Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 66

Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 66
46 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegn- um Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim,“ segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vega- móta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarps- stjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk ein- faldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út,“ segir Andri. Í kjöl- farið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastað- ur þeirra. Þeir Pyfrom og Bad- gley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunn- ar. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýj- asta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki.“ Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði,“ segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamót- um, er sammála Andra. „Það komu svona sex- tíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook.“ Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugar- daginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann,“ segir Jónas, svekkt- ur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Face- book hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum. kristjana@frettabladid.is Friðurinn úti með tilkomu Facebook VINSÆLIR Þeir Shawn Pyfrom úr Despe- rate Housewives og Penn Bad- gley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. SAMMÁLA UM NAFN Pink og Carey Hart eiga von á sínu fyrsta barni eftir hálft ár. Ef barnið er drengur vilja þau skíra hann Jameson. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Mila Kunis, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum That ‘70s Show, íhugaði að segja skilið við leiklistina þegar hún var aðeins tví- tug að aldri. Kunis hafði árið 2003 þénað nóg til að geta lifað góðu lífi það sem eftir var án þess að þurfa að vinna framar. Hún hafði þá unnið sem fyrirsæta og leik- kona í ellefu ár og íhugaði að segja endanlega skilið við leiklistina. „Margir átta sig ekki á því að maður verður mun ríkari af því að leika í sjónvarpsþáttum en af því að leika í kvikmyndum. Þar eru fastar tekjur í boði fyrir auðvelt starf. Ég var tví- tug og summan inni á banka- reikningnum mínum var nógu stór til að end- ast mér út ævina. Ég íhugaði að hætta í leiklist og snúa mér að öðrum hlutum,“ sagði leik- konan í viðtali við tímaritið Nylon. „Þetta er erfiður bransi og lítið um öryggi í honum og ég var ekki viss um að ég gæti þolað það til lengdar.“ Kunis hætti þó við því hún sagðist ekki geta hugsað sér að vinna við nokkuð annað. Kunis fer með aukahlut- verk í kvikmyndinni The Black Swan og þótti frammistaða hennar í myndinni svo góð að hún gæti átt von á óskarstilnefningu á næsta ári. Vildi hætta í leiklistinni tvítug Söngkonan Pink og eiginmaður hennar, Carey Hart, eiga von á sínu fyrsta barni. Söngkonan er komin rúma þrjá mánuði á leið og segist þegar vera búin að ákveða nafn á barnið verði það drengur. „Pabbi minn heitir James og bróðir minn heitir Jason. Ég og Carey erum bæði hrifin af viskíi og þess vegna ákváðum við að ef barnið yrði drengur myndi hann heita Jameson. Mjög auðvelt,“ sagði söngkonan í viðtali við Acc- ess Hollywood. Hjónin eru þó ekki jafn ákveð- in þegar kemur að stúlkunöfnum. „Ég vil nafn sem hefur einhverja merkingu, en Carey finnst sem nafnið hans hafi verið of stelpu- legt og vill ekki að barnið heiti skrítnu nafni. Ég verð því að mýkja hann svolítið upp ef ég vil fá frumlegt nafn á barnið.“ Skírir barnið eftir vískíi Bandaríska raunveruleikastjarnan Heidi Montag sem komst í heims- fréttirnar þegar hún lét gera tíu fegrunaraðgerðir í einu, sér eftir öllu saman í dag. Montag, sem varð þekkt andlit eftir þátttöku sína í þáttunum The Hills sem sýndir eru á MTV sjónvarpstöð- inni, vill nú nýta sína reynslu til að vara ungar stúlkur við að leggj- ast undir hnífinn. Montag segist sjálf gjarna vilja fá sitt gamla útlit aftur en getur ekki hugsað sér að fara í fleiri aðgerðir svo hún ætlar að láta sér lynda að vera í brjósta- stærð DDD. Sér eftir aðgerðunum VARAR STÚLKUR VIÐ Raunveruleika- stjarnan Heidi Montag sér eftir tíu lýtaaðgerðunum sem hún fór í á einum degi. NORDICPHOTOS/GETTY VILDI HÆTTA Mila Kunis var orðin svo rík þegar hún var tvítug að hún íhugaði að hætta í leiklist. NORDICPHOTOS/GETTY ALLT BRJÁLAÐ Á VEGAMÓTUM Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, segir að vera erlendu stjarnanna hafi spurst fljótt út í gegnum Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í margfalt betri upplausn en áður og með góðu að- gengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á nýjum Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.