Sólskin - 01.07.1936, Page 65
fuglategundir, sem ekki verpa annars stað-
ar hér í álfu en á íslandi, en verpa í löndun-
um fyrir vestan okkur. Það er straumöndin
og húsöndin.
Húsönd.
Mjói: Húsöndin, er það ekki sama og græn-
höfðaöndin?
Ingveldur: Nei, hún er allt öðruvísi. Hún
byrjar að verpa um þetta sama leyti, en sum-
ar þó ekki fyr en í júní. Um þetta leyti verpir
sólskríkjan, og sama má segja um lóuna,
jaðrakan, súluna, langvíuna og lundann.
Jaðrakan er ekki nema á Suðurlandi, og ekki
nema á litlu svæði, en velur sér lík hreiður-
stæði eins og lóan. Súlan verpir í Eldey und-
an Reykjanesi, á Stapa við Grímsey og í ein-
um þremur af úteyjum Vestmannaeyja.
Keldusvínið byrjar líka að verpa um líkt leyti
og þetta, en sum þeirra eru að því allt fram
í september.
63