Sólskin - 01.07.1936, Side 75

Sólskin - 01.07.1936, Side 75
70 tegundir fugla, sem eiga hér heima, það er, verpa hér að staðaldri, en það er ekki nema tæpur helmingur þeirra, sem dvelur hér á vetrum. Hinir eru farfuglar og fara suður í lönd. Mjói: Hvað ætli það séu nú margar endur á Tjörninni? Ingveldur: Það eru sjálfsagt milli tíu og tuttugu sem verpa hér, þó að sjaldan sjáist nema fáar í einu. Mjói: Ætli það væri nú hægt að gera eitt- hvað, til þess að hæna meira að hér af fugl- um? Ingveldur: Já, það má margt gera, til dæm- is gefa þeim. Mjói: En hvað á helst að gefa þeim? Ingveldur: Brauð, það er handhægt fyrir almenning. Mjói: En vilja allir fuglar brauð? Ingveldur: Það má kenna þeim öllum að éta brauð. Villiandar-ungarnir eru enga stund að læra það. Kríurnar hérna eru farnar að éta brauð margar hverjar. Mjói: En hvað er fleira hægt að gera? Ingveldur: Fyrst og fremst að varast að styggja fuglana. Hundar eiga ekki að sjást við Tjörnina. Við eigum líka að varast að 73

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.