Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 24
24 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Eigendur meðferðarheim- ilsins Árbótar hafa síðan 2001 greitt sjálfum sér um 150 milljónir að núvirði í húsaleigu. Þrjátíu milljóna króna bætur stjórnvalda til þeirra grundvölluðust að miklu leyti á skuldum vegna framkvæmda á staðnum. Skuldirnar liggja í félagi sem sinnir ekki bara meðferðarheimilinu. Viðsemjendur fengu aldrei reikninga þess í hendur. Eigendur meðferðarheimilisins Árbótar létu Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytinu eða fjár- málaráðuneytinu aldrei í té árs- reikninga til stuðnings kröfu sinni um bætur vegna lokunar heimilins. Bæturnar voru ekki síst ákvarðaðar með hliðsjón af skuldum sem væru vegna upp- byggingar og endurbóta á hús- næði Árbótar. Skuldastaðan er hins vegar mjög óljós og reikn- ingar lágu sem áður segir aldrei fyrir. Bragabót fengið 150 milljónir Frá árinu 2001 hefur Meðferðar- heimilið Árbót fengið yfir 700 milljóna króna rekstrarframlag frá Barnaverndarstofu, séu fram- lögin hvert ár færð að núvirði. Af þeim fjármunum hafa um 150 milljónir að núvirði runnið til systurfélagsins Bragabótar í formi húsaleigu. Bragabót var stofnað árið 2001 til að halda utan um húseignir Árbótarhjóna. Bragabót hefur lagt út í tölu- verðan kostnað vegna endurbóta á húsnæðinu og annarrar upp- byggingar, að því er virðist að ósk Barnaverndarstofu og félagsmála- ráðuneytisins. Björgvin Þorsteins- son, lögmaður Árbótarhjóna, hefur fullyrt að útistandandi skuldir vegna þessara framkvæmda hafi við slit þjónustusamnings Barna- verndarstofu við Árbót numið um 48 milljónum króna. Eðlilegt hefði verið að bæta þeim þá upphæð og því hafi þrjátíu milljóna bæturnar sem samdist um að lokum í raun verið óeðlilega lágar. Ekki verið sýnt fram á skuldirnar Þeir sem með unnu að samn- ingsgerðinni á vegum hins opin- bera sáu hins vegar aldrei aðra reikninga en Meðferðarheimilis- ins Árbótar. Skuldir þess félags námu í fyrra aðeins 2,6 milljón- um. Hins vegar námu skuldir Braga- bótar ehf. í árslok 2009 tæpum 56 milljónum. Það er nokkru meira en þær 48 milljónir sem lögmaður- inn Björgvin Þorsteinsson nefndi í greinargerð sinni um málið. Þar að auki er umsýsla fasteigna meðferðarheimilisins ekki það eina sem Bragabót fæst við. Inni í félaginu er húseign að Sandi, sem aldrei hefur hýst meðferðar- úrræði á vegum Barnaverndar- stofu, auk þess sem ársreikning- ur félagsins frá 2007 sýnir að það ár keypti félagið hús á Húsavík á tæpar 29 milljónir króna. Þá ber þess að geta að bóta- krafa Árbótarhjóna lækkaði nokk- uð á meðan á samningaviðræðum stóð. Hún var upphaflega rúmlega níutíu milljónir, auk sex mánaða uppsagnarfrests, með vísan til þess hversu langur tími var eftir af þjónustusamningnum. Hún fór síðan stiglækkandi þar til samn- ingsaðilar sættust á þrjátíu millj- óna króna greiðslu. Segir ríkið ekkert skulda Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur í nokkr- um tölvubréfum sem Fréttablaðið hefur undir höndum mótmælt bótakröfu Árbótarhjóna harð- lega. Þá hefur hann fullyrt að það standist varla að hið opinbera skuldi hjónunum enn stórfé vegna framkvæmda að Árbót, enda hafi þau greitt til félagsins tugi millj- óna í húsaleigu á allra síðustu árum, sem hefðu átt að duga til að greiða niður skuldir vegna fram- kvæmdanna. Þessa skoðun sína hafði Bragi látið í ljós við félagsmálaráðuneyt- ið áður en gengið var til samninga við Árbótarhjónin. Þrátt fyrir það var aldrei kallað eftir sundurlið- uðum reikningum til stuðnings bótakröfunni. FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is Á fundi félagsmálanefndar Alþingis í síðustu viku, þar sem Árbótarmálið var til umræðu, kom fram í máli fulltrúa félagsmálaráðuneytisins að ekkert lögfræðiálit hefði verið unnið í ráðuneytinu um það hvort rétt eða skylt væri að greiða Árbótarhjónum bætur, umfram þann sex mánaða uppsagnarfrest sem áskilinn var í þjónustu- samningi heimilisins við Barnaverndarstofu. Þetta fær stoð í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur frá ráðuneytinu. Þar er hvergi neitt lög- fræðiálit að finna. Fjármálaráðuneytið kom einnig að samningsgerðinni og Fréttablaðið hefur nú einnig fengið í hendur öll gögn sem þar eru til og varða málið. Ekkert lögfræðiálit er þeirra á meðal. Engin lögfræðiálit um bæturnar unnin í ráðuneytunum Bæturnar byggðar á óljósri skuldastöðu ÁRBÓT Í AÐALDAL Utan um meðferðarheimilið sjálft reka hjónin félagið Meðferðarheimilið Árbót ehf. Fasteignir heimilisins, auk annarra eigna, eru hins vegar í félaginu Bragabót. Frá því fyrra til hins seinna hafa runnið um 150 milljónir að núvirði frá árinu 2001. ÁRNI PÁLL ÁRNASON Síðari greiðslan samþykkt af Alþingi Alþingi samþykkti í fyrrakvöld fjáraukalög næsta árs og þar með greiðslu síðari hluta bótanna til Árbótar- hjóna. Fyrri hlutinn, tólf milljónir, var greiddur úr sjóðum Barnaverndarstofu nú í haust en Barnaverndarstofa fær aukafjárveitingu úr ríkissjóði á næsta ári til að greiða seinni átján milljónirnar. Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráð- herra, hefur sagt að það hafi verið að kröfu hans að aukafjárveiting fékkst fyrir hluta greiðslunnar þar sem honum hafi þótt það ganga of nærri barnaverndarstarfi í landinu að verja miklu meiru en rúmum tíu milljón- um í bæturnar úr sjóðum þess. HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.