Fréttablaðið - 01.12.2010, Page 56

Fréttablaðið - 01.12.2010, Page 56
36 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Bækur ★★ Runukrossar Helgi Ingólfsson Ormstunga Það búa fjörutíu þúsund manns á Íslandi árið 2141. Múslimar eru allsráðandi, enda Ísland hluti af Evrópubandalagi múslima, EMÍR. Reykjavík er horfin og Hella orðin höfuðborg landsins. Blómleg borg sem byggð er undir hvolfþaki þar sem sólin er banvæn vegna gats- ins í ósonlaginu. Í þessu framtíðar- samfélagi eru það trúin og tæknin sem stýra lífi fólks, allir ganga með staðsetningartæki um úlnliðinn og dagskipanin helgast af lögbundnum bænatímum. Þannig er sögusviðið í nýjustu bók Helga Ingólfssonar, Runu- krossum. Söguhetjunni, Umari ibn- Yusef, berast þau tíðindi að bróðir hans hafi látist með óhuggulegum hætti í virkjun til fjalla og heldur þangað ásamt rannsóknarlögreglu- manninum Hasan Rahman til að kanna málið. Fljótlega kemur í ljós að dauði bróðurins var ekkert slys og að samstarfsmenn hans í virkj- uninni eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Rannsókn morðgátu er hafin og leikar æsast. Runukrossar er um margt sér- stæð sakamálasaga. Hin óvenju- lega framtíðarsýn höfundar setur sögunni nýstárlegar skorður og ítarlegar lýsingar á trúarathöfnum múslima, tilvitnanir í spámanninn og lýsingar á tækniundrum fram- tíðarinnar gera hana forvitnilega og framandi. Á einkennilegan hátt blandast hinar fornu trúarathafn- ir saman við tæknivætt framtíð- arlífið og úr verður kokkteill sem dálítið erfitt er að kyngja. Höf- undi liggur mikið á hjarta og aug- ljóst er að hann hefur áhyggjur af því hvert samtíðin stefnir. Velt er upp fjölmörgum áhugaverð- um umhugsunarefnum og vísan- ir í heimsbókmenntirnar notaðar sem dæmisögur um ýmislegt sem aflaga hefur farið. En það sem gerir söguna áhugaverða lesningu er um leið hennar veikasti hlekkur sem sakamálasögu. Rannsókn glæps- ins hverfur í skuggann af fræðslu höfundar um áhrif umhverfis- spjalla okkar tíma á framtíðina og ítarlegar lýsingarnar á trúarsiðum og heimspeki íslam stangast dálít- ið óþægilega á við allar tæknilýs- ingarnar. Hvað eftir annað missir lesandinn þráðinn og það er ekki fyrr en rétt undir lokin sem sagan verður spennandi. Morðgátan er aukaatriði og á eiginlega heima í einhverri allt annarri sögu. Stíllinn er dálítið þunglamaleg- ur og ítrekaðar tilvitnanirnar sem skotið er inn í frásögnina virka oft dálítið á skjön við textann. Aðrar persónur en söguhetjan Umar eru dregnar fáum dráttum og lesand- inn kynnist þeim lítið, meira eins og persónugalleríið sé ill nauðsyn til þess að hafa fleiri en einn grun- aðan um morðið. Lausn gátunnar er þó óvænt og síðustu fimmtíu síð- urnar hörkuspennandi. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Frumleg framtíðarsýn sem veltir upp áleitnum umhugs- unarefnum en morðgátan fellur í skuggann. Umskorin hjörtu Reyfarar og sögulegur skáldskapur blífa í jóla- bókaflóðinu í ár en kreppu- bækur eru fjarri góðu gamni. Karlar skrifa tals- vert fleiri bækur en konur en samtímalýsingarnar eru þó aðallega á höndum kvenna í ár. Fréttablaðið rýndi í bókaflóðið. Samkvæmt gróflegri talningu úr Bókatíðindum koma út 72 skáld- verk fyrir þessi jól, það er að segja skáldsögur, smásögur og ljóð. Af þeim voru 50 eftir karla og 22 eftir konur. Í flokki skáld- sagna virðist engin ein bók- menntahefð hafa afgerandi yfir- burði fram yfir aðra hvað fjölda t it la áhrær- ir; krimmarn- ir fara yfir tug- inn. Að minnsta kosti sex til átta bækur innihalda endurlit fortíð- ar eða hrein- an sögulegan skáldskap, til dæmis Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, Ljósa Kristínar Steins- dóttur, Jón eftir Ófeig Sigurðs- son, Heimanfylgja eftir Steinunni Jóhannesdóttur og Útlagar Sigur- jóns Magnússonar. Kreppubækurnar, sem settu sterkan svip á bókmenntaárið í fyrra, virðast við fyrstu sýn víðs fjarri í ár. Hrunið og krepp- an kemur að vísu við sögu í reyf- urunum, sem draga oftar en ekki dám af atburðum líðandi stundar, en þeir eru ekki beint viðbragð við þeim eins og allar hrunbækurnar sem komu út í fyrra og skáldsög- ur á borð við Bankster Guðmund- ar Óskarssonar og Gæsku Eiríks Arnar Norðdahl. „Það virðist ekki vera nein afger- andi tilhneiging í ár,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags bóka- útgefenda. „Ljóðabækur fá að vísu meiri umfjöllun en oft áður, en að öðru leyti er ekkert sem hægt er að segja að hafi orðið ofan á. Ef hægt er að tala um eitthvert einkenni á útgáfunni er það kannski fjarvera kreppubókanna meðan sögulegar skáldsögur virðast eiga meira upp á pallborðið. Kannski má lesa eitt- hvað í það. Konurnar sjá hins vegar um nútímann. Það eru ungar konur á borð við Kristínu Eiríksdóttur, Yrsu Þöll Gylfadóttir, Tobbu Mar- inós og Hugrúnu Hrönn Kristjáns- dóttur, sem skrifa sína útgáfuna hver af samtímanum.“ Jón Yngvi Jóhannsson bók- menntafræðingur tekur undir að fjarvera kreppubóka sæti athygli en vill ekki lesa mikið í útgáfu sögulegra skáldsagna í ár. „Sögulegar skáldsögur og bækur sem kallast á við fortíðina hafa verið vinsælt form hér á landi í mörg ár og erfitt að meta hvort það sé að verða einhver breyting á því í ár.“ Jón Yngvi segir karlhöfunda löngum hafa verið fleiri en kven- höfunda hér á landi, en það stangist á við það sem tíðkist víða. „Það er að minnsta kosti mín til- finning að þessu sé öfugt farið til dæmis í Danmörku og Svíþjóð. Hér eru krimmahöfundarnir til dæmis aðallega karlar en á Norðurlöndum skrifa mjög margar konur reyfara. Því er ekki að heilsa hér.“ bergsteinn@frettabladid.is Bókajól án sterkra drátta Þrír íslenskir rithöfundar, þau Álfrún Gunnlaugsdóttir, Matthías Johannessen og Thor Vilhjálms son, verða sæmdir heið- ursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands í dag. Þremenningarnir hljóta þessa nafnbót fyrir sköpunarstarf sitt „en um leið sendir skólinn með þessum gjörningi skilaboð um mikilvægi orðsins listar og ann- arrar frjórrar menningarstarf- semi í íslensku samfélagi,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Aðeins fjórir rithöfundar hafa áður hlotið þessa nafnbót fyrir afrek á sviði fagurbókmennta: Halldór Laxness árið 1972, Gunn- ar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson árið 1974 og Snorri Hjartarson árið 1986. Álfrún, Matthías og Thor verða sæmd nafnbótinni við athöfn í Hátíðarsal Háskóla klukkan 13.30 í dag. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Þrír sæmdir heiðursdokt- orsnafnbót THOR VILHJÁLMSSON Gerður heiðurs- doktor við HÍ ásamt Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur og Matthíasi Johannessen. JÓN YNGVI JÓHANNSSON KRISTJÁN B. JÓNASSON JÓLABÆKUR Af um rúmlega 70 skáldsögum, smásagnasöfnum og ljóðabókum sem koma út fyrir þessi jól eru rúmlega tuttugu bækur eftir konur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.