Sólskin - 01.07.1936, Page 91

Sólskin - 01.07.1936, Page 91
Það fara .ekki sögur af fólkinu því, en fegurð þó eykur það landinu í, í landinu litla mínu. I hrjóstruga, litla landinu þínu og mínu! Ólöf Sigurðardóttir. LÓAN Eg heyrði, litla lóan mín, þín ljóð í morgun fyrst, — þú flaugst svo létt á himin hátt við holtið þarna nyrst. Eg þekkti lagið undir eins, já, áður’ en þig eg sá; það gleymast seint þau ljúfu lög, sem lýsa hjartans þrá. Guðm. Guðmundsson. KRUMMI Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn. Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. Davíð Stefánsson. Hrafninn situr á hamrinum, ber við loftin blá. Horfðu ekki upp eftir hrafninum, því honum má enginn ná. En lágt flýgur krummi á kvöldin. Þorsteinn Gíslason.

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.