Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 72
56 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR
> Plata vikunnar
Hjaltalín - Alpanon ★★★
„Margt vel gert, en nýju
lögin hefðu mátt vera fleiri.“
- TJ
> Í SPILARANUM
Ég - Lúxus upplifun
Robert Plant - Band of Joy
Daft Punk - Tron Legacy
Ensími - Gæludýr
Apparat Organ Quartet - Pólýfónía
ÉG APPARAT ORGAN QUARTET
David Cameron, forsætisráðherra Bret-
lands, fékk á baukinn hjá Johnny Marr,
gítarleikara hinnar sálugu hljómsveitar
The Smiths, í síðustu viku. Marr sagði tón-
list hljómsveitarinnar ekki vera fyrir
Cameron, sem lýsti nýlega yfir að hann
væri aðdáandi The Smiths.
Söngvari The Smiths, sérvitring-
urinn Morrissey, tekur undir með
Marr í bréfi sem hann birtir á
aðdáendasíðunni True to You.
Markar bréfið ákveðin tíma-
mót þar sem þeir félagar
hafa ekki verið sammála um
margt undanfarin misseri.
„Ég styð Johnny Marr í
þessu, ef ég má,“ ritaði Mor-
rissey. „David Cameron
skýtur og drepur dýr – sér til ánægju, af
því er virðist. Plöturnar Meat is Murder og
The Queen is Dead voru ekki gerðar fyrir
þannig fólk. Þær voru raunar gerðar
gegn slíku ofbeldi.“
Morrissey var ekki hættur og
skaut föstum skotum á Vilhjálm
prins og unnustu hans Kate
Middleton. „Vilhjálmur og Kate
eru reyndar svo leiðinlegt fólk að
það er ómögulegt að ræða þau, en
hann hefur samt setið fyrir á mynd
með dauðum vísundi sem hann
skaut eins og skræfa úr öruggri
fjarlægð.“
Morrissey tekur undir með Marr
Á MÓTI KÓNGAFJÖLSKYLDUNNI Morriss-
ey hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart
yfirstéttinni.
John Grant á bestu plötu
ársins að mati breska tón-
listartímaritsins Mojo. Þar
slær þessi áður óþekkti
tónlistarmaður við stórum
nöfnum á borð við Arcade
Fire og MGMT.
Bandaríski tónlistarmaðurinn
John Grant hefur fengið frábæra
dóma fyrir sína fyrstu sólóplötu,
Queen of Denmark, sem kom út í
apríl síðastliðnum. Á nýjum lista
breska tímaritsins Mojo yfir bestu
plötur ársins skákar þessi áður
óþekkti tónlistarmaður risunum
Arcade Fire og MGMT og trón-
ir óvænt í efsta sætinu. Tímarit-
ið Q er einnig hrifið af plötunni
því þar nær hún sjötta sætinu yfir
þær bestu á árinu. Önnur blöð
sem hafa hælt gripnum eru NME
og The Guardian í Bretlandi sem
gáfu henni fjórar stjörnur af fimm
mögulegum.
Queen of Denmark var tekin
upp í samstarfi við þjóðlagarokk-
arana Midlake frá Texas. Meðlim-
ir sveitarinnar sáu Grant á tónleik-
um og heilluðust upp úr skónum af
baritónrödd hans og fáguðum, sorg-
legum lögunum. Þeir buðu honum
með sér á tónleikaferð og fengu
hann síðan til að taka upp sína
fyrstu sólóplötu í þeirra eigin hljóð-
veri. Sjálfir spiluðu þeir undir í lög-
unum tólf sem heyra má plötunni.
Hinn 41 árs Grant er fyrrum
forsprakki hljómsveitarinnar
The Czars, sem aldrei náði að slá
í gegn og hætti á endanum störf-
um 2004. Áður en Midlake sá hann
spila íhugaði hann að gefa tónlist-
ina upp á bátinn en sem betur fer
gafst hann ekki upp og ákvað að
halda áfram einn og óstuddur.
Queen of Denmark er afar per-
sónuleg plata þar sem Grant gerir
upp fortíðina og syngur um bar-
áttu sína við áfengis- og eitur-
lyfjafíkn, misheppnuð ástarsam-
bönd og um það hvernig hann
tókst á við samkynhneigð sína.
Þar hjálpaði það honum ekki að
vera alinn upp í trúaðri fjölskyldu í
miðvesturríkjum Bandaríkjanna.
Platan er nokkuð undir áhrifum
bandarískrar þjóðlagatónlistar átt-
unda áratugarins og hafa gagnrýn-
endur líkt Grant við The Carpent-
ers og Harry Nilsson. Einnig sjá
þeir líkindi með honum og þeim
Gilbert O´Sullivan, Dennis Wilson
og Jeff Buckley.
Einn gagnrýnandinn nefnir að
einu mistök rokkaranna í Midlake,
ef mistök skyldi kalla, væru að þeir
skyldu hafa hjálpað Grant að búa
til plötu sem væri betri en þeirra
eigin verk. Til marks um það nær
þriðja plata Midlake, The Courage
of Others, „aðeins“ sjöunda sæti á
árslista Mojo á meðan Grant horf-
ir glaður af toppnum niður til
velgjörðarmanna sinna.
freyr@frettabladid.is
Grant gerir upp fortíðina
JOHN GRANT Bandaríski tónlistarmaðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir sína nýjustu
plötu.
Tónlist er vinsæl jólagjöf og á góðu verði miðað við margt annað.
Margir velja einhverja nýja plötu í jólapakkann, en svo koma líka
út vegleg box sem eru m.a. stíluð inn á jólasöluna. Það er slatti af
flottum nýjum íslenskum yfirlitsútgáfum í boði hvort sem menn
eru heitir fyrir Ellý Vilhjálms, SH
Draumi, Bang Gang, Gus Gus eða
hljómsveitinni XIII.
Metnaðurinn er auðvitað ennþá
meiri úti í heimi, enda markaðurinn
margfalt stærri. Viðhafnarútgáfur
hafa verið að þróast í tvær andstæð-
ar áttir undanfarið. Í fyrsta lagi eru
menn farnir að búa til rándýra pakka
sem þeir safna í nokkrum geisladisk-
um, vínylplötum og prentuðu efni.
Þessar útgáfur hrópa „sjáðu hvað ég
á flott“ og eru stílaðar inn á safnara
sem hafa ekki áhyggjur af verðmiðanum. Ágætt dæmi um þetta er
sérstök útgáfa af snilldarverki Davids Bowie, Station to Station, sem
kom út í haust. Fimm geislaplötur, þrjár vínylplötur og allt meira og
minna sama efnið. Þetta, ásamt nokkrum ljósmyndum, er selt á tæp
20 þúsund. Nei takk! Hin leiðin er að safna saman fullt af plötum og
selja ódýrt. Nýverið gaf Sony t.d. út 25 diska box með jafnmörgum
meistaraverkum úr djasssögunni, The Perfect Jazz Collection. Þarna
eru m.a. plötur með Art Blakey, Billie Holiday, Stan Getz, Dave Bru-
beck, Miles, Mingus, Monk, Herbie Hancock og Jaco Pastorius. Og bók
með. Á Íslandi er þessi pakki seldur á um níu þúsund krónur, 360 kr.
hver diskur. Fyrir sama verð fæst þokkalegur hlýrabolur.
Á meðal annarra nýrra viðhafnarútgáfa sem til eru hér á landi má
nefna Mono boxið hans Bob Dylan (fyrstu 8 plöturnar), Band on the
Run með Wings (3 CD + 1 DVD), fjögurra diska útgáfu af bestu tónlei-
kaplötu allra tíma að margra mati, The Who Live At Leeds, og spariút-
gáfu af Darkness on the Edge of Town með Bruce Springsteen (3 CD +
3 DVD + bók). Og svo er auðvitað heildarpakki Spilverks þjóðanna (7
diskar og bók) væntanlegur í næstu viku …
Flottir jólapakkar
VEGLEGT Fyrir innan við 10 þúsund
er hægt að fá 25 af meistaraverkum
djasssögunnar í einu boxi.
TÓNLISTINN
Vikuna 2. desember - 8. desember 2010
LAGALISTINN
Vikuna 2. desember - 8. desember 2010
Sæti Flytjandi Lag
1 Dikta ......................................................................Goodbye
2 Páll Óskar og Memfismafían ......Það geta ekki allir...
3 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið
4 P!nk .........................................................Raise Your Glass
5 Rihanna .......................................Only Girl In The World
6 Kings Of Leon ................................................Radioactive
7 Bruno Mars ..................................Just The Way You Are
8 Björgvin Halldórsson og Mugison ................. Minning
9 Mammút ...................................................................Follow
10 Blaz Roca, Bent og Raggi Bjarna .. Allir eru að fá sér
Sæti Flytjandi Lag
1 Baggalútur ..........................................................Næstu jól
2 Frostrósir ................................................... Hátíðin heilsar
3 Bubbi ..................................Sögur af ást, landi og þjóð
4 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn
5 Páll Rósinkranz ...........................................Ó hvílík elska
6 Björgvin Halldórsson .............................................Duet II
7 Raggi Bjarna ........................... 75 ára afmælistónleikar
8 Prófessorinn og Memfismafían ................. Diskóeyjan
9 Blaz Roca ............................. Velkomin til KópaCabana
10 Sigurður G. og Memfismafían .. Nú stendur mikið til
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is, Bónus
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
10. - 26. mars 2011
Fararstjórar: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
& Kjartan Ragnarsson
Mexíkó
dularfull og litskrúðug
Sp
ör
e
hf
.
Mexíkó er sannkölluð paradís þeirra sem hafa áhuga á menningu, sögu, landi og þjóð.
Við kynnumst mótsagnakenndri náttúru landsins, fjöllunum, regnskógunum og opnu
sléttunum. Fáum einnig innsýn í lífið í landinu og skoðum þær fjölmörgu áhugaverðu minjar
sem forfeðurnir létu eftir sig, m.a. hina fornu menningu Azteka og Maya. Skoðuð verða
stórkostleg hof og píramídar, sem færa sönnur á háþróaða menningu innan stjörnufræði,
stærðfræði og byggingarlistar. Sólarpíramídinn og Tunglpíramídinn verða skoðaðir,
áhugaverð söfn, hið 200 ára gamla tré, Tule, farið í bátsferð eftir Sumidero gljúfrinu og þorp
indíána heimsótt. Dvalið fyrstu næturnar í Mexíkóborg og þaðan haldið til Tequesquitengo,
áfram til Oaxaca, Tuxtla og San Cristóbal de la Casas, þar sem einmitt fararstjórar ferðarinnar
bjuggu. Þar settust nýlenduherrar að og þar búa Maya indíánar enn í dag í fjallshlíðunum
allt um kring. Ferðin heldur áfram til Palenque, Chichen Itzá og Merida þar sem minjar hinnar
fornu borgar Maya verða skoðaðar. Síðasti áfangastaður okkar er borgin Cancun og gefst
þar tækifæri til að slappa aðeins af á glæsilegum stað áður en haldið er heim á leið.
Kynningarfundur verður haldinn 9. desember kl. 20:00
í Síðumúla 2, 2. hæð.
www.baendaferdir.is s: 570 2790
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson