms smádýr, sem eru hér í fjörunum. Þormóður: Til dæmis sprettfisk? Ingveldur: Já, til dæmis sprettfisk. En eg 46

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.