Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2010, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 01.12.2010, Qupperneq 64
44 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Tónlist ★★★★ Skot Benni Hemm Hemm Skothelt hjá Benna Skot er fjórða plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd. Benni sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, sem hét í höfuðið á honum, árið 2006. Á henni var indípopp með lúðrum. Hann festi sig í sessi með annarri plötunni Kajak ári seinna og kláraði svo lúðrasveitarpakkann með Murta St. Calunga sumarið 2008. Þá var ljóst að Benni þyrfti að hugsa málið upp á nýtt. Og það hefur hann gert. Í vor sendi hann frá sér fimm laga EP-plötu á ensku sem heitir Retaliate. Á henni var hann búinn að berstrípa tónlistina og kassagítarinn var orðinn mest áberandi hljóðfærið. Á Skot er Benni farinn að byggja meira ofan á grunnana sína aftur, en nú eru það ýmiss konar hljómborð sem setja mestan svip á útkomuna, auk rafmagnsgítars og víólu á stöku stað. Blásturshljóðfærin eru komin í frí. Lagasmíðarnar á Skotinu eru margar vel gerðar og grípandi. Melódíurnar setjast að í heilanum og maður hummar þær langt fram eftir degi. Samt hefur platan afslappað yfirbragð, eins og Benni hafi ekki verið að rembast mikið, heldur leyft lögunum að koma til sín. Það er Retro Stefson sem flytur tónlistina með höfundinum og greinilegt er að samstarfið hefur gengið vel. Flutningurinn er góður og útsetningarnar bæði lifandi og fjölbreyttar. Text- arnir eru skemmtilegir sem fyrr, fullir af skrítnum sögum og orðaleikjum. Benni hefur dvalið í Skotlandi síðustu ár – nafnið Skot er kannski einhver tilvísun í það? Það er sennilega heldur ekki tilviljun að skoska sveitin Belle & Sebastian kemur helst upp í hugann þegar maður hlustar á plötuna. Á heildina litið skotheld plata frá listamanni sem er löngu búinn að sanna sig. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Benni segir bless við lúðrana á fínni poppplötu. ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR 2010 Í HÁSKÓLABÍÓI BUBBI MORTHENS BYLGJAN KYNNIR: ÁRLEGIR ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR BUBBA MORTHENS VERÐA Í HÁSKÓLABÍÓI ÞANN 23. DESEMBER OG HEFJAST KL. 22.00. SÉRSTAKUR GESTUR BUBBA ER JÓNAS SIGURÐSSON. MIÐASALA ER HAFIN Á MIDI.IS. MIÐAVERÐ 3.500 KR. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á PRIME.IS. Nýjar vörur 6.990,-Kjóll Smáralind og Laugavegi 25 Það er misauðvelt að bera fram nöfn stjarnanna og sum nöfnin geta verið hálf- gerður tungubrjótur. Ekki eru allir jafn lukkulegir og Brad Pitt sem hlaut í vöggu- gjöf nafn sem er bæði auð- velt að muna og bera fram. Eftirnafn gamanleikarans Zach Galifianakis er aftur á móti ekki jafn þjált, né heldur raunverulegt nafn söngkonunnar Cher, sem er Cherilyn Sarkisian. Önnur erfið eftirnöfn eru til dæmis eftir- nöfn leikaranna Matthew McCon- aughey, Mar- iska Hargitay og Gabour- ey Sidibe. Erfið nöfn stjarn- anna í Hollywood MARISKA HARGITAY ZACH GALIFIANAKIS Breska leikkonan Helena Bon- ham Carter var á lista tímaritsins Vanity Fair yfir best klæddu ein- staklinga ársins 2010. Tilnefning- in kom leikkonunni mjög á óvart enda hefur hún oftar verið á lista yfir þá verst klæddu. „Þetta var mikill sigur. Það kom mér til að hlæja því ég hélt að þetta væri brandari fyrst þegar ég heyrði af þessu. En þegar ég sá greinina hugsaði ég með mér: „Myndirnar sem þau völdu eru jafn slæmar og þær sem þau birta þegar ég er illa klædd,“ sagði leik- konan. Fatastíll Bonham Carter hefur löngum þótt svolítið und- arlegur en leikkonan má eiga það að hún hefur ávalt haldið sínu striki sama hvernig tískan þró- ast og breytist. Það hefur nú skil- að sér því hún er nú komin í hóp velklæddra manna og kvenna á borð við Jake Gyllenhaal, Carey Mulligan og David Beckham. Allt í einu best klædd HISSA Helena Bonham Carter varð hissa þegar hún komst á lista yfir best klædda fólk ársins. NORDICPHOTOS/GETTY GABOUREY SIDIBE CHER SARKISIAN MATTHEW MCCONAUGHEY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.