Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 12

Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 12
12 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Búist er við að um níu- tíu vistmenn á Breiðavíkurheimil- inu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýs- ingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaða- bætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengil- iður vegna vistheimila, hefur leið- beint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok septemb- er. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guð- rún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimil- inu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er mis- jafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumað- ur úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljón- um greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheim- ilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumb- aravogs. bjorn@frettabladid.is KLÆDDUR EINS OG SÍMI Japanskt símafyrirtæki kynnti nýja tegund snjallsíma í Tókýó og lét einn starfs- manna sinna spranga um í gervi símans. NORDICPHOTOS/AFP LANDSDÓMUR Sigríður Friðjónsdóttir, saksókn- ari Alþingis, fékk ekki frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm til umsagnar og átti engin samskipti við forseta dómsins vegar frumvarpsins. Þetta segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér í gær í tilefni af umfjöllun og bréfum Geirs H. Haarde um málið. Sigríður getur þess hins vegar að 4. nóv- ember hafi skrifstofustjóri í dómsmála- og mannaréttindaráðuneytinu hringt í hana til að ræða eitt ákvæði frumvarpsins, sem reyndist vera 3. grein þess. „Vegna aðstæðna gat ég ekki rætt þetta í síma og úr varð að viðkomandi sendi tölvupóst sem ég svaraði s.d. Í þeim tölvupóstsamskiptum koma fram vangaveltur okkar um túlkun þessa eina ákvæðis. Frum- varpið í heild sinni sá ég ekki fyrr en það var komið inn á vef Alþingis,“ segir Sigríður í yfirlýsingunni. Umrætt ákvæði í frumvarpinu er svohljóð- andi: „Ef kveða þarf upp úrskurð um rann- sóknaraðgerðir eða um atriði varðandi rekst- ur máls skal forseti dómsins kveðja til tvo aðra úr röðum hinna löglærðu dómara til að standa að því með sér.“ - bþs Saksóknari fékk ekki frumvarp til breytinga á landsdómslögum til umsagnar: Vangaveltur um túlkun eins ákvæðis SIGRÍÐUR FRIÐJÓNSDÓTTIR Saksóknari Alþingis fékk frumvarp Alþingis um breytingar á lögum um landsdóm ekki til umsagnar og átti engin samskipti við forseta landsdóms vegna frumvarpsins. Um 60 vistmenn í Breiðavík hafa sótt um sanngirnisbætur Þegar hefur verið gengið frá um sextíu umsóknum um sanngirnisbætur vegna illrar meðferðar og ofbeldis á Breiðavíkurheimilinu. Búist er við að þær verði um níutíu. Úrskurðað verði um bæturnar í febrúar. GREITT ÚR MÁLUM Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkvæmt lögunum geta hámarksbætur orðið sex milljónir króna. Við ákvörðun um fjárhæð til hvers og eins á sýslumaður að líta til: 1) alvarleika ofbeldis eða illrar meðferðar, þar með talið með tilliti til tímalengdar vistun- ar og annarra aðstæðna sem kunna að hafa gert reynsluna sérlega þung- bæra, 2) alvarleika afleiðinga ofbeldis eða illrar meðferðar, bæði afleiðinga sem unnt er að leggja læknisfræðilegt mat á og annarra erfiðleika og missis tækifæra sem rekja má til hinna bótaskyldu atvika. Mest sex milljónir ÍTALÍA, AP Mótmæli námsmanna í Róm snerust í gær um stund upp í harkaleg átök við lögreglu, sem beitti táragasi á mótmælendur, sem köstuðu eggjum, tómötum og reyksprengjum í lögregluna. Stúdentar í Róm hafa undan- farið mótmælt niðurskurði til háskóla á fjárlögum. Fjölmennt lið lögreglu var á torginu fyrir utan þinghúsið í Róm til að koma í veg fyrir að mótmælendur kæmust að þinghúsinu. Þar fyrir innan sátu þingmenn og ræddu nýtt fyrirkomulag háskóla, sem margir hafa gagnrýnt fyrir að gera ráð fyrir of mikilli þátttöku einka- fyrirtækja. - gb Stúdentar mótmæla í Róm: Mótmæli sner- ust upp í átök MÓTMÆLI Í RÓM Til átaka kom um stund í gær fyrir utan þinghúsið. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.