Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2010, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 01.12.2010, Qupperneq 62
42 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Henrik Biering sendir frá sér fyrsta lag sitt og er viss um að það slái í gegn. Hann segir að lagið passi bæði fyrir djammið og rólegheit heima fyrir. „Fólk á ekkert að heyra lagið og hugsa með sér að þetta sé bara einhver FM-viðbjóður,“ segir tón- listarmaðurinn Henrik Biering, en á næstu dögum gefur hann út lagið „Geri allt sem ég vil“. Það kannast eflaust margir við Henrik en hann söng með þeim Friðriki Dór og Blaz- Roca í laginu „Keyrum- ettígang“ sem hefur fengið gríðarlega spil- un á útvarpsrásun- um. Henrik ætlar hins vegar ekki að þiggja neina hjálp í nýja laginu. „Ég er alveg einn í þessu lagi. Ég ætla að fá alla athygl- ina og baða mig upp úr henni,“ segir Henrik í léttum dúr. Hann segir að lagið eigi mjög líklega eftir að slá í gegn. „Það fjallar um að gera það sem maður vill, fara yfir strikið og vera alveg sama hvað fólki finnst.“ Hann segir jafn- framt að lagið eigi að vera í „drum and bass“ stíl í bland við poppað rapp. Spurður að því hvort hann sé að byggja á eigin reynslu í textagerðinni segir Henrik það ekki vera. „Þetta er bara mest bull sko, en það er fílingurinn í þessu.“ Það eru strákarnir í StopWait- Go sem sjá um útsetninguna á laginu. Henrik er mikill félagi þeirra og var meðal annars með tveimur þeirra í hljómsveitinni Kicks! sem gaf út lagið „Party department“ árið 2008 en það var spilað á FM57 og naut nokkurra vinsælda. Það er því ljóst að vináttan hangir á bláþræði verði ekki vandað til verksins. „Allt sem þeir gera er mjög gott. Ég hendi bara mínu bulli í þá og þeir mixa það einhvern veginn,“ segir Henrik og hlær, og bætir við að strákarnir verði lúbarðir ef þeir klúðri laginu. Henrik segir að þeir ætli að reyna að fá lagið frumflutt hjá Svala og félögum á FM 957 þegar það er tilbúið. „Þetta verður svona lag sem þú átt að vilja heyra hvort sem þú ert að djamma eða ert rólegur heima,“ segir Henrik. kristjana@frettabladid.is Henrik Biering hendir út hittara Stórleikarinn Johnny Depp er á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Vanity Fair og fjallar þar meðal annars um hlutverk sitt í kvik- myndinni The Tourist, en þar leik- ur hann stærðfræðing sem lendir í ýmsum ævintýrum. „Ég hef alltaf heillast af fólki sem þykir alveg eðlilegt, því mér finnst það fólk skrítnast af öllum,“ sagði leikarinn, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að leika ýmsa kynlega kvisti. Depp segist halda mikið upp á persónuna Jack Sparrow, úr kvik- myndinni Pirates of the Caribbean, en segir yfirmenn Disney-sam- steypunnar ekki hafa deilt þeirri hrifningu með honum. „Þau þoldu hann ekki. Einfaldlega þoldu hann ekki. Einn yfirmannanna taldi að Jack myndi eyðileggja myndina. „Hvað er að honum, er hann svona einfaldur? Er hann drukkinn? Er hann samkynhneigður?“ spurði hún mig og ég svaraði henni: „Viss- irðu ekki að allir karakterar mínir eru samkynhneigðir?“ Þetta svar gerði hana bara taugaóstyrkari,“ sagði Depp. Eðlilegt fólk er það skrítnasta af öllu LEIKUR FURÐUFUGLA Leikarinn Johnny Depp hefur leikið ýmsa furðufugla á ferli sínum. NORDICPHOTOS/GETTY RAPPAR OG SYNGUR Henrik Biering þiggur enga hjálp í laginu „Geri allt sem ég vil“ sem frumflutt verður á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reese Witherspoon segist vera svo mikil fjölskyldumanneskja að hún vill ólm eignast fleiri börn. Leikkonan góðkunna á tvö börn af fyrra hjónabandi sínu með Ryan Phillippe. Dóttirin Ava er ellefu ára og sonurinn Deac- on er orðinn sjö ára en Reese seg- ist hvergi nærri hætt. „Börnin eru það besta í lífi mínu. Ég vakna ekki til að búa til kvik- myndir, ég vakna til að vera með fjölskyld- unni minni,“ segir hin 34 ára Wither- spoon. Hún er sem kunn- ugt er á föstu með umboðs- manninum Jim Toth. Reese vill fleiri börn REESE WITHER- SPOON Ástfangin og opin fyrir frekari barn- eignum. Söngkonan Christina Aguilera skildi við eig- inmann sinn, Jordan Bratman, fyrir stuttu og er strax komin með nýjan mann upp á arminn, Matt Rutler að nafni. Hefur parið verið að hittast undanfarinn mánuð og kynnti hann hana nýverið fyrir foreldr- um sínum. Rutler og Aguil- era kynntust við tökur á kvikmyndinni Bur- lesque, þar sem hann vann sem aðstoðarmaður sviðsmanns. Þau eyddu þakkargjörðarhátíðinni saman á meðan sonur Aguil- era dvaldi hjá föður sínum. „Þetta er í fyrsta sinn sem Christina er fjarri Max yfir hátíðina. Hún var mjög sorgmædd og ákvað þess vegna að eyða hátíðinni með Matt í New York. Fjölskylda hans býr mjög nærri og þau ákváðu að kíkja í stutta heimsókn þangað,“ var haft eftir heimildarmanni. Komin með nýjan KOMIN MEÐ KÆRASTA Christ- ina Aguilera er nýskilin en komin með nýjan mann upp á arminn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.