Sólskin - 01.07.1936, Síða 50
hafa útbúnað til þess að veiða þau, og af því
dýrin leysast í sundur, beinlínis meltast, af
vökva, sem þær gefa frá sér, en síðan nærast
þær af þessum smádýrum, sem þær hafa melt.
Mjói: Afskaplega er það skrítið.
Þormóður: Nei, þarna er marfló í Tjörn-
inni.
Ingveldur: Já, það eru marflær hér í Tjörn-
inni, og það er dálítið merkilegt, því þær eru
víst óvíða á landinu í ósöltu vatni, ef það er
þá nokkurs staðar, nema hér. Annars væri
gaman að því væri veitt eftirtekt, hvort þær
eru víðar.
Þormóður: Eg hefi oft séð marflær niðri í
fjöru, og þær hafa oft haldið á minni mar-
flóm. Eg hafði einu sinni tvær, stóra og litla,
1 flösku með sjó í heilan dag. Og sú stóra
sleppti hinni aldrei. Ætli það hafi verið ung-
inn hennar?
Ingveldur: Nei, stóra marflóin var mar-
flóar-karlinn, en litla marflóin konan hans.
Þormóður: En því heldur hann um hana?
Ingveldur: Hann vill víst ekki missa hana.
Þormóður: Eg hugsa að hann sé að dansa
við hana.
Sigga litla: Nei, sko litla, gráa þröstinn.
Ingveldur: Það er ekki þröstur, það er
48