Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 6
6 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið hefur birt
mun fleiri fréttir um Jón Ásgeir
Jóhannesson en fjóra aðra við-
skiptamenn sem voru í forystu
fjármálafyrirtækja í aðdraganda
bankahrunsins á sex mánaða
tímabili. Þetta kemur fram í sam-
antekt sem Creditinfo vann fyrir
Björgólf Thor Björgólfsson.
Að beiðni Björgólfs var tekið
saman hversu mikið var fjallað
um mennina fimm í Fréttablað-
inu, Morgunblaðinu, DV og Við-
skiptablaðinu. Mennirnir eru: Jón
Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur
Thor Björgólfsson, Sigurður
Einarsson, Hreiðar Már Sigurðs-
son og Pálmi Haraldsson.
Kannað var sex mánaða tíma-
bil frá því snemma í mars fram í
aðra viku september.
Eins og lesa má úr meðfylgj-
andi töflu fjallaði Fréttablaðið
oftast um Jón Ásgeir af mönnun-
um fimm. Alls birtust 88 frétt-
ir um Jón Ásgeir í blaðinu, sem
er ríflega þriðjungur frétta um
mennina fimm. Næstmest var
fjallað um Björgólf Thor, í sam-
tals 57 skipti á tímabilinu.
Jón Ásgeir er eiginmaður
Ingibjargar Pálmadóttur, aðal-
eiganda 365, útgáfufélags
Fréttablaðsins.
Langsamlega mest var fjallað
um Jón Ásgeir í Morgunblaðinu.
Þar birtust 111 fréttir um hann á
tímabilinu, sem var ríflega 46 pró-
sent frétta um mennina fimm.
DV sker sig nokkuð úr, en blað-
ið hefur birt mun fleiri fréttir um
mennina fimm en nokkurt hinna
blaðanna, þrátt fyrir að blaðið
komi aðeins út þrisvar í viku. - bj
Mikill munur á umfjöllun blaðanna um fimm menn sem voru í forystu fyrir fjármálafyrirtæki í bankahruninu:
Fréttablaðið fjallar oftast um Jón Ásgeir
Misjöfn umfjöllun um umdeilda viðskiptajöfra
DV Fréttabl. Morgunbl. Viðskiptabl. Samtals
Jón Ásgeir 164 38,7% 88 33,8% 111 46,3% 50 39,1% 413 39,3%
Björgólfur Thor 81 19,1% 57 21,9% 36 15,0% 22 17,2% 196 18,6%
Sigurður Einarsson 60 14,2% 47 18,1% 38 15,8% 18 14,1% 163 15,5%
Hreiðar Már 64 15,1% 40 15,4% 27 11,3% 17 13,3% 148 14,1%
Pálmi Haraldsson 55 13,0% 28 10,8% 28 11,7% 21 16,4% 132 12,5%
HEIMILD: CREDITINFO
• SÍA
•
10
29
96
Upplýsingar um umsóknar−
ferli og eyðublöð eru á
www.landsvirkjun.is.
Styrkir til náms
og rannsókna
í umhverfis−
og orkumálum
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir
eftir umsóknum um náms− og verkefnastyrki:
Styrkir til nemenda í meistara− eða doktorsnámi
Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara− eða
doktorsnám á sviði umhverfis− eða orkumála.
Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis− og orkumála
Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála.
Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2011.
Markmið sjóðsins er að veita styrki til
námsmanna, rannsóknarverkefna á
vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og
einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins
miða að því að gera fjárframlög Lands−
virkjunar til rannsókna skilvirkari og
sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir
sem sjóðurinn styrkir samrýmist
umhverfisstefnu Landsvirkjunar.
Eitt af markmiðum Landsvirkjunar er
að styðja við rannsóknir, nýsköpun og
tækniþróun.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Fiskfars
550 kr.kg
Humarsoðið frá Hornafirði er
komið, alvöru humarsoð, engin
aukaefni né litarefni.
Fiskhakk
Fiskbollur
899 kr.kg
Siginn fiskur frá
Bolungarvík.
Sjáumst eldhress
á eftir.
790 kr.kg
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Þótt Julian Assange, stofnandi lekasíðunnar Wikileaks,
reyni að halda sér fjarri sviðsljósinu meðan fjölmiðlar
fjalla um efni lekanna hefur persóna hans engu að
síður verið til umfjöllunar nú, rétt eins og fyrr þegar
mikilvægar upplýsingar sem áttu að fara leynt hafa
verið gerðar opinberar.
Þannig skýrir tímaritið Time frá því að hann komi
sterklega til greina sem maður ársins 2010, en tímarit-
ið hefur frá því á fyrri hluta síðustu aldar valið einstakl-
ing sem þykir hafa haft meiri áhrif til góðs eða ills eða
í það minnsta verið meira áberandi en aðrir það árið.
Þá er bandaríska dómsmálaráðuneytið að kanna
hvort hægt verði að lögsækja hann, og þykja þá helst
koma til greina bandarísku njósnalögin frá 1917, sem
sumir sérfræðingar segja reyndar að séu orðin úrelt.
Í Ástralíu, heimalandi Assanges, hefur lögreglan einnig hafið rannsókn á
því hvort hægt verði að lögsækja hann fyrir að leka viðkvæmum upplýs-
ingum.
Fáir virðast hins vegar vita hvar Assange er niðurkominn, en í Svíþjóð er
hann eftirlýstur vegna ákæru fyrir kynferðisbrot.
Stjórnvöld í Ekvador hafa síðan boðið honum hæli, ef á þyrfti að halda,
og segjast hvenær sem er taka honum fagnandi. - gb
Tilnefndur sem maður ársins hjá Time
JULIAN ASSANGE
Höfuðpaur Wiki-
leaks-síðunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BANDARÍKIN Í leyniskjölum banda-
rísku utanríkisþjónustunnar, sem
birt hafa verið á vegum vefsíðunn-
ar Wikileaks, er að finna upplýsing-
ar um að kínversk stjórnvöld hafi
þá stefnu að Norður-Kórea samein-
ist Suður-Kóreu með friðsamlegum
hætti.
Breska dagblaðið The Guardian
segir að kínverskir embættismenn í
Evrópu, sem ekki eru nafngreindir,
hafi staðfest þetta í gær. Embættis-
mennirnir segja að Kínastjórn geti
ekki leyft Norður-Kóreumönnum að
halda að þeir geti hagað sér eins og
þeim sýnist.
Í leyniskjölunum kemur fram að
kínverskir ráðamenn segja ráða-
menn í Norður-Kóreu stundum haga
sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar
kemur einnig fram að kínversk
stjórnvöld vita minna um ráða-
menn í Norður-Kóreu en almennt
er talið. Kínverjar hafa lengi vel
verið helstu, og upp á síðkastið,
nánast einu bandamenn Norður-
Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa
vitað um kjarnorkuáform Norður-
Kóreu manna eða hugsanleg leið-
togaskipti.
The Guardian hefur eftir emb-
ættismönnunum að Kínverjar vilji
áfram vera vinveittir Norður-
Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma
sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kín-
verjar látið ýmsar athafnir Norður-
Kóreumanna undanfarið fara í taug-
arnar á sér, svo sem tilraunir með
flugskeyti og kjarnorkusprengjur
og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu
viku.
Víðs vegar um heim hafa utan-
ríkisráðherrar og önnur stjórnvöld
keppst við að fordæma veflekasíð-
Kínastjórn vill sam-
einingu Kóreuríkja
Kínverskir embættismenn í Evrópu staðfestu í gær, eftir birtingu skjala á Wiki-
leaks, að Kínastjórn vildi friðsamlega sameiningu ríkjanna á Kóreuskaga. Í
skjölunum kemur fram að Kínverjar skilja lítið í ráðamönnum Norður-Kóreu.
EKKI HRIFIN Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór ekki dult með andúð sína á framtaki Wikileaks. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
una Wikileaks fyrir að birta opin-
berlega meira en 250 þúsund skjöl
frá bandarísku utanríkisþjónust-
unni, þar sem starfsmenn sendiráða
og aðrir stjórnarerindrekar tala
hreint út um ráðamenn fjölmargra
landa og segja frá misjafnlega safa-
ríkum samskiptum sínum við þá.
Í gær höfðu reyndar einung-
is verið birt á síðunni innan við
300 þeirra 250 þúsund skjala sem
Wikileaks hefur boðað birtingu á.
Nokkur stórblöð vestan og aust-
an hafs, þar á meðal breska blaðið
The Guardian, hafa hins vegar haft
aðgang að öllum skjölunum og hafa
þau verið að vinna upp úr þeim efni
sem birt hefur verið í blöðunum og
á vefsíðum þeirra.
Margt sem þar kemur fram
hefur vakið athygli, svo sem upp-
lýsingar um að Hamid Karzai
Afganistansforseti hafi náðað
fíkniefnasala og hættulega fanga
vegna tengsla þeirra við áhrifa-
mikla einstaklinga.
Julian Assange, stofnandi
Wikileaks, upplýsir í viðtali við
tímaritið Forbes að næsti stóri
lekinn á síðunni verði frá stórum
bandarískum bönkum. Þar verði
afhjúpuð ólögleg starfsemi bank-
anna og annað vafasamt athæfi
þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Ferð þú í verslunarferð erlendis
fyrir þessi jól?
JÁ 12,6%
NEI 87,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu ánægð(ur) með niðurstöðu
stjórnlagaþingskosninganna?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN