Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 40

Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 40
40 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Það er mikið rætt og ritað á Íslandi í dag um fyrirhugað- an niðurskurð í heilbrigðiskerf- inu vegna slæmrar stöðu Ríkis- sjóðs. Við Íslendingar búum við ótrúlega gott heilbrigðiskerfi og við getum treyst því að komast undir læknishendur ef við hníg- um niður með kransæðastíflu (þ.e.a.s ef einhver verður var við okkur), fótbrotnum, greindumst með krabbamein, kynsjúkdóm eða önnur alvarleg mein. Það eru ótrúleg fríðindi að búa í landi þar sem svona vel er hugsað um okkur en þessu fylgir líka ókostur. Gæti ástæða þess að við lifum stundum eins og enginn sé morgundagurinn verið sú að við treystum því að heilbrigðiskerfið sjái um okkur ef t.d lungun klikka vegna reyk- inga, æðarnar stíflast vegna óheilbrigðs mataræðis eða ef hjartað gefur sig vegna neyslu á ólöglegum efnum? Við trúum því, eða í það minnsta vonum það, að ekkert komi fyrir okkur og vitum að ef það klikkar þá er þetta góða heilbrigðiskerfi tilbúið að hugsa vel um okkur, þar til við getum aftur farið að lifa okkar óheil- brigða lífi. Ef við viljum leggja okkar af mörkum til að koma okkur út úr núverandi efnahagskreppu getum við byrjað á að hugsa betur um okkur sjálf og lækkað þannig kostnað heilbriðiskerf- isins. Við mundum líklega hugsa betur um okkur ef við þyrftum sjálf að sjá um kostnaðinn við hjartaaðgerðina eða krabba- meinsmeðferðina?! Það væri kannski ráðið að taka upp auð- valdsskipulagt heilbrigðiskerfi líkt og tíðast t.d í Bandaríkjun- um þar sem þeir sem eiga mesta peninga fá bestu þjónustuna á spítölum. Flestir skipta reglu- lega um olíu á bílnum sínum og fara reglulega með hann í skoðun, vitandi að hann getur brætt úr sér sé það ekki gert og verðgildi hans minnkar. Þurfum við að ganga um með verðmiða til þess að við áttum okkur á því að við komum aðeins í einu eintaki? Það væri gaman að sjá hvort fólk mundi meta líf sitt betur ef ríkið tæki ekki að sér að sjá um það ef eitt- hvað færi úrskeiðis líkamlega? Ef ég væri gerður að heilbrigðis- ráðherra þá mundi ég taka upp hinn árlega „Hjálpaðu þér sjálf- ur“ daginn þar sem hver og einn þyrfti að sjá um sig í veik- indum sínum, þá fyrst held ég að almenningur komi til með að meta heilsu sína!? Auðvitað er hér um grín að ræða en það er samt sem áður kominn tími til að fólk átti sig á því hvers virði heilsa þess er! Ein ástæða þess að sumir hugsa ekki um líkama sinn gæti verið sjálfseyðingarhvöt og ein- hver óhamingja í lífinu. Þeim væri hreinlega sama þótt að það gæfi upp öndina og um að gera að borða óhollt, dópa og reykja til að flýta fyrir því ferli. En ég hvet alla sem eru í þessum hug- leiðingum að heimsækja fólk sem hefur lamast og alvarlega veika sjúklinga á legudeildum og líknardeildum spítala lands- ins. Óskir þessara sjúklinga eru ótrúlega einfaldar t.d. „ég væri til í að geta gengið“ og „ég væri til í að geta séð börnin mín brosa einu sinni enn“. Það eru þessir litlu hlutir í lífinu sem gefa því gildi en því miður áttum við okkur stundum bara á því of seint. Við þurfum þó ekki að lifa eins og græn- metisætur, hreyfa okkur meira en Íþróttaálfurinn og hugsa eingöngu um heilsu okkar og heil- brigði. Leyfum okkur flest (innan skynsam- legra marka) það sem lífið hefur upp á að bjóða en í HÓFI. Við megum ekki verða svo upptekin af því að lifa heilbrigðu lífi að við gleymum að lifa því! Metum lífið og þennan eina kropp sem við höfum og um leið munum við öðlast mun ánægjulegra og inni- haldsríkara líf og minnka líkur á alvarlegum sjúkdómum eða veikindum í kjölfarið. „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun.“ Tökum ábyrgð á eigin heilsu Heilbrigðismál Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur Það væri gaman að sjá hvort fólk mundi meta líf sitt betur ef ríkið tæki ekki að sér að sjá um það ef eitthvað færi úrskeiðis líkamlega Menningarsetur múslima Samkvæmt norrænni goða-fræði varð fyrsta veran til í miðju Ginnungagaps og var það þursinn Ýmir. Tilurð hans má rekja til þess að frost Niflheims blandaðist eldum Múspelsheims. Síðar var jörðin og himinninn gerð úr holdi og beinum Ýmis. Heiðinn menning- ararfur Íslendinga hefur verið alþýðu manna og listamönnum óþrjótandi brunnur allt fram á okkar daga. Íslensk þjóð á sér líka kristinn menningararf og gott er að kunna skil á þessari sögu landsmanna þótt menn til- einki sér ekki endilega heiðinn sið eða kristna trú. Menning er miklu meira en trúarbrögð. Landnámsmenn og fyrstu afkomendur þeirra lifðu við trúfrelsi, enda var hluti þeirra heiðinn, annar hluti kristinn, enn aðrir blendnir í trúnni og sumir goðlausir. Við kristnitök- una var mönnum leyft að blóta á laun en trúfrelsi komst ekki aftur á fyrr en með tilkomu stjórnarskrárinnar árið 1874. Nú stendur fyrir dyrum endur- skoðun stjórnarskrárinnar og allir telja sjálfsagt að trúfrelsi verði þar ofarlega á blaði þar sem það telst nú með grundvall- armannréttindum. Margt hefur breyst á Íslandi síðan á 19. öld og hér má nú finna mörg og ólík trúfélög, eitt þeirra er Menningarsetur mús- líma á Íslandi. Íslenskir máls- hættir segja að hverjum þyki sinn fugl fagur og að sæll sé hver í sinni trú. Við múslímar erum þar engin undantekning. Íslendingar vita hvað heiðnin og kristnin hefur djúpstæð áhrif á þjóðarsálina, hugmyndaheim, bókmenntir og listir en menn- ing múslíma er þeim flestum framandi. Íslendingum sárnar þegar dregin er upp sú mynd af vík- ingum að þeir hafi verið menn- ingarsnauðir ræningjar og of stopamenn sem hafi farið víða um lönd með ránum og hernaði. Þeir vilja frekar hugsa til Völu- spáar og Hávamála, siglingaaf- reka, landafunda, lagagerðar og verslunar forfeðranna. Að sama skapi vilja kristnir menn ekki kenna sig við krossferð- irnar, rannsóknarréttinn eða nornabrennur. Íslenskir ása- trúarmenn sverja af sér kyn- þáttahatur sumra trúbræðra sinna í Bandaríkjunum og Evr- ópu nútímans og kristnir Íslend- ingar samsama sig ekki með trúbræðrum sínum í Banda- ríkjunum sem vilja kenna sköp- unarsögu Biblíunnar í stað þró- unarkenningarinnar og myrða lækna er fást við fóstureyðing- ar. Íslenskir múslímar frábiðja sér á sama hátt að vera spyrtir við hryðjuverk og afturhald trú- bræðra sinna erlendis. Menning er þroski mannlegra eiginleika, þjálfun hugans, verk- leg kunnátta, andlegt líf og sam- eiginlegur arfur. Múslímar búa að miklum, merkum og göfug- um menningararfi, ekki síður en heiðnir menn og kristnir. Við eigum okkar merku bókmennt- ir, ljóðlist, myndlist, bygging- arlist, heimspeki, vísindi, mat- argerð, siði, venjur o.s.frv. og margir Íslendingar hafa fengið örlitla innsýn í þann arf á ferð- um sínum erlendis. Menningar- setri múslíma á Íslandi er ætlað að auðvelda félagsmönnum og landsmönnum öllum að fræðast um þennan arf hér á landi og njóta hans með okkur. Á næsta ári flyst starfsemin í Ýmishúsið svokallaða í Öskuhlíð og er það vel við hæfi að leiða saman ólíka strauma í húsi kenndu við Ými. Með rekstri menningarmið- stöðvar viljum við draga úr for- dómum og stuðla að jákvæð- um samskiptum múslíma og annarra Íslendinga. Við erum sannfærðir um að aukin þekk- ing á Íslam verður landi og þjóð til framdráttar og að sama skapi viljum við auka þekkingu aðfluttra múslíma á Íslandi. Í setrinu er t.d. ætlunin að kenna aðfluttum múslímum íslensku, halda námskeið um lýðræð- isskipulag og mannréttindi í Íslam og berjast gegn ofbeldi, kynþáttahatri og hryðjuverkum. Þar viljum við kenna aðfluttum íslensku og íslenskum arabísku. Við viljum sýna okkar bestu hliðar og leggja okkar af mörk- um til að vernda unglinga gegn vá eiturlyfja, ofbeldis, glæpa og árásargirni. Fræðsla og upplýsingar eru farsælustu meðulin gegn for- dómum og tortryggni. Íslend- ingar flestir vel sigldir, frjáls- lyndir og víðsýnir en þó eru nokkrir þeirra sem óttast hið óþekkta og vilja reisa varnar- múra umhverfis eigin heims- mynd. En múrar eru líka reist- ir til að halda öðrum úti og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við viljum byggja brýr, ekki múra, og hlökkum til gefandi samskipta við alla landsmenn. Múslimar Karim Askari talsmaður Menningarseturs múslima Múslímar búa að miklum, merkum og göfugum menningararfi, ekki síður en heiðnir menn og kristnir. AF NETINU Hvað ef gögnin væru frá Rússlandi eða Kína? Merkileg niðurstaða hjá njósnara Bandaríkjamanna að setja á blað að Ólafur Ragnar Grímsson sé óútreiknan- legur. Vonandi, spæjarans vegna, að hann hafi ekki varið löngum tíma í þessar rannsóknir. Niðurstaðan er öllum ljós, allavega öllum sem til þekkja. Ólafur Ragnar er sannanlega óútreiknanlegur. Og eflaust á hann oft eftir að koma á óvart þannig að fælar banda- rísku alheimslöggunnar breytast ekki hvað þetta varðar. Svo er hitt, mikil ósköp eru þessi WLskjöl niðrandi fyrir þá fjölmörgu sem þáðu mat og drykk til að setjast niður með þessu furðufólki. Og hver væri umræðan væri svona gögn opinber úr rússneska eða kín- verska sendiráðinu? Midjan.is Sigurjón M. Egilsson Steingrímur eins og aumur lagatæknir Fjármálaráðherra segir, að á óvart komi gagnrýni Ríkis- endurskoðunar á kaup ríkisins á hlutafé í Sjóvá. Það er rangt. Hún kemur bara Steingrími á óvart. Hann segir almenna heimild vera í lögum og fjáraukalögum 2008 og 2009 til slíkra verka. Það er rangt, Steingrímur getur ekki sukkað tólf milljörðum framhjá fjárlögum. Enn segir hann tvímælalaust rétt að tryggja mikilvæga hagsmuni. Það er líka rangt hjá honum. Verknaðurinn er ekki tvímælalaus, heldur í hæsta máta umdeilanlegur. Þannig er hann eins og aumur laga- tæknir. Býr til orðaleppa til að fela brennslu sína á tólf milljörðum af skattfé. jonas.is Jónas Kristjánsson Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.