Fréttablaðið - 01.12.2010, Page 70

Fréttablaðið - 01.12.2010, Page 70
 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR50 sport@frettabladid.is LOGI GUNNARSSON hjá Solna Vikings hefur skorað flestar þriggja stiga körfur til þessa í sænsku úrvalsdeildinni í körfu- bolta til þessa. Logi hefur sett niður 39 þrista í 12 leikjum eða 3,3 að meðaltali í leik. Logi hefur hitt úr 43,8 prósent þriggja stiga skota sinna og er í sjötta sætinu yfir bestu nýtinguna. Logi hefur hitt úr 10 af 18 þriggja stiga skotum í síðustu tveimur leikjum. GOLF Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 2.-3. sæti á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem fram fór á Arcos Garden vell- inum á Spáni. Íslandsmeistarinn lék lokahringinn á fjórum högg- um undir pari, eða 68 höggum, og samtals lék hann hringina fjóra á 6 höggum undir pari. Birgir var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum en alls kom- ust 23 kylfingar áfram af þessum velli á lokaúrtökumótið sem hefst á laugardag í Katalóníu. Ekki var hægt að ljúka leik á mánudaginn vegna hvassviðris og úrkomu og náði Birgir að leika 8 holur áður en keppni var frestað. Hann var þá á einu höggi undir pari en hann lék síðustu 10 holurn- ar í gær á þremur höggum undir pari. Birgir, sem leikur fyrir GKG, hefur nú þegar öðlast takmarkað- an keppnisrétt á Áskorendamóta- röð Evrópu á næsta tímabili, sem er í raun og veru næstefsta deild í Evrópumótaröðinni. Alls var keppt á fjórum stöðum á 2. stigi úrtökumótsins þar sem 320 kylfingar reyndu fyrir sér. Á lokamótinu mæta 160 kylfingar til leiks og í þann hóp bætast þeir sem náðu ekki að halda keppnis- rétti sínum á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Gríðarlega hörð barátta einkennir úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina en um 700 kylfingar reyndu fyrir sér á 1. stigi úrtökumótsins og aðeins 175 þeirra komust áfram á 2. stigið. Þar bættust 145 kylfingar í hópinn og var Birgir Leifur þar á meðal. Aðeins 115 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar halda keppnisrétti sínum á hverju ári og munu rúmlega 1.000 kylfingar berjast um 30 laus sæti á hverju einasta hausti á úrtökumótunum. - seþ Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 2.-3. sæti á úrtökumóti og er kominn á lokaúrtökumótið: Birgir Leifur skrefi nær Evrópumótaröðinni GENGUR VEL Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson stendur sig vel á golfvellinum þessa dagana og nálgast Evrópumótaröðina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL FÓTBOLTI Unglingalandsliðsmenn- irnir Hjörtur Logi Valgarðsson úr FH og Elfar Freyr Helgason hafa vakið verðskuldaða athygli erlendra liða. Þeir hafa verið á ferð og flugi síðustu vikur og 7. desember halda þeir til Svíþjóðar þar sem þeir verða á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Göte- borg. Með liðinu leika Íslending- arnir Ragnar Sigurðsson, Theo- dór Elmar Bjarnason og Hjálmar Jónsson. Þeir Hjörtur og Elfar munu mæta á tvær æfingar með liðinu áður en þeir ferðast með því yfir til Danmerkur þar sem þeir munu taka þátt í æfingaleik gegn Rúrik Gíslasyni og félögum í OB sem eru að halda sér í formi vegna Evrópudeildarinnar. - hbg Hjörtur Logi og Elfar Freyr: Á leið til IFK Göteborg HJÖRTUR LOGI Hefur vakið athygli víða í Skandinavíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI EM-hópur kvennalandsliðsins í handbolta var gefinn út í gær en þar eru á ferðinni sextán leikmenn sem koma til með að stíga söguleg skref í íslenskri handbolta- sögu eftir sex daga því hér er á ferðinni fyrsta stórmót íslenska kvennalandsliðsins. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari kom ekki mikið á óvart með vali sínu og valdi þær stelpur sem hann hefur notað mest í æfingaleikjunum í vetur. „Þetta er búið að ganga vel. Hópurinn er búinn að vera saman í tíu daga og við fórum á mótið í Noregi um helgina. Framhaldið er bara æfingar fram á laugardag og svo eigum við þennan æfingaleik á móti Spáni á sunnu- daginn úti. Við notum síðustu dagana til þess að fínpússa hluti, bæði úti á gólfi sem og að vinna í sálfræðihlutanum til þess að undir- búa þær eins vel og hægt er. Sú vinna er byrj- uð og kemur til með að halda áfram,“ segir Júlíus. Evrópumótið fer fram í Danmörku og Noregi og er íslenski riðillinn spilaður í Árósum í Danmörku. „Það var erfitt að skera niður hópinn en ég er sannfærður um að þetta sé besti hópurinn sem ég gat valið. Það er kjarni þarna sem er búinn að vera lengi hjá mér en svo eru líka þarna ný nöfn sem hafa verið að koma upp í síðustu mótum. Hópurinn er góður og hann sýndi það um helgina með því að koma til baka eftir áfallið í fyrsta leiknum. Það þarf góðan hóp til að koma til baka eftir svoleið- is leik,“ sagði Júlíus og vísaði þar í 21 marks tap á móti ólympíu- og Evrópumeisturum Noregs. Fengu smá nasaþef um helgina Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er líka sátt við gang mála í undir- búningi liðsins. „Við fengum smá nasaþef af þessu um helg- ina og ég áttaði mig þar á því að þetta væri að bresta á því það er bara vika í fyrsta leik. Við vorum að spila þrjá leiki um helgina og töpuðum þeim reyndar öllum en þrátt fyrir þessi töp held ég að við höfum fengið hell- ing út úr þessu. Við græddum mikið á því að fara þangað og það er mikil og góð stemning í hópnum,“ segir Rakel. Hún segir að liðið sé að undirbúa sig bæði líkamlega og andlega. „Við erum búnar að undirbúa okkur frá öllum hliðum, bæði handboltalega og fyrir allt sem fylgir því að fara á stórmót. Undir- búningurinn er búinn að vera flottur og ég er mjög ánægð með allt saman, HSÍ, umgjörðina, æfingarnar, liðið sjálft og hvern- ig við stelpurnar erum búnar að mæta á æfingarnar,“ segir Rakel. Fyrirliðinn viðurkennir þó að það hafi reynt mikið á hópinn eftir skellinn á móti Noregi á föstudaginn. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi. Noregur er með frábært lið og klárlega meistaraefni. Að sama skapi var þetta mikið sjokk því þetta var hræðilegur leikur hjá okkur. Það voru margir þættir sem spiluðu inn í af hverju við spiluðum svona illa en við sýndum mikinn styrk að koma til baka eftir þennan skell og ég er mjög ánægð með það,“ segir Rakel og bætir við: „Við áttum tvo góða leiki í fram- haldinu og hefðum getað unnið báða þessa leiki á móti Dönum og Serbum. Ég var ánægð með það hvernig liðið kom til baka og að allir leikmenn risu upp eftir þetta stóra áfall á föstudaginn,“ segir Rakel. Fyrsti leikurinn eftir aðeins sex daga Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu er á móti Króatíu eftir aðeins sex daga. Rakel lítur á þennan leik sem úrslitaleik fyrir liðið og er ánægð með að mæta Króatíu í fyrsta leik en Svartfjallaland og Rússland eru einnig með íslenska liðinu í riðli. „Ég býst við því að þær vanmeti okkur því ég hef verið að lesa viðtöl við þær þar sem þær tala um að Ísland sé engin fyrirstaða. Ég vona að þær haldi að þær geti mætt með vinstri. Við þurfum að vera á tánum í þeim leik því það er klárlega mikill úrslitaleikur fyrir okkur. Sigur þar getur fleytt okkur áfram. Það eina jákvæða við tapið á móti Noregi um helgina er að það gefur króat- ísku stelpunum ennþá meiri ástæðu til þess að vanmeta okkur,“ segir Rakel í léttum tón. Landsliðsþjálfarinn segir liðið þó ekki mega setja allar sínar væntingar á þann eina leik. „Króatíuleikurinn er okkar tækifæri til þess að koma svolítið á óvart og auðvitað þarf allt að ganga upp hjá okkur til þess að við náum góðum úrslitum. Þó að það gerist ekki í fyrsta leik er alltaf möguleiki í öðrum leik en markmiðið okkar er að horfa svolítið á þenn- an fyrsta leik án þess að gleyma því að sá leikur er ekki eini möguleikinn okkar í mót- inu,“ segir Júlíus, sem segir liðið ætla að ná árangri á mótinu. „Markmiðið er að komast í milliriðilinn sem er háleitt markmið en reynslan hefur sýnt okkur að það er ágætt að hafa markmið- in háleit. Stelpurnar og við í þjálfarateym- inu höfum fulla trú á að það sé hægt,“ segir Júlíus að lokum. ooj@frettabladid.is Ánægð með flottan undirbúning Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, tilkynnti í gær EM-hópinn sinn en fyrsti leikur stelpn- anna okkar er eftir sex daga. Júlíus og fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir eru sátt við stöðuna á liðinu. SEX DAGAR Í FYRSTA LEIK Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, brosti út að eyrum á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EM-hópur Íslands Markverðir: landsleikir Berglind Íris Hansd., Fredrikstad 102 Íris Björk Símonardóttir, Fram 54 Aðrir leikmenn: landsleikir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 59 Arna Sif Pálsdóttir, Team Esbjerg 49 Ásta Birna Gunnardóttir, Fram 36 Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni 95 Harpa Sif Eyjólfsd., Sparvagen HF 27 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 124 Karen Knútsdóttir, Fram 19 Rakel Dögg Bragadóttir, Levanger 72 Rebekka Rut Skúladóttir, Val 16 Rut Arnfjörð Jónsd., Tvis Holstebro 33 Solveig Lára Kjærnested, Stjörn. 46 Stella Sigurðardóttir, Fram 26 Sunna Jónsdóttir, Fylki 16 Þorgerður Anna Atlad., Stjörnunni 7 Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, var ánægð með heimsókn sem stelpurnar fengu á dögunum en þá komu fulltrúar kvennalandsliðsins í fótbolta til þeirra og lýstu sinni reynslu af því þegar liðið fór á sitt fyrsta stórmót á EM í Finnlandi fyrir rúmu ári. „Við fengum að heyra frá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, landsliðsþjálfara í fótbolta, og Hólmfríði Magnús- dóttur, leikmanni kvennalandsliðsins, en þau sögðu okkur frá sinni reynslu og hvernig þetta var þegar fótboltalandsliðið fór í fyrsta sinn á EM. Þetta var frábært og hjálpaði okkur mikið. Við þurfum að vita út í hvað við erum að fara til þess að halda einbeitingu á aðalatriðinu, handboltanum. Við megum ekki láta einhverja aðra hluti trufla okkur,“ segir Rakel Dögg. Fótboltalandsliðið hjálpaði stelpunum HANDBOLTI Hrafnhildur Skúla- dóttir bætir landsleikjametið með hverjum leik og landsliðs- markametið með hverju marki. Um helgina varð Hrafnhildur fyrsta landsliðskonan til þess að skora 500 mörk fyrir A-landsliðið. „Ég ætla ekki að hætta að skora núna fyrst ég er komin með fimm hundraðasta markið, Ég þarf að bæta við þetta,“ sagði Hrafnhild- ur en Knútur G. Hauksson, for- maður HSÍ, ýjaði að því að hún fengi gullúr þegar hún skoraði þúsundasta markið. Hrafnhildur hló bara að því. „Ég held að Knútur hafi aðeins gleymt því að reikna út hvað ég væri gömul. Ég er samt ekkert að fara að hætta strax og eigum við ekki að segja að ég ætli allavega að ná sex hundruð mörkum,“ sagði Hrafnhildur. - óój Hrafnhildur með 500 mörk: Bætir metin sín í hverjum leik METHAFINN Hrafnhildur Skúladóttir hefur verið í landsliðinu í 13 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.