Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 16

Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 16
 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR FÓLK Þrjátíu ár voru í gær liðin síðan John Lennon var, síðla kvölds, myrt- ur fyrir utan heimili sitt í New York. John Lennon lifir þó enn meðal aðdáenda sem einn áhrifamesti listamaður allra tíma. Ásamt félaga sínum Paul McCartney stofnaði hann í Liver- pool Bítlana, sem urðu ein vinsæl- asta hljómsveit allra tíma. Tónlist hans hefur haft mikil áhrif á nútím- ann, ekki aðeins í tónlist heldur á menningarheim fólks líka. John Lennon hóf sólóferil sinn eftir að hann kynntist Yoko Ono og hætti í Bítlunum. Þá segir Ingólf- ur Margeirsson Bítlasérfræðing- ur að öll hans viðhorf hafi breyst. „Lennon verður sjálfhverfari. Hann var mesti listamaðurinn í Bítlunum og sú hlið hans blómstraði með Yoko. Hann bar út friðarboðskap og leiddi ákveðna friðarhreyfingu í tónlist.“ „Lennon uppskar mikið með friðar boðskap sínum. Hann er að mínu mati einn mesti friðarpostuli sem nokkurn tíma hefur verið uppi. Hann sagði í viðtali að Bítlarnir væru stærri en Jesús og meinti þá að þeir hefðu meiri áhrif en hann. Ég er viss um að það sé rétt.“ Ingólfur bendir á að boðskapur Lennons sé talinn sjálfsagður í dag: Baráttan gegn stríði, náttúruspjöll- um og kynþáttahatri. „Það merki- legasta sem hann skildi eftir sig var þessi huglæga bylting.“ Dauði hans árið 1980 var heimin- um mikið áfall. John Lennon hafði gefið Mark David Chapman eigin- handaráritun fyrr um kvöldið 8. desember. Chapman skaut hann svo fjórum sinnum í bakið. Hann situr enn í fangelsi fyrir verknaðinn. „Lennon hefur fylgt mér í gegn- um allt mitt líf og mun fylgja mér alla leið í gröfina,“ segir Ingólfur að lokum. birgirh@frettabladid.is © GRAPHIC NEWS ■ 9. okt. 1940: John Winston Lennon fæðist í Liverpool á Englandi. Hann er einkabarn Juliu og Alfred Lennon. ■ 1957: Lennon stofnar rokkhljómsveitina The Quarrymen ásamt Paul McCartney. George Harrison bætist síðar í hópinn.. ■ 1960-62: Nafninu er breytt í The Beatles. Þeir leika á yfir 280 hljómleikum í Hamborg. ■ 1962: Bítlarnir – nú með Ringo Starr á trommum – gefa út fyrstu plötu sína, Love Me Do. Lennon kvænist Cynthiu Powell. Julian sonur þeirra fæðist í apríl 1963. ■ 1964: Ofboðsleg velgengni Bítlanna í Bandaríkjunum leiðir til tveggja ára tónleika- ferðalags og heimsfrægðar. ■ 1965: Bítlarnir hljóta MBE-orðuna úr hendi Elísabetar II Bretadrottningar. ■ 1966: Lennon segir Bítlana vera vinsælli en Jesús, sem hefur í för með sér minni vinsældir. ■ 1967: Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band gefin út. ■ 1968: John og Cynthia skilja. ■ 1969: Lennon kvænist Yoko Ono. Give Peace a Chance er tekið upp. Lennon skilar MBE-orðunni til að mótmæla Víetnamstríðinu. ■ 1970: Bítlarnir hætta. Lennon gefur út fyrstu sólóplötu sína, John Lennon/Plastic Ono Band. ■ 1971: Lennon og Ono flytja til New York. Imagine er gefin út. ■ 1972: FBI hefur rannsókn vegna áætlana um að senda Lennon úr landi vegna tengsla hann við stríðsmótmælahópa. Lennon og Ono gefa út Some Time in New York City – pólitíska plötu með lögum um kvenréttindi og kynþáttafordóma. ■ 1973: Lennon og Ono skilja í 18 mánuði. ■ 1974: Lennon gefur út plötuna Walls and Bridges sem inniheldur slagarann Whatever Gets You Thru the Night. Lennon heldur sína síðustu tónleika í Madison Square Garden. Elton John kemur fram á tónleikunum. ■ 1975: Bandarísk yfirvöld hætta við áform um að vísa Lennon úr landi. Sonurinn Sean kemur í heiminn. Lennon tekur sér frí frá tónlist. ■ 1980: Double Fantasy er gefin út. ■ 8. des. 1980: John Lennon er myrtur af sturluðum aðdáanda, Mark David Chapman, fyrir utan heimili sitt á Manhattan í New York. MYNDIR: ASSOCIATED PRESS, GETTY IMAGES Boðskapurinn löngu orðinn almannaeign John Lennon var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York fyrir réttum 30 árum og hefði orðið sjötugur í ár. Ingólfur Margeirsson segir Lennon hafa verið boðbera friðar í heiminum og haft mikil áhrif á nútímann. Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is GEFÐU GÓÐAR STUNDIR á hátíðartilboði aldrei út. Fjöldi glæsilegra sýninga í boði! Hátíðartilboð 3.500 kr. BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM Nýtt og sprellfjörugt barnaleikrit eftir Gerði Kristnýju. Frábær jólagjöf fyrir alla krakka! Hátíðartilboð 2.800 kr. Gleðileg jól NOREGUR, AP Nítján lönd, að Kína meðtöldu, ætla ekki að senda fulltrúa við afhendingu friðarverð- launa Nóbels til kínverska mótmælandans Liu Xia- obo, að því er fram kemur í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar. Afhendingin fer fram á morgun, föstudag. Meðal landa sem afþakkað hafa boð um að vera við athöfnina eru Rússland, Pakistan, Serbía, Íran, Venesúela og Kúba. Nóbelsnefndin segir 44 lönd hafa þekkst boðið. Stjórnvöld í Kína reiddust mjög þegar friðarverð- laun Nóbels voru veitt Liu Xiaobo, en hann afplánar ellefu ára fangelsisdóm í Kína fyrir undirróðurs- starfsemi, eftir að hafa með fleirum ritað ákall um umbætur á stjórnmálakerfi landsins. Jiang Yu, talskona kínverska utanríkisráðuneyt- isins, sagði blaðamönnum í gær að norska Nóbels- nefndin væri að setja á svið and-kínverskan farsa. „Við breytum ekki okkar háttum þrátt fyrir truflun frá einhverjum trúðum og hverfum ekki af okkar braut,“ sagði hún. Ættingjar Liu hafa ekki fengið leyfi stjórnvalda í Kína til að yfirgefa landið til að veita friðarverð- laununum viðtöku fyrir hans hönd. - óká MÓTMÆLI Í HONG KONG Mótmælaborði með mynd af Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í Ósló á morgun: Nítján lönd hunsa athöfnina BANDARÍKIN, AP Barack Obama hvetur þingmenn demókrata til að samþykkja breytt frumvarp um skattalækkanir, sem taka á gildi um áramótin. Hann segir rangt að demókratar hafi verið sviknir með samkomu- laginu sem hann gerði við repúblik- ana. Því betur sem demókratar skoða hvað felst í frumvarpinu, segir Obama, því meiri hljóti stuðn- ingur þeirra við það að verða. Hann segir nýja frumvarpið hafa það í för með sér að efna- hagur Bandaríkjanna taki kipp og atvinnuleysi minnki. Með frum- varpinu verður framlengdur sá skattaafsláttur sem lágtekjufólk hefur átt kost á í Bandaríkjun- um. Lögin um þennan skattafslátt renna út um áramótin, og repúblik- anar hótuðu því að samþykkja ekki frumvarpið nema skattaafsláttur- inn yrði látinn ná til hátekjufólks en ekki bara lágtekjufólks, eins og verið hefur. Obama gekk að þessum kröfum repúblikana, en nú eru það demó- kratar sem hóta því að samþykkja ekki frumvarpið. - gb Obama hvetur demókrata til að skoða betur samkomulag hans við repúblikana: Segist ekki hafa svikið neitt BARACK OBAMA Demókratar hafa gagn- rýnt samkomulag hans við repúblikana um að skattaafsláttur nái ekki bara til láglaunafólks. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.