Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 28

Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 28
28 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Þ órunn Erlu- Valdi- marsdóttir, rithöfund- ur og sagnfræðingur, er blátt áfram, í ræðu og riti. Hún forðast ekki neina snertifleti, hvort sem er í skrifum sínum eða í tveggja manna tali. Er stundum í einhvers konar þerapíu þegar hún skrifar að eigin sögn. Tvær bækur eftir Þórunni komu út í haust. Mörg eru ljónsins eyru annars vegar, sem tilnefnd er til Íslensku bók- menntaverðlaunanna, og Dagur kvennanna, sem raunar er átján ára gömul nóvella en kemur út í fyrsta skipti í ár. Auk Þórunnar er Megas höfundur bókarinnar. Þór- unn segir Dag kvennanna vera tímamótaverk, 70 prósenta vodka, bók sem muni lifa áfram þótt það gæti tekið hana tímann að ná upp á yfirborðið. Ófínni að ósekju Í bók sinni Mörg eru ljónsins eyru færir Þór- unn söguþráð og persón- ur Laxdælu til nútím- ans og gerir ástarsöguna ódauðlegu að krimma um leið. Lesendur hitta Guð- rúnu, Kjartan og Bolla fyrir í kringum árið tvö- þúsund og fá svo óvænta innsýn inn í hvernig það var að vera til dæmis barn Guðrúnar úr fyrsta hjónabandi. Sundraðar fjölskyldur og tilfinning- ar barna hrófla við les- andanum. Þórunn vekur líka allt- af athygli í umræðunni þegar hún hefur mál sitt, segir hlutina eins og þeir eru, á sinn ópredik- andi hátt. Tilnefninguna til Íslensku bókmennta- verðlaunanna ber fyrst á góma, Þórunn segist vera glöð að fá hana og ekki síst vegna þess að um er að ræða bók sem flokka má sem krimma, bókmenntagrein sem að hennar mati hefur óverð- skuldað fengið stimpilinn „ófínar“ bókmenntir. Ávísun á tilverurétt „Alveg eins og mér finnst óþolandi að það sé til misfínt fólk er óþolandi að það séu til misfínar bókmenntir. Á 19. öld voru sögur Émile Zola, Drakúla eftir Bram Stoker og fleiri flottar sögur skrifaðar fyrir dagblöðin og birt- ar þar sem framhaldssögur. Þær voru lesnar upphátt á heimilum, fyrir vinnufólk, fyrir alla. Ég er nýlega búin að lesa bók sem held- ur því fram að „fínni“ bókmenntir, fagurbókmenntir, hafi verið orðið til þegar efri stéttir þjóðfélags- ins ráðgerðu að búa til bókmennt- ir sem þættu betri en aðrar. Þessi skil eru hins vegar að mást út. Ég er fegin að báðir krimmarn- ir mínir um Ljónið Leó og gengi hans hafa fengið tilnefningu, það vekur forvitni þeirra sem lesa ekki „krimma“ og elskar Íslend- ingasögurnar, til dæmis. Og jú, svo geta Kalt er annars blóð og Mörg eru Ljónsins eyru fengið ein- hvern til að kíkja í Njálu og Lax- dælu, sem er bara dásamlegt. Það að fá tilnefningu og góða dóma er fyrst og fremst ávísun á til- verurétt. Maður verður ekki eins hræddur um að falla út af borð- inu varðandi laun fyrir skriftirnar og fyllist notalegri öryggiskennd. Finnst maður megi vera til.“ Þórunni finnst eftir að hafa átt útgefnar bækur í aldarfjórðung og unnið enn lengur fulla vinnu við textagerð eðlilegt að verkin sýni vissa færni. „Annars væri ég illa gefin.“ Elítistar án þess að fatta það Að því sögðu bætir Þórunn við að krimmar hennar séu lamb í úlfs- gæru. Þær séu glæpasögur þótt blóð flæði líka um fólk og því skáldsagnalegar. „Ég hitti unga konu sem var búin með Ljónið sem fannst æði að fá í sömu bók ástarsögu, spennu og vel krydd- aðan stíl. Hún fílar leik minn með form og þennan kynblending minn úr þremur formum, „fínni“ skáld- sögu, spennusögu og Íslendinga- sögu.“ Heldur hún að fordómar standi þeim sem skrifa fyrir þrifum? „Sem sagnfræðingur hef ég allt- af reynt að skrifa fyrir almenning. Það er vegna þess að ég er jafn- aðarmaður og mér finnst sárt að sumir háskólamenn, sem halda að þeir séu jafnaðarmenn, skrifa í raun bara fyrir elítuna. Þeir eru elítistar án þess að fatta það. Rannís styður fræði- verkefni en styður um leið bara elítísk- ar skriftir. Fjárfram- lög til sjóðs fræða- skrifara í Launasjóði fræðiritahöfunda eru skítur á priki, svo illa skorin við nögl. Alvar- legt er fyrir íslenskt samfélag að rann- sóknir innan háskól- ans skili sér ekki út í samfélagið. Það þarf miklu greiðara rennsli á því sem er verið að uppgötva í hinum ýmsu vísindagreinum út til fjöldans. Fólkið á beinlínis rétt á því að fylgjast með því nýja sem sprettur úr skattfé þeirra, þetta er næring sem á að ná til grasrótar. Að fá góðar bækur með því besta og fróðlegasta sem uppgötvast hefur er það að tilheyra samfélaginu.“ Systkinin sem segja frá Svo stiklað sé á stóru kemur Þórunn úr sjö systkina hópi. Faðir hennar, Valdimar Ólafsson, var yfirflug- umferðarstjóri, „ein- ræðisherra í flughelg- inni – Fidel Castro „look-a-like“, fæddur meira að segja sama dag og ár, bara ennþá sætari.“ Lista- manninn segist Þórunn frekar hafa frá móður sinni, Erlu Þórdísi Jónsdóttur. „Mamma var alltaf að fræða okkur og fá okkur til að hugsa og það loðir við okkur systkinin – alls staðar þar sem við komum viljum við vera að segja fólki frá einhverju. Þau áttu sjö börn og mamma varð kennari eftir að þau skildu. Þá var ég 10 ára.“ Listamaður í móðurætt Móðir Þórunnar var fyrsta konan á Íslandi sem hætti ekki í Mennta- skóla þótt hún væri ólétt. Að stúd- entsprófi loknu fór hún í þýsku og varð þá aftur ólétt. „Hún hugsaði þá eflaust: jæja, best að eiga bara krakka. Pálmi rektor sagði þegar hún sagði honum frá MR-óléttunni: „Þar fór gott efni í grautarpott- inn.“ Ég var svo vitlaus þegar ég var lítil að ég hélt þetta væri hrós, en sá síðar að hann var að kveða upp eðlilegan dóm þess samfélags sem þá var við völd. Mamma skrif- aði þó barnaskáldsögu um Reykja- víkur-uppvöxt Þórunnar ömmu, bókina Bernska í byrjun aldar, og gaf út eina ljóðabók. Hún var góður píanisti og þess vegna eru tvær systur mínar atvinnutónlist- armenn, Lilja hornblásari og Ásdís lágfiðluleikari. 30 ár saman á mánudag „Besta lím í hjónabandi er að hafa verið skilnaðarbarn,“ segir Þórunn. Hún og Eggert Þór Bern- harðsson, sem einnig er sagn- fræðingur, hafa verið saman í 30 ár, eða allt frá því að Eggert tog- aði í fléttur Þórunnar aftan frá á Hótel Borg. Þau eiga 30 ára „vera-saman“ afmæli, eins og Þórunn kallar það, á mánudaginn. Bæði eru þau skiln- aðarbörn. Þórunn tekur tilfinning- ar skilnaðarbarna fyrir í Mörg eru ljónsins eyru af næmni. „Maður vill ekki meiða börnin sín á sama hátt og maður meidd- ist sjálfur. Samfélagið er orðið svo hart að börn geta séð um að ná í þau meiðsl sem þau þurfa sjálf. Nóg er af púkum í lífinu.“ Ánægð með testósterónið Þórunn kennir sig bæði við móður og föður. Fór í sína „einkakvenna- baráttu“ fyrir einhverjum árum með því að verða Erlu- og Valdi- marsdóttir. „Frekar en að skrifa greinar og öskra á torgum ákvað ég að gera þetta á þöglan hátt. Mér finnst gott að vera orðin kerling eða „karl-lingur“. Ég varð miklu hressari eftir að eggjahormónin gufuðu upp, því undir niðri var þetta fína testósterón eða karl- hormón. Það fyllir mig krafti og næstum oflæti. Menningin heldur karl-lingum niðri og hæðist að þeim til að halda þeim í skefj- um.“ Við ræðum dömuna Þórunni aðeins betur, saknar hún hennar ekki? „Farið hefur fé betra. Karl- inn í mér er flottur. Karl-lingar eru frískar úti um allan bæ að njóta menningarviðburða á meðan karlarnir liggja afvelta einhvers staðar. Testósterónið minnkar víst í þeim með aldrinum, öfugt við okkur.” Nær sambandi við Gretti Laxdæla er ekki fyrsta Íslendinga- sagan sem Þórunn sækir innblást- ur í, hún notaði efnivið úr Njáls- sögu í krimmann Kalt er annars blóð. Þórunn les ekki Íslendinga- sögurnar, hún hlustar á þær. Er kvöldsvæf og týnir augunum í textanum á kvöldin eftir að hafa unnið sjálf með texta allan dag- inn. „Það er alltaf verið að hella upp á sömu goðsögurnar í bókmennt- um, stundum meðvitað og stund- um ekki. Að hlusta á Íslendinga- sögurnar er gott afdrep í hrundu samfélagi, svo gott er að dreyma sig burt. Nú er ég að hlusta á nokkrar sögur og reyna að ákveða hverja þeirra ég tek fyrir næst. Ef ég tek Egilssögu þyrfti ég helst að hafa sögupersónuna fótboltahetju þar sem hann drepur svo marga erlendis. Góður fótboltamaður gæti þá „drepið“ heilu liðin. En ég næ ekki sambandi við fótboltann, skil hann ekki, svo að ég hugsa að ég taki Gretti fram yfir Egil. Enda næ ég fínu sambandi við krafta- karlinn Gretti, varð sjálf óð í ræktinni og varð að hætta í tækj- unum því ég komst ekki lengur í dömukjóla, var orðin svo bólgin af vöðvum.“ Ljótan hjálpar Kjarni Laxdælu og bókar Þór- unnar er sá sami. Afbrýðisemi, ástarþríhyrningur og heitar tilfinningar. „Nema að á miðöldum var fínt að drepa ef verja þurfti heiðurinn, sem er glæpur í dag svo að löggu teymi kemur til sögunn- ar. Gaman var að finna nútíma- lega lausn á sögunni og ég vandaði mig mikið við skriftirnar. Í bók- inni liggur tveggja ára vinna. Guð- rún söguhetja lendir í vandræðum því hún er eigingjörn, hvatvís og fögur. Að vera fögur kona getur verið ávísun á vandræði, ljótleik- inn byggir upp karakter til lengri tíma. „You don´t have to be ugly but it helps“.“ Testósterón fyllir mig krafti Að mati Þórunnar Erlu- Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagnfræðings, hefur krimminn fengið óverðskuldaðan stimpil sem ófínni bókmenntir. Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem krimmi hennar, Mörg eru ljónsins eyru, fékk á dögun- um gleður hana því sérstaklega. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við Þórunni um lím í hjónabandi og karlhormón. FRÆÐI FYRIR ALMENNING „Það þarf miklu greiðara rennsli á því sem er verið að uppgötva í hinum ýmsu vísindagreinum út til fjöldans. Fólkið á beinlínis rétt á því að fylgjast með því nýja sem sprettur úr skattfé þeirra, þetta er næring sem á að ná til gras- rótar,“ segir Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Maður vill ekki meiða börnin sín á sama hátt og maður meiddist sjálfur. Sam- félagið er orðið svo hart að börn geta séð um að ná í þau meiðsl sem þau þurfa sjálf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.