Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 72

Fréttablaðið - 01.12.2010, Side 72
52 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR HANDBOLTI Frábær varnarleikur og markvarslan var lykillinn að því að Haukar unnu 25-16 útisig- ur gegn FH í gær. Hörmulegur kafli FH-inga þar sem þeir skor- uðu ekki mark í tæpar tuttugu mínútur en fengu á sig sjö gerði útslagið. „Þeir unnu bara sanngjarn- an sigur,“ sagði Kristján Ara- son, þjálfari FH, eftir leikinn og hrósaði Birki Ívari Guðmunds- syni, markverði Hauka. „Birkir var að verja stórkostlega og varði mikilvæg skot þegar við vorum að ná að komast aftur inn í leik- inn. Þetta var orðinn algjör elt- ingaleikur og menn flýttu sér of mikið.“ Kristján var þó sátt- ur við varnarleik sinna manna. „Við erum að ná að þétta vörnina en sóknin gekk ekki. Sérstaklega þar sem Birkir Ívar var í þessum gír. Það kom hörmungarkafli þar sem menn voru yfirspenntir. Það kom þó smá ferskur vindur inn í hraðaupphlaupin með innkomu Loga [Geirssonar].“ Þegar lítið var eftir af leiknum tóku Haukamenn leikhlé þegar þeir voru níu mörkum yfir og fór það mjög í taugarnar á FH-ingum. „Ég skildi ekki þessa ákvörð- un. Við ákváðum í sömu stöðu á Ásvöllum að taka ekki leikhlé en þeir vildu greinilega svekkja okkur. Leikurinn var búinn. Þó að þetta hafi verið baráttuleikur þá var þetta óþarfi. Þeir segjast hafa þurft á einu marki að halda en ég held að það sé fyrirsláttur,“ sagði Kristján. Umgjörðin í kringum leikinn var eins og best verður á kosið. Langar raðir voru við hamborgarasöluna fyrir leik þar sem Heimir Guðjóns- son, þjálfari fótboltaliðs FH, var meðal þeirra sem sáu um að grilla ofan í mannskapinn og þá fluttu Erpur Eyvindarson og Friðrik Dór tónlistaratriði fyrir leik. FH-ingar unnu níu marka sigur þegar liðin áttust við á Ásvöllum í upphafi leiktíðar og þeir skor- uðu fyrstu tvö mörkin í gær. En Haukar voru ekki lengi í gang og tóku forystuna í fyrsta sinn 4-5 með þremur mörkum í röð. Birkir Ívar Guðmundsson var heitur strax frá byrjun og var kominn með tíu skot varin eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Þórður Rafn Guðmundsson skor- aði nokkur lagleg mörk með stór- glæsilegum skotum og undir lok fyrri hálfleiksins keyrðu Haukar gjörsamlega yfir heimamenn. Þeir skoruðu fimm síðustu mörkin fyrir hlé og breyttu stöðunni úr 8-8 í 8-13 en þannig stóð í hálfleik. Gestirnir héldu uppteknum hætti eftir hlé og skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks áður en Hjörtur Hinriksson náði að skora ansi lang- þráð mark fyrir Fimleikafélagið. Logi Geirsson kom inn í seinni hálf- leiknum eftir að hafa vermt vara- mannabekkinn allan þann fyrri. Betri taktur komst á FH sem skoraði þrjú mörk í röð og hleypti meiri spennu í leikinn. En Haukarnir voru með leikinn í öruggum höndum og hleyptu FH- ingum aldrei of nálægt sér. Úrslit- in voru ráðin undir lokin og níu marka sigur Hauka staðreynd. Þeir náðu því að snúa blaðinu algjörlega við frá því þegar liðin áttust við í upphafi tímabils og eru nú komnir að hlið FH. „Þeir fögnuðu eins og þeir væru heimsmeistarar eftir fyrri leikinn og það kom ekki til greina að láta þá vinna aftur. Þegar við spilum þessa vörn þá eiga lið í erfiðleikum með okkur,“ sagði Freyr Brynjarsson sem átti flottan leik fyrir Hauka. „Við vinnum þetta í vörn og markvörslu. Birkir Ívar varði dauðafæri eftir dauðafæri auk þess að taka skylduboltana. Þetta er ljúft en ég hefði þó viljað sjá fleiri Haukamenn á pöllunum, kannski eru bara einhverjir sem vilja alls ekki koma hingað.“ elvargeir@frettabladid.is FÓTBOLTI Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var í gær dæmdur í eins leiks bann hjá UEFA fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að fá viljandi rautt spjald í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meist- aradeildinni á dögunum. Þeir Xabi Alonso og Serg- io Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að tefja leikinn. Auk leikbannsins fékk Mourinho 40 þúsund evrur í sekt, sem gera um sex milljón- ir íslenskra króna. Mourinho er einnig á skilorði næstu þrjú árin. Mourinho var ekki sá eini í Real Madrid sem fékk peninga- sekt. Xabi Alonso og Sergio Ramos þurfa báðir að greiða 20 þúsund evrur, Iker Casillas þarf að borga 10 þúsund evrur í sekt fyrir að koma skilaboðun- um áfram og Jerzy Dudek fékk fimm þúsund evra sekt fyrir að bera skilaboðin frá Mourinho til Casillas. - óój Jose Mourinho, þjálfari Real: Fékk leikbann RAUTT Á XABI Jose Mourinho gefur hér skilaboð í leiknum umdeilda. MYND/AP FH-Haukar 16-25 (8-13) Mörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guð- mundsson 4 (12), Ásbjörn Friðriksson 4/1 (9/4), Ólafur Gústafsson 3 (10), Hjörtur Hinriksson 2 (2), Baldvin Þor- steinsson 2 (5),Benedikt Kristinsson 1 (1). Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (38/4,34%). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Hjörtur) Fiskuð víti: 4 (Ásbjörn, Örn Ingi, Logi, Hjörtur) Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 8/1 (12/1), Guðmund- ur Árni Ólafsson 5/1 (7/2), Freyr Brynj- arsson 5 (8), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Sigurmannsson 1/1 (1/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (6). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/2 (37/3, 57%). Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur 2, Heimir, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Tjörvi, Freyr) Brottvísanir: 10 mínútur. FÓTBOLTI Botnlið West Ham í ensku úrvalsdeildinni vann 4-0 stórsigur á toppliði Manchester United í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins á Upton Park í gærkvöldi. Manchester United hafði ekki tapað leik á tímabilinu og hafði unnið þessa keppni und- anfarin tvö tímabil. Jonathan Spector skoraði tvö fyrstu mörkin á móti sínum gömlu félögum og Carlton Cole innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Níger- íumaðurinn Victor Obinna lagði upp þrjú markanna og átti þátt i því fjórða. West Ham er komið í undan- úrslitin ásamt Arsenal sem vann 2-0 sigur á Wigan. Fyrra mark Arsenal var sjálfsmark Antolins Alcaraz en Nicklas Bendtner inn- siglaði síðan sigurinn á 65. mín- útu með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Carlos Vela. - óój Enski deildarbikarinn í gær: United fékk stóran skell TVÖ MÖRK Jonathan Spector fagnar öðru marka sinna. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY HAUKARNIR HEFNDU MEÐ STÆL Haukar voru í ham í Kaplakrikanum í gær og unnu níu marka sigur á heimamönnum fyrir framan marg- menni. Þegar liðin mættust í byrjun tímabils voru það FH-ingar sem unnu með sama mun. „Ætli við höfum ekki skotið hann inn í landsliðið,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, um frammistöðu Birkis Ívars Guðmundssonar í gær. Birkir var heldur betur í stuði og var að vonum glaður eftir leik. „Já, þetta var ágætt hjá mér er það ekki?“ sagði Birkir sem segist vera til í að hjálpa til hjá landsliðinu. „Við höfum rætt það ég og Gummi [Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari] að ef ég verð valinn þá er það með þeim formerkj- um að ég sé að hjálpa hinum til.“ Birkir var annars mjög ánægður með sigurinn örugga í gær. „Þetta er alvöru grannaslagur, sá stærsti á Íslandi. Það er virkilega gott að ná svona stórum sigri, sérstaklega í ljósi þess að FH hefur virkilega öflugt lið. Við náðum að stíga yfir þennan þröskuld í kvöld og verðum að stíga áfram eftir þessum vegi,“ sagði Birkir. „Ég held að allt hafi gengið upp hjá okkur. Menn voru áræðnir og tóku alltaf frumkvæðið hvort sem það var í vörn eða sókn. Það skildi á milli í dag.“ Skutu FH-ingar Birki inn í landsliðið? HETJA HAUKANNA Í GÆR Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, átti stórleik í gær og hér fagnar hann einu af fjölmörgu vörðu skotum sínum með stuðningsmönnum Haukanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í FRÍ MEÐ STÓRT TAP Á BAKINU Logi Geirsson lék sinn síðasta leik með FH á þessu ári í gær og hann komst lítið áleiðis á móti sterkri vörn Hauka. MARKAHÆSTUR Þórður Rafn Guðmunds- son lék vel með Haukum í Krikanum í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.