Sólskin - 01.07.1936, Side 56

Sólskin - 01.07.1936, Side 56
Ingveldur: Nei, hrafninn verpir fyrst. Hann á 4—5 egg. Hann er staðfugl, það er: hann er hér allt árið. Næst fer valurinn að verpa, það er í miðjum apríl. Hann verpir í háum klettum og á fjög-ur egg. Mjói: En er valurinn staðfugl? Ingveldur: Já, hann er það. Þar næst verp- ir toppskarfurinn. Það er í lok aprílmánað- ar. Dílaskarfurinn, frændi hans, verpir aft- ur á móti ekki fyr en í byrjun maí. í apríllok eða byrjun maí verpir örn, auðnutittlingur, stelkur og veiðibjalla. Örninn verpir í klettt- um og á tvö egg. Auðnutittlingurinn á 5—6 egg. Þormóður: Hvernig er hann á litinn, þessi auðnutittlingur? Eg man ekki eftir að eg hafi heyrt neitt um hann. Ingveldur: Hann er móleitur, en ljósari á kviðnum. Hann er auðþekktur á því, að hann er með fagurrauðan koll. Þormóður: Fagurrauðan koll! Þá hefi eg aldrei séð hann. Ingveldur: Hann sést stundum í görðum hér í Reykjavík á vetrum, því að hann er ekki farfugl. En eg var að tala um veiðibjölluna eða svartbakinn, sem hún er sumstaðar köll- uð hér á landi. Hún á 2—3 egg og verpir frá 54

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.