Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 2
2 11. desember 2010 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum handtók karlmann á þrí-
tugsaldri í fyrrakvöld í tengslum við
rannsókn á fíkniefnamáli sem upp
kom í Leifsstöð á mánudagskvöld.
Þá voru hjón á fertugsaldri tekin
með tæplega þrjú hundruð grömm
af kókaíni við komuna til landsins
frá Kaupmannahöfn.
Maðurinn sem handtekinn var í
fyrrakvöld er búsettur í Reykjavík
og hefur margoft komið við sögu hjá
lögreglu, meðal annars vegna fíkni-
efnamála.
Síðdegis í gær var tekin sú
ákvörðun að láta manninn lausan
en hann liggur þó áfram undir grun
um aðild að málinu.
Hjónin sem handtekin voru á
mánudagskvöldið eru einnig búsett
í Reykjavík. Þau hafa aldrei komið
við sögu hjá lörgeglu áður. Kókaínið
fannst við hefðbundna leit tollgæslu
í Leifsstöð. Konunni var sleppt
eftir yfirheyrslur en maðurinn var
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13.
desember.
Grunur leikur á að hann hafi verið
burðardýr á vegum hins sem hand-
tekinn var í fyrrakvöld, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins.
Það er lögreglan á Suðurnesjum
sem fer með rannsókn málsins, sem
hún segir vera á mjög viðkvæmu
stigi. - jss
LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Handtók
mann sem grunaður er um aðild að
málinu.
Þriðji maður handtekinn vegna kókaínmálsins í Leifsstöð síðastliðinn mánudag:
Eiginmaðurinn talinn vera burðardýr
MENNING Myndlistarmaðurinn
Tolli á í samningaviðræðum við
Iceland Express um að skreyta
ytra byrði flugvéla fyrirtækisins.
Tolli greinir frá þessu í samtali
við menningarblað Fréttablaðs-
ins, sem kemur út með blaðinu í
dag.
Í viðtalinu ræðir Tolli einnig
samstarf sitt við Bónusverslan-
irnar, sem selja eftirprentanir
og bók með verkum eftir hann.
Tolli segist hafa orðið var við að
sumir hafi haft fyrirvara á þessu
samstarfi. Tolli lítur hins vegar á
það sem tækifæri til að þróa verk
sín áfram og viðræðurnar við
Iceland Express séu framhald af
því. - bs / sjá Menningu
Iceland Express leitar til Tolla:
Vilja verk eftir
Tolla á flugvélar
Þorgrímur, ertu toppnáungi?
„Mér skilst það á öllum þeim
milljónum sem þekkja mig að ég sé
alveg einstakur.“
Tvær bækur eftir Þorgrím Þráinsson eru
á lista Félags bókaútgefanda yfir tíu sölu-
hæstu bækurnar. Þokan er í áttunda sæti
og Ertu Guð, afi? situr í tíunda sæti.
FÓLK Hlynur Sigurðsson, starfs-
maður frá íslenska fyrirtækinu
Arctic Trucks, er á heimleið eftir
jeppaferð á suðurpólinn. Talið er
að hraðamet hafi fallið í ferðinni
þar sem 2.300 kílómetrar voru
lagðir að baki á fjórum og hálf-
um sólarhring.
Hlynur, sem var bílstjóri og
bifvélavirki í ferðinni, komst
á pólinn aðfaranótt fimmtu-
dags en var utan símasambands
þegar fréttin var unnin. Hallveig
Andrés dóttir, hjá Arctic Trucks,
segir hins vegar í samtali við
Fréttablaðið að ferðin hafi gengið
að óskum. Sér-
útbúnir Hilux-
jepparnir hafi
reynst vel.
„Þessir bílar
voru smíðaðir
hér á Íslandi í
sumar og próf-
aðir hér, en eru
í eigu manna
frá Kasakstan
sem eru að
undir búa annan og stærri leið-
angur á næsta ári.“
Þetta er annar leiðangurinn
á stuttum tíma þar sem bílar
Arctic Trucks ferja menn á pól-
inn, en undir lok síðasta mánað-
ar fór Eyjólfur Már Teitsson með
hóp indverskra vísindamanna
sömu leið.
Hallveig segir að þriðji leið-
angurinn leggi af stað á næstu
dögum. Þar verður meðal annars
í fyrsta sinn prófaður sex hjóla
Hilux, en bílar fyrirtækisins hafa
getið sér gott orð og eru nú tólf
talsins á Suðurskautslandinu.
„Við höfum verið þarna í þrjú
ár og erum alltaf að sanna okkur
betur á þessum slóðum,“ segir
hún. „Þau tæki sem hafa hing-
að til verið notuð þar eru miklu
stærri og þunglamalegri og eyða
margfalt meiri olíu en okkar
bílar þannig að það eru ekki bara
aukin þægindi, heldur eru þeir
líka miklu umhverfisvænni.“
Eyjólfur stóð á pólnum með
fyrsta leiðangrinum hinn 23. nóv-
ember og segir samtali við Frétta-
blaðið að upplifunin hafi verið
einstök og um leið skemmtileg.
„Þetta var alveg mögnuð
reynsla og mjög mikill kuldi.
Svona hef ég aldrei upplifað áður.
Frostið mældist mest um 56 stig,
fyrir utan vindkælingu.“
Aðspurður sagði hann að vel
hafi farið um ferðalangana. „Það
er munur að sitja inn i í hlýjum bíl
og hann fer vel með mann. Maður
keyrir bara og hlustar á tónlist
nema eitthvað komi upp á.“
Eyjólfur segist ekki enn hafa
fengið tækifæri til að bæta norður-
pólnum í safnið.
„Þeir eru ekki margir sem hafa
ekið á báða pólana, en ég væri
alveg til í að tilheyra þeim hópi.“
thorgils@frettabladid.is
Íslenskir jeppar á
methraða á pólinn
Hlynur Sigurðsson er á leið til byggða eftir ökuferð á suðurpólinn með jeppum
frá Arctic Trucks. Fór 2.300 kílómetra á 108 klukkutímum. Annar hópur er ný-
kominn heim frá Suðurskautslandinu og sá þriðji heldur af stað um helgina.
HALDIÐ Á PÓLINN Hlynur og hópur hans á leið frá Novo á suðurpólinn. Þeir komust
á pólinn rúmum fjórum sólarhringum síðar og eru nú á heimleið. MYNDIR/EYJÓLFUR
EYJÓLFUR MÁR
TEITSSON Þetta var alveg mögn-
uð reynsla og mjög
mikill kuldi. Svona hef ég
aldrei upplifað áður.
EYJÓLFUR MÁR TEITSSON
PÓLFARI
TOLLI Iceland Express hefur áhuga á
verkum listamannsins.
TÆKNI Gosið í Eyjafjallajökli síðasta vor er einn af
fimm stærstu atburðum ársins á heimsvísu. Þetta
kemur fram í árlegri úttekt leitarvélarinnar Google,
en auk gossins voru talin til jarðskjálftinn á Haítí,
Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver, olíuslysið í
Mexíkóflóa og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.
Þetta mat Google er metið eftir því hversu oft er
leitað að fréttum sem tengjast ákveðnum atburðum
en ekki eru til nákvæmar fjöldatölur um leitar-
beiðnir.
Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem eldgosið,
og öskuskýið sem því fylgdi, snerti milljónir manna
um allan heim sökum raskana á samgöngum.
Í skýringu á vef Google sem ber yfirskriftina
Zeitgeist, eða tíðarandinn, sést glögglega hvernig
Eyjafjallajökull heltók heimsbyggðina smám saman
um nokkurra vikna skeið áður en um fór að hægjast.
Á vef Google má einnig sjá hvað hefur hrifið
net verja það sem af er ári, en iPad, spjallkerfið
Chat roulette og ungstirnið Justin Bieber tóku hæstu
stökkin frá fyrra ári. Svínaflensan og Susan Boyle
voru hins vegar á meðal þeirra sem hrundu í netvin-
sældum. - þj
Eldgosið í Eyjafjallajökli þykir einn af stærstu atburðum ársins á Google:
Eyjafjallajökull heltók heimsbyggðina
GOSIÐ GÚGGLAÐ Fréttir af öskuskýinu frá Eyjafjallajökli voru
eitt vinsælasta leitarefnið á Google á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVÍÞJÓÐ Nokkrir fyrrverandi
aðstandendur uppljóstrunar-
síðunnar Wikileaks ætla á mánu-
daginn að opna nýjan upp-
ljóstrunarvef, sem á að nefnast
Openleaks.
Frá þessu skýrir sænska dag-
blaðið Dagens Nyheter og vitnar
í mennina, sem kjósa þó að vera
ónafngreindir. Þeir segjast hafa
hrakist frá Wikileaks vegna erfið-
leika í samskiptum við Julian
Assange, stofnanda vefsins.
Þeir segja markmiðið að setja
upp vef þar sem tæknimál verði
kláruð, sem ekki hafi tekist hjá
Wikileaks, og lýðræði verði í
hávegum haft frekar en að einn
maður eða einn hópur ráði öllu.
- gb
Hröktust frá Wikileaks:
Stofna annan
uppljóstraravef
VIÐSKIPTI Róbert Marshall,
formaður allsherjarnefndar
Alþingis, vill að stjórnvöld
endurskoði
rekstrarleyfi
greiðslukorta-
fyrirtækjanna
hér á landi í
kjölfar upp-
sagnar þeirra
á samningi við
Wikileaks. Rúv
sagði frá mál-
inu í gær.
Fulltrúar Valitor og Borgunar
sátu fyrir svörum á fundinum.
Róbert segir þá hvorki hafa getað
vísað í fordæmi né lög ákvörðun
sinni til stuðnings. Hann segir
blasa við að fyrirtækin hafi látið
undan þrýstingi bandarískra
stjórnvölda. Það séu alvarleg tíð-
indi fyrir félagasamtök að geta
átt á hættu að greiðslur til þeirra
verði stöðvaðar birti það upplýs-
ingar sem séu erlendum stjórn-
völdum ekki þóknanlegar. - shá
Kortafyrirtækin og Wikileaks:
Vill endurskoða
rekstrarleyfin
RÓBERT MARSHALL
SAMFÉLAGSMÁL Starfsmenn Lands-
bankans hafa safnað rúmum
sex milljónum króna til styrktar
Mæðrastyrksnefnd, Hjálpar-
starfi kirkjunnar, Hjálpræðis-
hernum og Reykjavíkurdeild
Rauða kross Íslands.
Þetta er annað árið í röð sem
starfsfólk bankans léttir undir
með hjálparstarfi í landinu.
Mörg hundruð manns lögðu sitt
af mörkum með frjálsu framlagi
í sjóðinn og starfsmannafélag
Landsbankans tvöfaldaði þá upp-
hæð sem safnaðist. - sv
Starfsfólk gefur fyrir jólin:
Söfnuðu um
sex milljónum
LÖGREGLUMÁL Tollgæslan lagði
hald á talsvert magn af smygl-
varningi við leit í flutningaskipi
í síðustu viku. Alls fundust rúm-
lega 110 lítrar af sterku áfengi, 9
lítrar af léttu áfengi og rúmlega
132 lítrar af bjór. Einnig var lagt
hald vindlinga og snus auk kjöts
og fatnaðar.
Hópur tollvarða og fíkniefna-
hundar tóku þátt í leitinni. Árlega
gerir Tollgæslan upptækt mikið
magn af ólöglega innfluttum
varningi sem reynt er að smygla
til landsins. - sv
Lagt hald á smyglvarning:
Rúmlega 150
lítrar af áfengi
SPURNING DAGSINS
tSöguleg skáldsaga