Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 18
18 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði
í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði
undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem
samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið.
„Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem
undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur
Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit
ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið
á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“
Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett
er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðu-
neytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra
hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins
með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót.
„Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars
bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit
að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“
segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti
aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk
ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins
[...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu
ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barna-
verndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta
fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að
það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna
samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það,
hvorki verja það né gagnrýna.“
Félagsmálaráðuneytið taldi
óhjákvæmilegt að segja upp
samningi við Árbót. Deilt
hefur verið um uppsagnar-
ákvæði samningsins. Í máli
Geldingalækjar árið 1998
komst Hæstiréttur að því að
ákvæðið stæðist lög. Ríkis-
lögmaður komst að sömu
niðurstöðu í áliti vegna
máls Torfastaða árið 2004. Í
tölvupósti frá 30. desember
í fyrra kemur fram að Árni
Páll Árnason, fyrrverandi
félagsmálaráðherra, vildi
ekki að greinargerð fylgdi
með uppsagnarbréfi til
Árbótar.
Bæði Árni Páll Árnason, fyrrver-
andi félagsmálaráðherra, og Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra hafa, í rökstuðningi sínum
fyrir réttmæti 30 milljóna króna
starfslokagreiðslu til meðferðar-
heimilisins Árbótar, bent á að upp-
sagnarákvæðið í samningi Barna-
verndarstofu við Árbót hafi ekki
verið ótvírætt.
Eins og áður hefur verið bent á
sáu þeir ekki ástæðu til að fá álit
ríkislögmanns á því. Þegar Árni
Páll var spurður að því, í Frétta-
blaðinu á miðvikudaginn í síðustu
viku, hvers vegna ekki hafi verið
leitað álits sagði hann: „Ég er lög-
fræðingur sjálfur og get alveg
lesið hvað stendur í þessu uppsagn-
arákvæði. Það er ekki ótvírætt –
langt því frá. Rökin fyrir uppsögn-
inni voru forsendubrestur, en það
var ekki ótvírætt að hún stæðist.“
Á Alþingi á mánudaginn í síð-
ustu viku sagði Steingrímur: „Það
er þannig með þessa samninga að
í þeim er ekki ótvírætt uppsagn-
arákvæði heldur endurskoðunar-
ákvæði.“
Ráðuneytin aldrei gert athuga-
semd
Áður en þjónustusamningar milli
Barnaverndarstofu og meðferðar-
heimila eru gerðir fara ráðuneyt-
in yfir þá, enda þurfa ráðherrar að
undirrita samningana. Samkvæmt
heimildum blaðsins hefur aldrei
verið gerð athugasemd við orða-
lag eða skýrleika ákvæða.
Í máli Torfastaða, þar sem samn-
ingi var sagt upp með sex mánaða
fyrirvara, mat ríkislögmaður bóta-
skylduna. Niðurstaða hans var sú
að þar sem samningnum hafi verið
sagt upp með lögmætum hætti
bæri ríkinu að hafna öllum kröfum
um bætur.
Hæstiréttur sýknaði ríkið
Árið 1998 féll dómur vegna upp-
sagnar ríkisins á samningi við
meðferðarheimilið Geldingalæk
á Rangárvöllum. Forsvarsmenn
heimilisins höfðuðu þá
mál gegn rík-
inu þar sem
krafist var
ógildingar
á uppsögn
samnings-
ins og skaða-
bóta.
Samn-
ingnum hafði
verið sagt upp
vegna þess að annar forráðamað-
ur heimilisins hafði orðið uppvís
af ölvun í húsakynnum heimilisins
og sýnt af sér kynferðislega áreitni
við samstarfskonu.
Í dómi Hæstaréttar segir að þar
sem Barnaverndarstofa hafi ekki
rift samningnum strax heldur
gefið forráðamönnunum kost á að
segja honum upp með sex mánaða
fresti hafi meðalhófsreglu stjórn-
sýslulaganna verið gætt.
Í Árbót féll nýting rýma niður
eftir að upp komst um kynferðis-
brotamál á heimilinu. Stúlku var
nauðgað af starfsmanni heimilisins
sem var í október í fyrra dæmd-
ur í tveggja ára fangelsi. Líkt og í
Geldingalækjarmálinu rifti Barna-
verndarstofa ekki strax samningn-
um við Árbót heldur gaf eigendun-
um kost á að segja honum upp með
sex mánaða fresti. Það vildu þau
ekki og var samningnum því sagt
upp um síðustu áramót með vísun
í sex mánaða uppsagnarákvæðið í
þjónustusamningnum.
Í Geldingalækjarmálinu komst
dómurinn enn fremur að þeirri
niðurstöðu að sex mánaða upp-
sagnarákvæðið stæðist lög og var
ríkið sýknað af bótakröfum for-
svarsmanna heimilisins.
Greinargerð fylgdi ekki
Þegar Árni Páll var spurður út í
aðkomu hans að Árbótarmálinu í
Fréttablaðinu á miðvikudaginn í
síðustu viku sagði hann: „Ég tók
enga ákvörðun í þessu máli og átti
aldrei hugmynd að nokkru skrefi
aðra en þá sem mínir embættis-
menn lögðu til, nema þegar ég
ákvað að neita að sætta mig við
að það færu 30 milljónir af barna-
verndarstarfi í landinu í uppgjör-
ið og heimtaði að það kæmi auka-
fjárveiting.“
Þessi yfirlýsing ráðherrans
stangast á við gögn sem Frétta-
blaðið hefur undir höndum. Þegar
Barnaverndarstofa er í sambandi
við félagsmálaráðuneytið áður
en uppsagnarbréfið til
Árbótar er sent, fylgdi
greinargerð með upp-
sagnarbréfinu.
Í tölvupósti sem
Heiða Björg Pálma-
dóttir, lögmaður
Barnaverndarstofu,
sendi Braga Guð-
brandssyni, for-
stjóra stofunnar,
klukkan 17.29 30. desember, lýsir
hún þeirri skoðun sinni að hún telji
öruggara að greinargerðin fylgi
með bréfinu.
Í tölvupóstinum segir Heiða:
„Tel öruggara að forsendur stof-
unnar, eins og þær eru raktar í
meðfylgjandi greinargerð, fylgi
með uppsagnarbréfi til forstöðu-
manna, enda gerir stjórnsýslu-
rétturinn kröfur til þess að í rök-
stuðningi fyrir ákvörðun komi
fram helstu forsendur og rök
fyrir niðurstöðu. Með hliðsjón
af því að dómstólar töldu ákvæði
stjórnsýslulaga gilda um uppsögn
samnings vegna Geldingalækjar
gæti það komið Barnaverndar-
stofu illa, fari málið fyrir dóm, að
gera ekki grein fyrir forsendum
ákvörðunarinnar þegar ákvörðun
er kynnt aðilum.“
Tölvupóstur aðstoðarmanns
Í tölvupósti Önnu Sigrúnu Baldurs-
dóttur, þáverandi aðstoðarmanns
Árna Páls, til Bolla Þórs Bolla-
sonar ráðuneytisstjóra og áfram-
sendur var til Barnaverndarstofu
klukkan 19.40 30. desember í fyrra
segir: „Ráðherra telur ástæðulaust
að þetta [greinargerðin] fylgi með,
bætir í raun engu við.“
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins fór ráðherra síðan fram
á það að í uppsagnarbréfið, sem
sent var 30. desember í fyrra, yrði
bætt við eftirfarandi málsgrein:
„Þrátt fyrir að rekstrarsamn-
ingi við yður [eigendur Árbótar]
vegna starfsemi meðferðarheimil-
isins að Árbót sé hér með sagt upp
vill Barnaverndarstofa ítreka þá
afstöðu sína að æskilegt sé að aðil-
ar nái sátt um starfslok. Því árétt-
ar stofan að af hennar hálfu er vilji
til áframhaldandi samræðna sem
miði að því að ljúka málinu með
samkomulagi í samræmi við far-
sælt samstarf sem Barnavernd-
arstofa hefur átt við yður í mörg
ár. Sé vilji til þess að yðar hálfu
er ekkert því til fyrirstöðu að við-
ræður geti hafist fljótlega eftir
áramót.“
Eins og greint var frá í Frétta-
blaðinu á þriðjudaginn í síðustu
viku sýna tölvupóstsamskipti ótví-
rætt fram á að samningaviðræður
milli Steingríms, félagsmálaráðu-
neytisins og eigendur Árbótar, hóf-
ust í byrjun janúar. Er það tæpum
þremur mánuðum áður en ráðu-
neytið var formlega komið með
forræði í málinu, en það gerðist
ekki fyrr en 25. mars.
Óhjákvæmilegt að segja samn-
ingnum upp
Bæði Steingrímur og Árni Páll
hafa vísað til þess að uppsagnar-
ákvæði samningsins við Árbót hafi
ekki verið ótvírætt, eins og rakið
var hér á undan. Þetta mat þeirra
stangast á við mat Bolla Þórs og
Vilborgar Ingólfsdóttur, skrif-
stofustjóra í félagsmálaráðuneyt-
inu, sem 14. desember 2009 svör-
uðu erindi Barnaverndarstofu, þar
sem óskað var
Ráðuneytið taldi uppsögn óhjákvæmilega
Enginn með byssu við höfuðið á Braga
Stiklað á stóru í Árbótarmálinu
BJÖRGVIN
ÞORSTEINSSON
Ríkisendur-
skoðun hefur
þegar hafið
athugun á
samningum
hins opinbera
við meðferð-
arheimili og
og starfslok-
um þeirra.
Ríkisend-
urskoðun hefur óskað eftir öllum
gögnum, þar á meðal bréfa- og
tölvupóstsamskiptum, um samn-
inga við meðferðarheimili frá árinu
1996.
Í samtali við Fréttablaðið sagði
Sveinn Arason ríkisendurskoð-
andi að óvíst hversu langan tíma
athugunin myndi taka. Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra
telur affarasælast fyrir alla aðila að
Ríkisendurskoðun fari í málið og
klári athugunina sem allra fyrst.
Víðtæk athugun
SVEINN ARASON
heimildar til uppsagnar á samn-
ingnum við Árbót.
Í bréfi Bolla Þórs og Vilborgar,
sem þau skrifa undir fyrir hönd
Árna Páls, segir: „Þá eru í erindi
yðar [Barnaverndarstofu] færð
margvísleg rök fyrir því að ekki
verði séð að meðferðarheimil-
ið Árbót muni breyta starfsemi
sinni þannig að nýting á rýmum
Árbótar verði fullnægjandi. Ekki
séu því fjárhagslegar forsendur
fyrir áframhaldandi rekstri með-
ferðarheimilisins að Árbót. [...] Af
þessu tilefni tekur ráðuneytið fram
að að vel athuguðu máli er niður-
staða þess sú að óhjákvæmilegt sé
að segja upp samningi Barnavernd-
arstofu við Árbót. Ráðuneyt-
ið fellst því á tillögu
Barnavernd-
arstofu um að
samningnum
verði sagt upp
fyrir árslok
2009.“
Þrýstingur eða ekki þrýstingur
Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn í
síðustu viku gerði Árni Páll lítið
úr þrýstingi þingmanna Norð-
austurkjördæmis í málinu. Hann
sagði meðal annars: „Jú jú, það var
þrýstingur en hann hafði engin
óeðlileg áhrif á niðurstöðuna.“
Þetta gengur í berhögg við
það sem hann segir í tölvupósti
til ráðuneytisstjóra síns 7. maí. Í
tölvupóstinum sér hann sérstaka
ástæðu til þess að nefna þrýsting
frá þingmönnum kjördæmisins.
Þar segir Árni Páll meðal annars: „
Af hverju erum við að borga meira
en 30 milljónir umfram skyldu?
Jú – vegna sanngirnissjónarmiða
og þrýstings frá kjördæmisþing-
mönnum.“
Stígur
Helgason
stigur@frettabladid.is
Trausti
Hafliðason
trausti@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar
Frá því á mánudaginn 22. nóvember hefur Fréttablaðið fjallað um það
hvernig og hvers vegna ákveðið var að greiða eigendum meðferðarheim-
ilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu 30 milljónir króna í bætur vegna lokunar
heimilisins. Hér er stiklað á stóru í málinu:
■ Samið var um 30 milljóna króna bætur til eigenda Árbótar þrátt fyrir
ítrekuð mótmæli Barnaverndarstofu.
■ Ráðuneytin voru farin að semja áður en málið var formlega komið á
þeirra forræði. Tölvupóstar sýna að samningar milli félagsmálaráðuneytis
og eigenda Árbótar hófust í byrjun janúar. Málið komst á forræði ráðu-
neytisins 25. mars.
■ Samið var án þess að bótaskylda ríkisins vegna hugsanlegra lögsóknar
eigenda Árbótar væri könnuð. Í þjónustusamningnum við Árbót var
ákvæði um sex mánaða uppsagnarfrest verði forsendubrestur fyrir
starfseminni. Í áliti í máli Torfastaða komst ríkislögmaður að því að
samskonar uppsagnarákvæði stæðist lög og ríkið væri ekki bótaskylt yrði
höfðað mál. Hæstiréttur Íslands komst að sömu niðurstöðu í dómsmáli
vegna meðferðarheimilisins Geldingalækjar. Í því máli var ríkið sýknað af
bótakröfum.
■ Samið var um bætur, meðal annars vegna fjárfestinga sem eigendurnir
höfðu lagt í, án þess að fyrir lægju ársreikningar frá Bragabót sem
innheimt hefur leigu og staðið í fjárfestingum vegna starfseminnar.
Bragabót er félag í eigu eigenda Árbótar.
■ Samið var við Árbót vegna þrýstings frá þingmönnum norðausturkjör-
dæmis eins og skýrt kemur fram í tölvupóstum frá Árna Páli Árnasyni,
Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni Þór Júlíussyni.
■ Lögmaður Götusmiðjunnar kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna
ólíkrar málsmeðferðar stjórnvalda við gerð starfslokasamninga vegna
Árbótar og Götusmiðjunnar. Lögmaðurinn telur að jafnræðisreglan hafi
verið brotin.
■ Félagsmálanefnd Alþingis fundaði um málaflokkinn í fyrradag.