Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 11. desember 2010 31 Kristján Þór stýrir Framtíðarnefndinni Í starfshópi Sjálfstæðisflokksins til að fjalla um starfshætti og skipulag sátu: Kristján Þór Júlíusson formaður, Gunnar Ragnars, Arnbjörg Sveinsdóttir, Jón Magnússon, Einar Sigurðsson og Elínbjörg Magnúsdóttir. Í Framtíðarnefnd flokksins, sem móta á áherslur og sýn til framtíðar, einkum hvað varðar skipulag málefnavinnu og innra starf, sitja eftirtalin: Garðar Ingvarsson, Óttarr Örn Guðlaugs- son, Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigurgeirsson, tilnefnd af Verði – fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Gunnar Einarsson og Barbara Inga Albertsdóttir Suð- vesturkjördæmi, Kristín Þórðardóttir og Ríkharður Ibsen Suðurkjör- dæmi, Birna Lárusdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Norðvesturkjördæmi, Arnbjörg Sveinsdóttir og Baldvin Valdemars- son Norðausturkjördæmi, Gunnar I. Birgisson og Sigríður Dís Guðjónsdóttir tilnefnd af miðstjórn, Jónmundur Guðmarsson fulltrúi Valhallar og Kristján Þór Júlíusson formaður, kjörinn á landsfundi. Sextán sátu í Umbótanefnd Samfylkingarinnar Flokkstjórnarfundur kaus fjögurra manna verkstjórn Umbótanefndarinnar í sérstakri kosningu, þau Ásgeir Beinteinsson, Hólmfríði Sveinsdóttur, Jón Ólafsson og Kolbrúnu Benediktsdóttur. Tveir fulltrúar voru kosn- ir af flokksmönnum í hverju kjördæmanna sex: Auður H. Ingólfsdóttir og Sveinn Allan Morthens úr Norðvesturkjördæmi. Ólafía Þórunn Stefánsdóttir og Þorsteinn Arason úr Norðausturkjördæmi. Hannes Friðriksson og Sandra D. Gunnarsdóttir úr Suðurkjör- dæmi. Steini Þorvaldsson og Steinunn Dögg Steinsen úr Suðvesturkjördæmi. Auður Styrkársdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Stefán Benediktsson úr Reykjavíkurkjördæmunum. Skipulagsnefnd Fram- sóknarflokksins Guðmundur Elíasson Selfossi, Jóhanna B. Guðmundsdóttir Egilsstöðum, Elín R. Líndal Húnaþingi vestra, Sigurjón Kærnested Reykjavík, Anna Kolbrún Árnadóttir Akur- eyri, Sigurður Hannesson Reykjavík, Una María Óskarsdóttir Kópavogi, Ingi Björn Árnason Skagafirði, Guðmundur Gylfi Guðmundsson Reykjavík, Agnes Lára Magnúsdóttir Reykja- nesbæ. Fjölmargir félagar í flokkunum þremur koma að verki Jafnvægi og framfarir, höfðu tak- mörkuð tengsl við umræðuna í grasrót flokksins.“ Framsókn Þegar krafan um nýtt upphaf eftir hrunið er rædd segjast framsóknar- menn hafa gert flokka mest. Hafa þeir óneitanlega mikið til síns máls. Nokkrum vikum eftir hrun kusu þeir Sigmund Davíð Gunn- laugsson í embætti formanns, mann sem fram að því hafði ekki tekið þátt í pólitík svo heitið gæti. Mikil endurnýjun varð í þingliði flokksins í kosningunum 2009 og yfirbragð flokksins er annað en það var. Núverandi þingmenn og forysta verða ekki tengd við hrun- ið eða orsakir þess. Eins og hinir flokkarnir horfir Framsóknarflokkurinn inn á við þessa dagana. Skipulagsnefnd hefur verið að störfum frá því í sumar og haldið fjölda funda um land allt. Unnið hefur verið með svipuðu móti og á íbúaþingum og þjóðfundi. Uppbyggingin og skipulagið eru undir. Meðal annars á að fara yfir hvernig standa á að ákvarðanatöku innan Framsóknar. Engar skýrslur liggja fyrir enn en tillagna er að vænta í byrjun nýs árs og verða þær til umfjöllunar á flokksþingi næsta vor. Rétt er að nefna að Framsóknar- flokkurinn hafði á sínum tíma for- ystu um birtingu fjárhagsupplýs- inga kjörinna fulltrúa. Framsóknarmenn hafa líka samið drög að siðareglum fyrir flokkinn. Ein á báti Í stjórnmálasögu síðustu ára má finna nokkur skýr dæmi um hvern- ig forystumenn flokka hafa virst einir á báti í stórum málum. Þegar Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson ákváðu að Ísland styddi innrásina í Írak benti ekkert til að flokkarnir þeirra stæðu að baki þeim við ákvörðunina. Þvert á móti. Stuðningurinn fór afskap- lega illa í almenna framsóknar- menn enda var hann talinn í and- stöðu við grunngildi flokksins. Jón Sigurðsson, eftirmaður Halldórs í formannsembætti, sagði 2006 að stuðningurinn hefði verið mistök. Minna bar á andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins. Í hruninu, þegar ráðaleysi ríkis- stjórnarinnar virtist algert og gagnrýnin á hana var eftir því, benti ekkert til að ráðamenn hefðu skjól í baklöndum flokka sinna. Það var ekki eins og þar færu leið- togar þeirra fjöldahreyfinga sem stjórnmálaflokkarnir eru. Stjórnmálamenn hafa líka barist fyrir ýmsum málum, stórum sem smáum, sem ekki hafa átt sérstaka stoð í grundvallarstefnuskrám flokkanna eða verið almennum flokksmönnum ofarlega í huga. Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var því marki brennt. Það mál var dæmigert gæluverkefni stjórnmálamanna sem höfðu ekki nokkur tengsl við grasrótina. Lítið en nærtækt dæmi er svo ákvörðunin um greiðslu til Árbótarheimilisins. Hún var ekki í anda samþykkta flokkanna. Forvitnilegt Varla er við því að búast að for- menn og annað forystufólk stjórn- málaflokka byggi allar ákvarð- anir á stefnuskrám, samþykktum eða vilja almennra flokksmanna. Mörg viðfangsefni stjórnmálanna eru jú þess eðlis að taka þarf skjót- ar ákvarðanir. Ráðamenn hafa líka aðrar upplýsingar en almenningur um ýmis mál. Það hlýtur þó að vera til bóta fyrir samfélagið í heild að sem flestar ákvarðanir séu byggðar á sem víðtækustum vilja. Að þing- menn og ráðherrar séu meðvit- aðir um að þeir hafi valist til starfa í fjöldahreyfingu og vinni í fullkomnu samræmi við skipu- lag hennar og þær áherslur sem sá vettvangur – fólkið í landinu – mótar. Umbótanefnd Samfylkingar- innar og starfshópur Sjálfstæðis- flokksins hafa sagt sitt. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í framhaldinu. Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins. Alltaf í desember. Á hverju ári fá handhafar e-korta endurgreiðslu í beinhörðum peningum. Sæktu um e-kort í næsta útibúi Arion banka eða á arionbanki.is Viðskiptavinir e-kortsins fá samtals rúmlega 98 milljónir í endurgreiðslu í desember. Hvernig greiðslu færð þú?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.