Sólskin - 01.07.1936, Side 90

Sólskin - 01.07.1936, Side 90
Aftur ferðu heim í haust höfin breiðu yfir; veit eg samt, að sumarraust söngva þinna lifir. Öllum fyrir sunnan sæ syngdu í lundum grænum heiðaljóð og léttan blæ landsins norður í sænum. Jón Magnússon- / LÓUR Á AKRI Þið komið hér korn mitt að tína, eg kveð ykkur velkomnar, borðið nú vel I Því langþráða leikbræður mína, sem lóurnar íslensku, eg gestvini tel. Og veljið úr bara ið besta! Þó bú mitt sé lítið og veisluhöld smá, til fagnaðs svo fjarstaddra gesta ei ofgott er neitt, sem eg á. Stephan G. Stephansson. í LYNGMÓNUM í lyngmónum kúrir hér lóan mín, hún liggur á eggjunum sínum. — Nú fjölgar þeim fuglunum mínum! — Hve brjóstið er hreint og hver fjöður fín og fegurð í vaxta-línum!

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.