Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 26

Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 26
26 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Sveitarfélögin standa frammi fyrir átta milljarða tekjusam- drætti á næsta ári og vilja gjarn- an spara með því að fækka kennslu- stundum á grunnskólastigi. Þessi umræða er ekki ný af nálinni og ljóst að einhversstaðar verður að þrengja að. Katrín Jakobs dóttir menntamálaráðaherra segist ekki hrifin af þeirri leið að fækka tímum. Ef sú verður engu að síður raunin vil ég benda á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Stefnumótun til framtíðar Í grunnskólum og framhaldsskól- um menntum við einstaklinga til framtíðar. Hver sem kemur að gerð námskrár og mótun skólastefnu hlýtur því að spyrja sig hvers konar menntun skilar nemendum hæfust- um til að takast á við ófyrirsjáan- lega framtíð? Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig framtíð bíður þeirra sem nú eru í fyrstu bekkjum grunn- skólans. Þegar þau fara á vinnu- markaðinn eftir 15 til 20 ár verður landslagið sennilega allt annað en í dag. Þegar ég útskrifaðist fyrir 18 árum úr framhaldsnámi erlendis kvöddumst við skólafélagarnir, sem vorum víðsvegar að úr heiminum, með handskrifuð heimilisföng hver annars. Internetið, vefpóstur og hvað þá facebook eða twitter voru ekki í sjónmáli okkar tónlistarkenn- aranna, þó tölvunarfræðingar hafi kannski séð hilla undir breytingar. Nám og kennsla á grunnstigi hefur að einhverju leyti breyst í samræmi við þessa þróun m.a. með breytt- um kennsluháttum. Námskrár og tímamagn til hverrar námsgreinar hefur hins vegar lítið breyst. Upp- lýsingar um allt milli himins og jarðar eru nú aðgengilegar á net- inu, samskipti heimshorna á milli eru leikur einn með nettengingum og tölvumyndavélum eða skype og svo mætti lengi telja. Hvað eigum við þá að kenna börnunum okkar? Hvaða eiginleika viljum við að þau þroski með sér? Virðing – gleði – sköpun voru gildin sem valin voru á þjóðfundi um menntamál sem haldinn var fyrir réttu ári. Fundurinn setti líka fram fern meginskilaboð til mennt- ayfirvalda. 1. Að efla samfélagsfærni barna. 2. Að samfélagið stuðli að sam- felldum skóladegi /vinnudegi barna. 3. Að auka vægi verk- og list- greina í skólum. 4. Foreldrar taki virkari þátt í skólastarfi og beri með skólum ábyrgð á menntun barnanna. Í frægum fyrirlestri á TED.com frá árinu 2006 segir Ken Robin- son, sem hefur verið ráðgjafi fjölda ríkisstjórna og alþjóðasamtaka að loknum farsælum kennsluferli, að það menntakerfi sem við búum við í dag á Vesturlöndum snúist um að mennta háskólaprófessora. Afstað- an til þess að vinna með höndunum og nota líkamann sé í þeim anda að líkaminn sé fyrst og fremst not- hæfur sem burðarstóll höfuðsins milli ráðstefna og fyrirlestra. Bók- menntun sé sett á æðsta stall – ofar öllu. Ein afleiðing þessa að mínu mati er brottfall nemenda úr framhalds- skóla. Samkvæmt OECD skýrslu frá í september 2010 er Ísland í 29. sæti þegar borin er saman mennt- unarstaða einstaklinga á aldrinum 16 til 34 ára í Evrópulöndum. Við- miðunin var að hafa lokið a.m.k. framhaldskólaprófi. Þó Íslending- ar hafi bætt sig frá síðustu könnun höfðu önnur lönd gert enn betur því við færðumst niður um sex sæti – úr því 23. – frá síðustu könnun. Samkvæmt sömu skýrslu eyðum við töluvert meiri peningum í grunnskólann en önnur Evrópulönd að meðaltali. Er þá kannski tími til að endurskoða hvernig við nýtum þessa peninga? Stöldrum við – stöndum við stóru orðin Nú þegar við stöndum frammi fyrir hugsanlegum niðurskurði og breyttum áherslum innan grunn- menntunar er lag að standa við fallegu orðin. Fyrir þá sem helst vilja meta hagnaðinn út frá tölum þá má benda á að samkvæmt nýj- ustu útreikningum velta skapandi greinar jafnmiklu fé og stóriðjan. Menntum ekki börnin okkar frá þeim möguleikum sem nú eru að nýtast á þessum þrengingatímum; tímum þegar Íslendingar prjóna sig og hanna í gengum kreppuna, keppast við nýsköpun og að setja á stofn sjálfbær sprotafyrirtæki til að sjá fyrir sér og sínum. Ástæðan er ekki eingöngu þeir möguleikar sem það gefur á lifi- brauði, heldur ekki síður vegna þeirrar vellíðunar og gleði sem fylgir því að skapa og vera fær um að finna eigin leið til velgengni, framfærslu og samskipta við aðra. Hendum ekki út vinnubrögðum eða námsgreinum sem við fyrstu sýn virðast dýrust í framkvæmd eða hafa minna vægi samkvæmt nú- eða kannski frekar áður- gildandi gildismati. Eflum frekar aðstöðu og hæfni grunn- og fram- haldsskólakennara til skapandi verkefnavinnu með nemendum sínum. Stöldrum við og endurskoðum skólastarfið í ljósi þeirra gilda sem við segjumst vilja hafa að leiðar- ljósi. Sýnum viljann í verki, fjár- festum í unga fólkinu og eflum fjölbreytta hæfni, skapgerð og kunnáttu komandi kynslóða. Össur Skarphéðinsson, utanríkis-ráðherra, ritaði bréf í Frétta- blaðið sem birtist þann 23. nóvem- ber síðastliðinn. Titill bréfsins var „Heimssögulegur fundur í Lissa- bon“ og fjallaði um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Portúgal. Össur lætur í veðri vaka að það sé ákvörðun rússneskra stjórnvalda að taka höndum saman við NATO í ýmsum verkefnum sem séu „söguleg“ og er á honum að skilja að þetta sé af einhverjum ástæðum jákvætt skref í átt til frið- sælli heims. Röksemdir sem styðja viðhorf ráðherra eru samt sem áður víðsfjarri og þær sem hann þó býður upp á afskaplega veikar. Svo virðist vera að Össur hafi reynst ginnkeyptur gagnvart linnu- lausum áróðri NATO fyrir því að samtökin séu þrátt fyrir allt frið- arsamtök; þau stefni að friðsömum heimi með því að skapa valdajafnvægi milli sterkustu herja heims og með því að bregðast við ógnum við evrópskan og norður-amerískan frið. Þessi söngur getur þó á engan hátt talist „heims- söguleg“ nýjung heldur hefur bandalagið hamr- að á þessum áróðri síðan á tíunda áratug síðustu aldar þegar það virðist hafa séð sér hag í því að taka upp mildari ímynd opinberlega en hafði mátt skilja á fyrri stefnu. Þessu var aðallega hrint í fram- kvæmd árið 1991 með nýrri grunn- stefnu (Strategic Concept) sem var í fyrsta sinn í sögu bandalagsins gerð opinber og þar sem orðum á borð við „friður“, „mannréttindi“ og „samvinna“ var stráð um allt. Óopinberum skjölum um hvernig í raun skal framfylgja þessari stefnu með hernaðarmætti var þó að venju haldið frá augum almennings og er enn. Ný grunnstefna, sem hafði mörg sömu „friðsömu“ markmið, var samþykkt í apríl 1999, á sama tíma og NATO stóð að loftárásum á Kosovo sem leiddu til mikils mann- falls almennra borgara. Getur hver dæmt fyrir sig hversu friðsamlega var að málum staðið þar. Nú hefur Össur Skarphéðins- son gleypt hina nýju, „nýju grunn- stefnu“ að því er virðist gagnrýnis- laust; skjal sem er ætlað að réttlæta á enn frumlegri hátt en áður stefnu máttugasta hernaðarbandalags ver- aldar. Ráðherra sér ástæðu til að gleðjast yfir að nú hafi Rússar verið fengnir með í leikinn, en samstaða NATO og rússneskra stjórnvalda virðist kristallast í sameiginlegum ótta þeirra við hryðjuverkamenn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, „kvað skýrt að orði“ sam- kvæmt Össuri og „sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka“. Finnst Össuri Skarphéðinssyni það í raun og veru vænlegt að for- seti Frakklands, sem hefur nýlega staðið fyrir rasískum aðgerðum gegn sígaunum í sínu eigin landi, og rússnesk stjórnvöld, sem hafa drepið og ógnað hverjum þeim sem þorir að tjá sig gegn þeim, hafi nú tekið höndum saman gegn „óvini“ sem er svo vítt skilgreindur að undir hugtakið getur fallið allt frá umhverfisverndarsinna til sjálfs- morðsárásarmanneskju? Er ráðherra ekki að fallast nokk- uð auðveldlega á röksemdir stjórn- valda sem hafa sannað trekk í trekk að mesta ógnin við öryggi þegna þeirra eru ekki hryðju- verk heldur þau sjálf? Er líklegt að manneskj- um sem ofsækja minni- hlutahópa í sínu eigin landi farist það vel úr hendi að tryggja öryggi og frið í víðara sam- hengi? Ég spyr í von um svar. Atlantshafsbandalag ið er og verður alltaf hern- aðarbandalag sem bygg- ist á ofbeldi og valdbeit- ingu. Æðstu ráðamönnum innan þess er ekki treyst- andi til annars en að tryggja eigið öryggi og hagsmuna- aðila tengdum þeim með því að bæla niður gagnrýni með skerðingu á tjáningarfrelsi almennra borgara, beinu ofbeldi gagnvart mótmæl- endum og hótunum gegn pólitísk- um andstæðingum sínum. Síðast en ekki síst er það alltaf vítavert ofbeldi og kúgun þegar manneskjur telja sig geta talað fyrir munn ann- arra og Össur Skarphéðinsson ætti að hafa það í huga næst þegar hann sýpur á kampavíni með hinum fáu útvöldu að þær ákvarðanir og skoð- anir sem þar koma fram eru ekki að neinu leyti skoðanir „hinnar frönsku þjóðar“ né „hinnar banda- rísku þjóðar“ né „hinnar íslensku þjóðar“. Þær eru ákvarðanir og skoðanir forréttindapakks sem telur sig svo vel af guði gert að það geti með pennastriki ráðið úrslitum um líf eða dauða heilu þjóðanna. Össur ginnkeyptur NATO Finnur Guðmundarson Olguson nemi og dundari Svo virðist vera að Össur hafi reynst ginnkeyptur gagnvart linnulausum áróðri NATO. AF NETINU Ætla lífeyrissjóðirnir að fjármagna MP-banka? Heyrst hafa fréttir af viðræðum forsvarsmanna MP banka við lífeyrissjóðina, í gegnum framtakssjóðinn, um endurfjármögnun bankans. Hver eru þolmörk okkar sjóðsfélaga á fjárfestingaleikjum lífeyrissjóðanna sem nú hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum skuldugra félaga sinna. Það er algerlega siðlaust að nota illa fengnar verðbætur á fasteignalánum okkar í enn eitt bullið. Þorgeir Eyjólfsson sem var áður forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna starfar nú sem Framkvæmdastjóri Eignastýringarsviðs MP banka. Þorgeir fékk greiddar tæpar 33 milljónir frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna í fyrra. Þorgeir tók allar meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðsins árin fyrir hrun og gerði rannsóknarnefnd alþingis alvarlegar athugasemdir við náin tengsl í fjárfestingum. Undir stjórn Þorgeirs gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldmiðlasamninga upp á rúmlega 93 milljarða króna. Ekki sér fyrir endan á tapi sjóðsins á þeim gjörningi. ragnar73.blog.is Ragnar Ingólfsson Dautt mál Krafan um almenna niðurfellingu skulda er merkileg fyrir það eitt hve lengi hefur tekist að halda lífi í henni. Krafan er útrásarbólgin frekja fólks sem fór offari í fjármálasukki og vill að aðrir borgi. Krafan er jafnframt beint tilræði við samningsfrelsið í landinu því hún gerir ráð fyrir að suma samninga þurfi ekki að virða. Þriðjungur þjóðarinnar vill almenna niðurfærslu skulda og láta lífeyrisþega borga. Ánægjulegt er að 70 prósent þjóðarinnar virðist búa við þokkalega sterka siðferðiskennd. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Nú þegar við stöndum frammi fyrir hugsanlegum niðurskurði og breyttum áherslum innan grunnmenntunar er lag að standa við fallegu orðin. Skapandi skóli − menntun til framtíðar Menntun Kristín Valsdóttir Deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur 7.990kr. JÓLAGJÖFIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.