Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 49

Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 49
MARKAÐURINN F R É T T I R 11MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Marel samdi seint á fimmtudag við fimm alþjóðlega banka, auk Lands- bankans, um endurfjármögnun á öllu lánasafni sínu næstu fimm árin. Þetta eru 350 milljónir evra, jafnvirði rúmra fimmtíu milljarða króna. Meðalvaxtakjör miðast við milli- bankavexti auk 320 punkta vaxtaálags. Ráðgjafarfyrirtækið IFS Greining segir þetta viðunandi kjör. Gera má ráð fyrir að vaxtakostnaður Marels hafi verið 45 milljónir evra í fyrra og fari hann niður um 15 milljónir evra, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á ári. Þá er ótalinn hagnaður af samþættingu fyrirtækisins og annað hagræði í kjölfar fjármögnunar. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja þetta afar jákvæðar frétt- ir í skugga gjaldeyrishafta og stöðu efnahagsmála hér. „Marel hefur aldrei staðið traustari fótum,“ segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels. Hann legg- ur áherslu á að um viðskiptabanka- lán sé að ræða keimlík þeim sem hafi verið í boði fyrir allt að áratug. Árni bætir við að tvíhliða skráning Marels sé enn á dagskrá og sé fjár- mögnunin nú forsenda þess. Höfuð- stöðvarnar verði eftir sem áður hér á landi. „Það hefur aldrei komið til um- ræðu að við flytjum höfuðstöðvarnar til útlanda,“ segir hann. - jab Marel semur um hagstæða endurfjármögnun á öllum skuldum sínum erlendis: Sparar sér 2,3 milljarða á ári STJÓRNENDUR MARELS Mikil gleði var í hópi Marel-manna í gær vegna fjármögnunar fyrirtæk- isins, sem gerir því kleift að endurfjármagna allar skuldir. Árni Oddur er lengst til vinstri á myndinni, við hlið Sigsteins P. Grétarssonar, forstjóra á Íslandi, og Eriks Kaman fjármálastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gjaldeyristekjur Íslendinga af er- lendum ferðamönnum voru 155 milljarðar króna í fyrra, sam- kvæmt nýjum tölum á vef Hag- stofunnar. Tekjur vegna erlendra ferða- manna innanlands námu 112 milljörðum króna en 43 milljarð- ar króna eru tekjur vegna ferða- manna utan Íslands. Í tölunum kemur jafnframt fram að áætlað er að ríflega 9.200 manns hafi starfað við ferðaþjón- ustu á árinu 2008. Þetta er um 5,1 prósent af störfum alls. - jhh Ferðamenn skila tekjum Välj. Eða veldu eins og sagt er á íslensku. Nýtt samstarf SAS og Icelandair þýðir að núna áttu möguleika á að velja á milli miklu fleiri áfangastaða en áður. Við bjóðum nú uppá þann möguleika að bóka flug til Evrópu og lengra á frábæru verði á www.flysas.is flysas.is Ávallt með S AS Engin dulin g jöld - innritu n án endurg jalds - sætab ókun án end urgjalds Farangurshe imild án end urgjalds - Eu roBonus-pun ktar - 25% b arnaafsláttu r Bergen London París Frankfurt Peking Tokyo Bangkok Ósló Kaupmannahöfn Stokkhólmur Helsinki Gautaborg Stafangur Þrándheimur Berlín München Hamborg Varsjá Zürich Mílanó Vilníus Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, sagði óvænt upp störfum í gær. Uppsögnina tilkynnti hann stjórn Skipta og nýrri stjórn Ex- ista, móðurfélagi Skipta, í gær. „Uppsögnin kom á óvart. Ekki var þrýst á hann,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Exista. Ný stjórn tók við félag- inu í nafni kröfuhafa fyrir mán- uði. Helstu kröfuhafar Exista eru Arion banki, lífeyrissjóðir og tugir evrópskra banka. Brynjólfur hafði í mörg ár unnið með þeim Ágústi og Lýð Guðmundssonum, fyrrum aðal- eigendum Exista, og átti sjálf- ur frumkvæðið að uppsögninni. Haft er eftir honum í tilkynningu að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar breytinga á eignarhaldi Existu. Leit er ekki hafin að eftirmanni Brynjólfs og mun hann hafa orðið við ósk stjórnar Exista að stýra fyrirtækinu þar til ákvörðun verður tekin um framhaldið. - jab Brynjólfur kveður BRYNJÓLFUR Eigendaskipti á Existu urðu til þess að forstjóri Skipta ákvað að stíga til hliðar. MARKAÐURINN/RÓBERT Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.