Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 24
24 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR
Eigendur meðferðarheim-
ilsins Árbótar hafa síðan
2001 greitt sjálfum sér um
150 milljónir að núvirði í
húsaleigu. Þrjátíu milljóna
króna bætur stjórnvalda
til þeirra grundvölluðust
að miklu leyti á skuldum
vegna framkvæmda á
staðnum. Skuldirnar liggja
í félagi sem sinnir ekki
bara meðferðarheimilinu.
Viðsemjendur fengu aldrei
reikninga þess í hendur.
Eigendur meðferðarheimilisins
Árbótar létu Barnaverndarstofu,
félagsmálaráðuneytinu eða fjár-
málaráðuneytinu aldrei í té árs-
reikninga til stuðnings kröfu
sinni um bætur vegna lokunar
heimilins. Bæturnar voru ekki
síst ákvarðaðar með hliðsjón af
skuldum sem væru vegna upp-
byggingar og endurbóta á hús-
næði Árbótar. Skuldastaðan er
hins vegar mjög óljós og reikn-
ingar lágu sem áður segir aldrei
fyrir.
Bragabót fengið 150 milljónir
Frá árinu 2001 hefur Meðferðar-
heimilið Árbót fengið yfir 700
milljóna króna rekstrarframlag
frá Barnaverndarstofu, séu fram-
lögin hvert ár færð að núvirði.
Af þeim fjármunum hafa um
150 milljónir að núvirði runnið
til systurfélagsins Bragabótar í
formi húsaleigu. Bragabót var
stofnað árið 2001 til að halda utan
um húseignir Árbótarhjóna.
Bragabót hefur lagt út í tölu-
verðan kostnað vegna endurbóta
á húsnæðinu og annarrar upp-
byggingar, að því er virðist að ósk
Barnaverndarstofu og félagsmála-
ráðuneytisins. Björgvin Þorsteins-
son, lögmaður Árbótarhjóna, hefur
fullyrt að útistandandi skuldir
vegna þessara framkvæmda hafi
við slit þjónustusamnings Barna-
verndarstofu við Árbót numið um
48 milljónum króna. Eðlilegt hefði
verið að bæta þeim þá upphæð og
því hafi þrjátíu milljóna bæturnar
sem samdist um að lokum í raun
verið óeðlilega lágar.
Ekki verið sýnt fram á skuldirnar
Þeir sem með unnu að samn-
ingsgerðinni á vegum hins opin-
bera sáu hins vegar aldrei aðra
reikninga en Meðferðarheimilis-
ins Árbótar. Skuldir þess félags
námu í fyrra aðeins 2,6 milljón-
um.
Hins vegar námu skuldir Braga-
bótar ehf. í árslok 2009 tæpum 56
milljónum. Það er nokkru meira
en þær 48 milljónir sem lögmaður-
inn Björgvin Þorsteinsson nefndi í
greinargerð sinni um málið.
Þar að auki er umsýsla fasteigna
meðferðarheimilisins ekki það
eina sem Bragabót fæst við. Inni
í félaginu er húseign að Sandi,
sem aldrei hefur hýst meðferðar-
úrræði á vegum Barnaverndar-
stofu, auk þess sem ársreikning-
ur félagsins frá 2007 sýnir að það
ár keypti félagið hús á Húsavík á
tæpar 29 milljónir króna.
Þá ber þess að geta að bóta-
krafa Árbótarhjóna lækkaði nokk-
uð á meðan á samningaviðræðum
stóð. Hún var upphaflega rúmlega
níutíu milljónir, auk sex mánaða
uppsagnarfrests, með vísan til
þess hversu langur tími var eftir
af þjónustusamningnum. Hún fór
síðan stiglækkandi þar til samn-
ingsaðilar sættust á þrjátíu millj-
óna króna greiðslu.
Segir ríkið ekkert skulda
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, hefur í nokkr-
um tölvubréfum sem Fréttablaðið
hefur undir höndum mótmælt
bótakröfu Árbótarhjóna harð-
lega. Þá hefur hann fullyrt að það
standist varla að hið opinbera
skuldi hjónunum enn stórfé vegna
framkvæmda að Árbót, enda hafi
þau greitt til félagsins tugi millj-
óna í húsaleigu á allra síðustu
árum, sem hefðu átt að duga til að
greiða niður skuldir vegna fram-
kvæmdanna.
Þessa skoðun sína hafði Bragi
látið í ljós við félagsmálaráðuneyt-
ið áður en gengið var til samninga
við Árbótarhjónin. Þrátt fyrir það
var aldrei kallað eftir sundurlið-
uðum reikningum til stuðnings
bótakröfunni.
FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar
Stígur
Helgason
stigur@frettabladid.is
Trausti
Hafliðason
trausti@frettabladid.is
Á fundi félagsmálanefndar Alþingis í síðustu viku, þar
sem Árbótarmálið var til umræðu, kom fram í máli
fulltrúa félagsmálaráðuneytisins að ekkert lögfræðiálit
hefði verið unnið í ráðuneytinu um það hvort rétt eða
skylt væri að greiða Árbótarhjónum bætur, umfram þann
sex mánaða uppsagnarfrest sem áskilinn var í þjónustu-
samningi heimilisins við Barnaverndarstofu.
Þetta fær stoð í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur
fengið í hendur frá ráðuneytinu. Þar er hvergi neitt lög-
fræðiálit að finna.
Fjármálaráðuneytið kom einnig að samningsgerðinni
og Fréttablaðið hefur nú einnig fengið í hendur öll gögn
sem þar eru til og varða málið. Ekkert lögfræðiálit er
þeirra á meðal.
Engin lögfræðiálit um bæturnar unnin í ráðuneytunum
Bæturnar byggðar á óljósri skuldastöðu
ÁRBÓT Í AÐALDAL Utan um meðferðarheimilið sjálft reka hjónin félagið Meðferðarheimilið Árbót ehf. Fasteignir heimilisins, auk annarra eigna, eru hins vegar í félaginu Bragabót. Frá því fyrra til hins seinna hafa runnið
um 150 milljónir að núvirði frá árinu 2001.
ÁRNI PÁLL ÁRNASON
Síðari greiðslan samþykkt af Alþingi
Alþingi samþykkti í fyrrakvöld fjáraukalög næsta árs
og þar með greiðslu síðari hluta bótanna til Árbótar-
hjóna. Fyrri hlutinn, tólf milljónir, var greiddur úr sjóðum
Barnaverndarstofu nú í haust en Barnaverndarstofa fær
aukafjárveitingu úr ríkissjóði á næsta ári til að
greiða seinni átján milljónirnar.
Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráð-
herra, hefur sagt að það hafi verið að kröfu
hans að aukafjárveiting fékkst fyrir hluta
greiðslunnar þar sem honum hafi þótt það
ganga of nærri barnaverndarstarfi í landinu
að verja miklu meiru en rúmum tíu milljón-
um í bæturnar úr sjóðum þess.
HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN
HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS