Sólskin - 01.07.1936, Page 76
styggja endurnar, sem á vetrin setjast á ís-
inn eða ísskörina. Svo má smám saman fjölga
hólmunum. Eg er sannfærð um, að við á
10—20 árum getum verið búnir að koma upp
:svo miklu fuglastóði, að það skipti þúsundum.
Sigga litla: Það væri gaman.
Ingveldur: Já, og eftir því sem andastóðið
ykist, myndu fleiri tegundir anda leita hing-
að. Það yrði bæði gaman og fróðlegt. Það
myndi auka fegurðina í landinu og draga
fjölda manna á kvöldin út í góða veðrið. —
En auk nýrra hólma og fuglamergðar er eitt,
sem vantar hér við Tjörnina. Á myndum af
Tjörninni og umhverfi hennar vantar dálít-
ið, sem myndi vera þar, ef um erlenda borg
væri að ræða.
Þormóður: Hærri hús?
Ingveldur: Nei, ekki þyrfti það að vera. En
það myndu sennilega vera raðir af trjám
meðfram henni.
Þormóður: En hér er svo kalt veður.
Ingveldur: Veðrið, nei, vinur minn, það er
ekki veðrið. Sérðu tréð þarna fyrir framan
slökkvistöðina?
Þormóður: Já, eg sé það.
Ingveldur: Og þú sérð trén þarna inni í
görðunum við Tjarnargötuna?
74