Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 18
18 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Í PEKING Gufu leggur úr hitastokki í Peking. Þátttakendur á umhverfis- ráðstefnu í Mexíkó segja bjartara yfir viðræðum eftir að Kínverjar gáfu í skyn aukinn sveigjanleika í nokkrum málum sem ekki hafa áður fengist rædd og varða alþjóðasamvinnu. NORDICPHOTOS/AFP ALLT Á AÐ SELJ RÝMINGARSALA! RÝMINGARSALA! lifa-design.com Lifa Design á Íslandi BYKO Breidd 200 Kópavogur S ími: 515 4200 SKÓLAMÁL Uppi eru ráðagerðir í Árborg um að leggja niður skóla- hald í elsta starfandi grunnskóla- húsnæði Selfoss og leigja húsið út. Vallaskóli á Selfossi hefur síð- ustu ár verið starfræktur í tveimur aðskildum skólum, Sandvíkurskóla þar sem eru nemendur frá fyrsta og upp í fjórða bekk, og Sólvalla- skóla fyrir nemendur frá fimmta og upp í tíunda bekk. Samkvæmt áætlunum sem kynnt- ar hafa verið nemendum, foreldrum og kennurum stendur til að yngstu deildirnar fjórar færist í húsnæði Sólvallaskóla. Einnig verði endur- nýjað húsnæði við Sólvallaskóla þar sem félagsmiðstöðin Zelsíus er til húsa þannig að henti til kennslu yngstu bekkjardeildanna. Félags- miðstöðin færist svo í annað hús- næði í eigu bæjarins. Með breytingunum er áætlað að nokkur sparnaður náist fram. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að þótt skólanefnd eigi enn eftir að taka ákvörðun um flutninginn sé í nýsamþykktri fjárfestingaráætlun bæjarins gert ráð fyrir kostnaði við að breyta húsnæði félagsmiðstöðvarinnar í kennsluhúsnæði. Þegar Ásta og Guðbjartur Óla- son, skólastjóri Vallaskóla, fóru nýverið yfir fyrirhugaðar breyting- ar með bekkjartenglum í hópi for- eldra skólabarna í Vallaskóla kom fram í máli Guðbjarts að breyting á húsnæðismálum skólans hefði verið fyrirhuguð í nokkur ár. Nemend- um í skólanum hefur fækkað með tilkomu Sunnlækjarskóla, annars grunnskóla í bænum, fyrir nokkr- um árum. Nú sé hins vegar komið jafnvægi á fjölda nemenda og ald- ursskiptingu í samspili við hinn skólann og tímabært að huga að húsnæðismálunum. - óká SANDVÍKURSKÓLI Á Selfossi hafa verið kynntar hugmyndir um að sameina undir eitt þak rekstur Vallaskóla, sem nú er rekinn í Sandvíkur- og Sólvallaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Bæjarstjórn Árborgar ráðgerir að leggja niður kennslu í húsnæði Sandvíkurskóla á Selfossi: Yngstu börnin færð og félagsmiðstöðin líka ALÞINGI Starfandi heimilislæknum fer fækkandi, meðalaldur starf- andi heimilislækna er að hækka og ekki tekst að fylla allar þær námsstöður í heimilislækningum sem standa til boða hér á landi. Skortur á heimilislæknum er sá flöskuháls sem helst tefur upp- byggingu heilsugæslunnar hér á landi. Þingmenn veltu fyrr í vik- unni upp þeim möguleikum að mennta nýja stétt aðstoðar- manna lækna eða auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum í því skyni að tryggja að heilsugæsl- an geti veitt sem mesta þjónustu um land allt. Þingmenn allra flokka virt- ust sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjúklingar leituðu til heilsugæslunnar með vanda- mál sín áður en sótt væri í dýr- ari þjónustu hjá sérfræðilæknum eða sjúkrahúsum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að í Bretlandi og Bandaríkjun- um hefðu hjúkrunarfræðingar meiri réttindi en hér á landi til að greina einfalda sjúkdóma og gefa út lyfseðla. Einnig væru þar starfandi sérmenntaðir aðstoðar- menn lækna, sem önnuðust ein- falda skoðun og öfluðu upplýs- inga frá sjúklingum. Kanna þyrfti ítarlega hvort menntun í þessi störf ætti heima í langtíma- stefnumörkun fyrir heilsugæsl- una á Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG og starfandi læknir, sagði að vandinn við það að byggja upp heilsugæsluna hér á landi væri meðal annars fólginn í því að tíu til fjórtán ár tæki að mennta einn heimilis- lækni. Kanna þyrfti hvað það væri í starfs- umhverfi heim- ilislækna sem ylli því að þær námsstöður sem byðust fylltust ekki. Ólafur Þór og Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingmaður Sam- fylkingar, lögðu áherslu á mikil- vægi langtíma- stefnumótunar í málum heilsu- gæslunnar. Ólafur Þór sagði að hér á landi væru til hjúkrunarfræðingar með sérmenntun sem veittu leyfi til að greina sjúkdóma og gefa út lyfseðla víða erlendis. Skoða mætti möguleika á að nýta krafta þeirra betur. peturg@frettabladid.is Hugmyndir um nýja heil- brigðisstétt Heimilislæknum fækkar og ekki tekst að manna all- ar námsstöður í greininni. Þingmenn ræða mögu- leika á að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma og gefa út lyfseðla. HEILSUGÆSLAN Þingmenn leita leiða út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um land allt. Ekki tekst að manna þær náms- stöður í faginu sem eru í boði fyrir íslenska lækna. EYGLÓ HARÐARDÓTTIR ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.