Sólskin - 01.07.1936, Síða 78
að segja orðin rótgróin trú, að það sé ekki
hægt að gera þetta eða hitt, af því að það sé
svo kalt hérna. Er þér oft kalt, Þormóður?
Þormóður: Nei, mér er aldrei kalt.
Ingveldur: Það þarf engum að vera kalt á
íslandi, en ef einhverjum er það, þá er það
ekki veðráttunni að kenna. Það er þá af því
hann er ekki rétt búinn, eða af því að hann
hreyfir sig ekki nóg.
Það eiga að vera tré við hvert hús í kaup-
stað og hvern sveitabæ. En það vaxa ekki tré
þar, án þess að þau séu gróðursett, eða þeim
sé sáð þar. Það er á því sem stendur, en það
er ekki af því að það sé of kalt. Sumir eru
alltaf að tönnlast á því, hvað oft sé rigning
hér, eða hvað oft sé hvasst, eða hve sjaldan
sé sólskin. En það eru þeir, sem alltaf halda
sig inni og rétt skjótast milli húsa. Eg hefi
heyrt marga segja, að það sé hressandi að
vera úti í rigningu, þegar maður sé rétt bú-
inn. Og hvað sólskininu viðvíkur, þá þykir
okkur svo mikið varið í það, af því að það
er ekki alltaf. 1 sumum löndum skín sólin all-
an daginn af heiðum himni, mánuð eftir mán-
uð og ár eftir ár, en þeir, sem þar búa, eru
fyrir löngu búnir að gleyma hvað sólskinið
er fallegt, — þeir hafa ekki hugmynd um,
76