Fréttablaðið - 01.12.2010, Page 34

Fréttablaðið - 01.12.2010, Page 34
MARKAÐURINN 1. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Fjármálaeftirlitið (FME) er með fjórtán umsóknir til meðferðar um leyfi til að fara með virkan eignarhlut í fjármála- og vátrygg- ingarfyrirtækjum. Það sem af er ári hafa nítján umsóknir verið af- greiddar, samkvæmt svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölda umsókna og úrvinnslu þeirra. Í h æfi su msók n er meðal annars skoðaður fjárhagslegur styrkur viðkomandi og orð- spor hans. Heiðar Már Guð- jónsson fjárfestir og hópur sem hann fór fyrir í söluferli Sjóvár lagði fram umsókn um hæfi hjá FME í ágúst. Þegar hópurinn til- kynnti fyrir viku að hann hefði hætt við kaupin var umsóknin enn í vinnslu. Fréttablaðið ræddi í kjölfarið við nokkra einstaklinga sem hafa lagt fram hæfisumsókn til FME. Pirrings gætti í þeirra röðum yfir hægagangi á umsóknarferlinu. Í svari FME kemur fram að vinnsla taki mislangan tíma. Markist hraðinn meðal annars af skilum umsækjenda á fullnægj- andi upplýsingum. Vanti á þær í upphafi geti ferlið verið nokk- uð langt og flókið. Þá getur ferlið lengst ef umsókn um virkan eignarhlut er af- greidd samhliða umsókn um starfsleyfi, samkvæmt svari FME. - jab Fjórtán umsóknir um hæfi á borði FME GUNNAR ANDERSEN, FORSTJÓRI FME Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður íhuga tilboð í bresku skókeðjuna Office upp á 150 milljónir punda, jafnvirði um átján milljarða króna. Hunter keypti verslunina fyrir sjö árum fyrir sextán milljónir punda. Sir Tom Hunter var viðskipta- félagi Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar og keypti meðal annars hlut í bresku versluninni House of Fras- er með Baugi í gegnum fjárfest- ingarfélag sitt West Coast Capi- tal árið 2006. Á meðal helstu hluthafa með Hunter þar er skila- nefnd Landsbankans, sem á nú um þrjátíu prósenta hlut sem Baugur átti áður. Í skoska dagblaðinu The Scots- man kemur fram að West Coast Capital hafi gengið ágætlega þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Félagið hagnaðist um 6,9 milljón- ir punda í fyrra eftir rúmlega 66 milljóna tap árið á undan. Hunt- er, sem ákvað fyrir meira en ára- tug að gefa einn milljarð punda til góðgerðarmála yfir ævina, varð af þeim sökum að gefa helmingi minna til góðgerðamála í fyrra, eða 5,9 milljónir punda. - jab Hunter skoðar tilboð SIR TOM HUNTER Hefur fengið tilboð í skókeðju sína upp á sem svarar átján millj- örðum króna. Óli Kristján Ármannsson skrifar Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið vottun Svansins, opinbers umhverfismerkis Norðurlandanna. Prent- smiðjan er fyrsta dagblaðaprentsmiðjan sem fær Svansvottun hér á landi. Fréttablaðið er prentað í Ísafoldarprentsmiðju. Að sögn Kristþórs Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra prentsmiðjunnar, hefur verið unnið að því í nokkra mánuði að fá vottunina. Hún gekk svo í gegn 15. nóvember síðastliðinn, en prentsmiðjan fékk í gær afhent viðurkenningarskjal til marks um hana. Vottunin gildir til marsloka 2012. Kristþór segir komið hafa skemmtilega á óvart hversu prentsmiðjan var nálægt því að uppfylla kröfur Svansins þegar byrj- að var að skoða hvaða hluti þyrfti að bæta. „Hjá okkur hefur pappír til dæmis í mörg ár verið baggaður og sendur í endurvinnslu. Síðan var notkun efna sem ekki voru umhverfisvæn í algjöru lágmarki,“ segir hann. Kristþór segir líka að umhverfisvitund þurfi ekki endilega að kalla á meiri kostnað í rekstrinum. „Hluti af þessu ferli er að lágmarka umhverfisáhrif rekstr- arins,“ segir hann og bendir á að þar sé einnig horft til þátta eins og betri nýtingar hráefnis og orku. „Til dæmis er reynt að lágmarka afskurð. Árangurinn kemur fram í hagkvæmari rekstri, þannig að það getur alveg verið samasemmerki á milli hagkvæmni og umhverfisvitundar.“ Mismiklar kröfur eru gerðar til fyrirtækja eftir eðli starfsemi þeirra áður en að vottun kemur. Kristþór segir að þar á bæ hafi menn haft af því vissar áhyggj- ur þegar af stað var farið, því í prentgeira eru mest- ar kröfur gerðar til dagblaðaprentunar. Þær prent- smiðjur þurfi að fá yfir 85 punkta í umhverfisúttekt á meðan hefðbundin arkaprentsmiðja þurfi aðeins 55. „En Ísafold skoraði 92 stig í umsókninni,“ segir hann. Prentsmiðjan er með blandaða prentun. Auk dagblaða- prentunarinnar sinnir hún arkaprentun, „heatset“ og stafrænni prentun. „Og vottunin nær yfir allar þess- ar tegundir prentunar.“ Í þeim framleiðsluaðferðum sem teknar hafa verið upp hjá Ísafoldsprentsmiðju er horft til þess að lág- marka notkun pappírs, prentlita, hreinsiefna, raf- magns, gass og spilliefna. Þá er horft til þess að velja ætíð umhverfisvænsta hráefnið, sé þess nokkur kostur, og fylgja ströngustu kröfum við förgun spilliefna. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnun- ar og Facebook-síðu Svansmerkisins eru nú yfir tíu ís- lensk fyrirtæki með Svansvottun. Auk Ísafoldar eru þrjár aðrar prentsmiðjur með slíka vottun. Á vef Svansmerkisins segir að neytendur eigi að geta verið vissir um að innkaup þeirra séu betri fyrir umhverfið og heilsuna þegar valdar séu vörur með merki svansins. „Svanurinn setur strangar kröfur um heildarlífsferil vöru og þjónustu, svo sem innihald og notkun hættulegra efna, orku- og hráefnisnotkun og meðhöndlun úrgangs,“ segir þar. Eina vottaða dag- blaðaprentsmiðjan Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið umhverfisvottun Svansins. Meiri kröfur eru gerðar til dagblaðaprentsmiðja vegna vottunarinnar. Hagkvæmt segir framkvæmdastjórinn. Í PRENTSALNUM Kristþór Gunnarsson framkvæmdastjóri og Kjartan Kjartansson prentsmiðjustjóri eru að vonum hæstánægðir með nýtilkomna Svansvottun Ísafoldarprentsmiðju. MARKAÐURINN/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ PRENTAÐ Meiri kröfur eru gerðar til dagblaða- prentunar en annarrar þegar kemur að umhverfisvottun. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. Nokkuð léttara var yfir Íslend- ingum í nóvember en mánuðinn á undan ef marka má Væntinga- vísitölu Gallup sem birt var í gær- morgun. Vísitalan hækkaði um tæp 19 stig milli mánaða og gekk mikil lækkun sem varð mánuð- inn á undan að hluta til baka. Vísi- talan sem mælir væntingar neyt- enda til efnahags- og atvinnulífs mælist 50,6 stig en þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neyt- endur svartsýnir en bjartsýnir. Mest er hækkunin á vænting- um til ástandsins í efnahags- og atvinnumálum eftir sex mánuði. Vísitalan hækkar þar um tæp 29 stig og mælist nú 77,1 stig. Mat á núverandi ástandi hækk- ar mun minna, eða um tæp 4 stig og mælist áfram afar lágt, eða 10,8 stig. Breyttar væntingar til ástandsins í efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar eftir sex mán- uði skýrir því hækkun sem varð á Væntingavísitölunni nú. Brúnin léttist á landanum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.