Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 34

Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 34
34 11. desember 2010 LAUGARDAGUR K ynferðisbrot í trú- félögum hafa komið fram í dagsljósið hvert á fætur öðru á síðustu misserum. Ásakanir á hendur Ólafi heitnum Skúlasyni biskupi voru áberandi fyrr á árinu, fagráð þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot hefur fengið níu mál inn á borð til sín þar sem prestar kirkjunnar eru bornir sökum og í lok síðasta mánaðar vék Gunnar Þorsteinsson úr sæti forstöðumanns Krossins vegna ásakana á hendur honum. Þá komu fram ásakanir um kyn- ferðisbrot innan Votta Jehóva. Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í félags- fræði við Háskóla Íslands, segir að kynferðisbrotamál getið komið upp þar sem ójafnvægi er í valda- hlutföllum meðal einstaklinga. „Hér á landi hefur umræðan tengst meira kirkjum og trú- félögum,“ segir Helgi. „En erlend- is hafa mál af þessu tagi einnig tengst öðrum stofnunum samfé- lagsins, eins og menntastofnunum og vinnustöðum. Siðareglur um samskipti ólíkra aðila hafa komið fram og meðvitund um ójafnvægi í valdahlutföllum vaxið, ekki síst á milli kynjanna. Ég þekki til að mynda dæmi um að karlprófess- orar við bandaríska háskóla hafi dyrnar alltaf opnar þegar þeir ræða við kvenstúdenta.“ Konurnar sem saka Gunnar Þorsteinsson um áreitni segjast hafa litið á hann sem einhvers konar föður ímynd. Þær litu upp til hans og báru fyrir honum virðingu, þar sem hann var bæði forstöðumaður safn- aðarins þeirra og sálu- sorgari þegar eitthvað bjátaði á. Helgi segir þetta atriði skipta miklu máli í sam- hengi valdasambanda á milli tveggja aðila. „Þetta er ekki jafn- ingjasamband. Þarna ríkir mikill trúnaður og traust sem skapast ekki auðveldlega undir öðrum kringumstæðum,“ segir Helgi. „Þegar svona við- kvæm mál eins og kyn- ferðisbrotamál koma upp, sérstaklega innan heilagra stofnana, verð- ur til rík tilhneiging til þöggunar. Eitt mál sem verður opinbert getur síðan auðveldlega vakið upp fleiri mál sem verða eins og gapandi sár hjá öðrum sem hafa lent í svipaðri reynslu. Eins og er þá erum við að sjá þetta tengt við trúar- stofnanir hér á landi.“ Einstaklingar nær Guði Þeir einstaklingar sem sækja af krafti í trúfélög geta oft á tíðum verið á erf- iðum stað í lífi sínu og þarfnast stuðnings til að komast aftur á réttan kjöl. Þó skal það tekið fram að hér er ekki um alhæfingu um meðlimi trúfélaga að ræða. Virðing og náið samband myndast gjarnan við þá aðila sem veita þeim aðstoð og sálusorgun og eru þá oft í æðstu stöðum innan félaganna. „Fólk virðir sinn lærimeistara og verður í sumum til- vikum berskjaldað fyrir því valdi sem viðkom- andi virðist hafa. Þarna myndast samband þar sem mikið ójafnvægi er í stöðu fólks og þegar menn missa slíkar aðstæður úr höndum sér verður trúnaðarbrestur, hvort sem um áreitni er að ræða eða ekki,“ segir Helgi. „Oft eru leiðtogar trúfélaga stórir per- sónuleikar með mikla persónutöfra og náðar- vald (e. charisma). Og trúarsamkomur eru oft þess eðlis að fólk verður fyrir svo sterkum hug- hrifum að það fer í annað hugar ástand þar sem það telur sig vera komið nær Guði en ella. Þá verður sá leiðtogi sem skapar þetta ástand heilagri en annað fólk og nær Guði í hugum safnaðarins.“ Helgi segir að þeir ein- staklingar sem búi yfir náðarvaldi laði óhjá- kvæmilega til sín fólk. „Ef samskiptin við þessa einstaklinga eru á einhvern hátt óvenjuleg eða jafnvel óheilbrigð getur myndast sam- skiptamunstur þar sem einstaklingar telja sér trú um að ekki sé neitt óeðlilegt eða óþægilegt á ferð- inni fyrr en eftir einhvern tíma. Stundum geta liðið fjöldamörg ár.“ Fólk virðir sinn læri- meistara og verður í sumum tilvikum berskjaldað fyrir því valdi sem viðkomandi virðist hafa. Kynferðisbrot í skjóli valdsins Ásakanir um kynferðisbrot á hendur kirkjunnar mönnum hafa verið áberandi á árinu. Kastljós fjölmiðla hefur nú vikið frá Ólafi heitnum Skúlasyni biskupi og beinst að Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanni Krossins. Sunna Valgerðardóttir spurði afbrota- fræðinginn Helga Gunnlaugsson hvers vegna slík mál virtust nú tengjast trúfélögum meira en öðrum stofnunum hér á landi. Breyttir tímar Margt hefur breyst í viðhorfum samfélagsins til kynferðislegrar áreitni frá því fyrir 25 árum, þegar brotin eiga að hafa átt sér stað innan Krossins. Margt sem var „leyfilegt“ innan samfélags- ins, svo sem klapp á rass, óviðeig- andi ummæli og faðmlög voru ekki skilgreind sem kynferðisleg áreitni á þeim tíma. Hugtakið kynferðisleg áreitni var meira að segja ekki til í tungumálinu. „Á ýmsum sviðum samfélags- ins á sér stað í dag einhvers konar uppgjör við fortíðina,“ segir Helgi. „Það er óneitanlega erfitt að trúa því að þessi fjöldi kvenna sé að spinna sögurnar upp frá rótum. En mál sem þessi er erfitt, nær ómögu- legt, að sanna eða afsanna. Það þarf að leita annarra leiða til að ná sátt- um.“ Sáttamiðlun Í málum sem þessum er sönnunar- byrðin mjög erfið. Jafnvel þó að átta konur stígi fram og ásaki einn mann stendur enn einungis orð gegn orði. Að sögn talskvenna kvennanna átta sem ásaka Gunnar var reynt að ná sáttum innan Krossins áður en málið rataði leið sína í fjölmiðla. Björn Ingi Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins, sagði að hann hefði reynt að leita sátta innan stjórnar safnaðarins, en ekki hefði verið vilji fyrir því. Eins og kunnugt er fór svipað ferli af stað árið 1996 þegar konurnar sem báru Ólaf Skúlason sökum reyndu að fá aðstoð kirkjunnar. Sáttamiðlun (e. restorative justice) er hugtak innan afbrota- fræðinnar sem notast er við í sumum dómsmálum og gæti einn- ig komið til greina þegar ekki er hægt að leita réttlætis innan dóms og laga. Þessa leið er hugsanlega hægt að nota í kynferðisbrota- málum sem eru fyrnd að lögum og sönnunarbyrðin er erfið eða ekki til staðar, að mati Helga Gunn- laugssonar. „Þetta er leið til sátta og bóta fyrir þolandann. Sáttamiðlun á sér stað með milligöngu þriðja aðila sem þá leiðir saman geranda og þolanda,“ segir Helgi. „Gerand- inn verður að horfast í augu við sjálfan sig og einstaklingarnir ræða sig í gegnum sáttaferlið með það að leiðarljósi að gerandinn játi verknað sinn og þolandinn taki það til greina. En þessi leið bygg- ir algjörlega á grundvelli þoland- ans. Sökin er ljós en það er erfiðara um vik þegar sökin er ekki viður- kennd, nema þá hugsanlega í gegn- um sáttaferlið.“ Oft á tíðum tíðkast það að ger- andinn bæti þolandanum á einhvern hátt fyrir tjónið, en stundum er raunverulega bótin einungis fólgin í því að gerandi viðurkenni brot sín og geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna á þolandann. „Það er mikil líkn fólgin í því fyrir þolandann að gerandinn geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Þessi leið hefur verið notuð í fjölda ára, bæði í Bandaríkjun- um og í Evrópu, með mjög góðum árangri. Þetta er vissulega tæki sem menn eiga að horfa til þó að aðstæður geti á ýmsan hátt verið aðrar hér,“ segir Helgi. HELGI GUNNLAUGSSON AFBROTAFRÆÐINGUR Segir að þegar viðkvæm mál eins og kynferðisbrotamál koma upp innan virtra stofnana, sér í lagi heilagra stofnana eins og trúfélaga, verði til rík tilhneiging til þöggunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þrjár konur stigu fram í nóvember síðastliðnum og sökuðu Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðislega áreitni. Meint brot áttu sér stað þegar konurnar voru unglingsstúlkur í söfnuðinum og eru tvær kvennanna systur fyrr- verandi eiginkonu Gunnars, Ingibjargar Guðna- dóttur. Gunnar í Krossinum neitaði sök, kom fram í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagðist vera niðurbrotinn maður og undraðist ásak- anir kvennanna. Stuttu eftir að frásagnir kvennanna birtust í fjölmiðlum báru fleiri konur Gunnar þungum sökum. Ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar átta, þar af sjö sem komu fram undir nafni. Gunnar átti ýmist að hafa káfað á brjóstum þeirra, undir nærbuxur, kysst á munn, strokið á óviðeigandi hátt og faðmað. Allar konurnar sögðu Gunnar hafa sagt við þær óviðeigandi hluti á einhverjum tímapunkti. Ein þeirra hafði skráð atvikin niður í dag- bók sína árið 1986. Gunnar leitaði til Brynjars Níelssonar lögfræðings í kjölfarið. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að lýsingar kvenn- anna bentu ekki til þess að um alvarleg kynferðisbrot hefði verið að ræða, ef þau teldust brot á annað borð. Hann sá þó ekki sterkan grundvöll fyrir Gunnar til þess að kæra konurnar fyrir ærumeiðing- ar, sökum þess að sönnunarbyrði málanna væri nær engin. ■ ÁTTA KONUR HAFA ÁSAKAÐ GUNNAR SAGA KROSSINS 1971 Gunnar Þorsteinsson tekur skírn hjá Fíladelfíusöfnuðinum og giftist Ingibjörgu Guðna- dóttur. 1978 Gunnar og Ingibjörg segja sig úr Fíladelfíu eftir að forstöðumaðurinn, Einar J. Gíslason, gefur sig á tal við hann og krefst úrsagnar hans. Ástæðan var villa gagnvart skírninni, en Gunnar hafði aðrar hugmyndir en Einar um það hvernig hún ætti að fara fram. Förinni er heitið í nám í Illinois- ríki í Bandaríkjunum hjá Christ Gospel Church. 1979 Gunnar og fjölskylda snúa heim til Íslands og hefja viku- legar samkomur í heimahúsi. Hópurinn vex hratt. „Flestir sem bættust í hópinn voru vinir og trúfélagar. Margir þeirra voru úr Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavík. Mikil ólga var í samskiptum okkar við Fíladelfíusöfnuðinn. Það sem við vorum að gera var að sjálfsögðu litið hornauga, og mikið sár var vegna brotthvarfs okkar þaðan eins og nærri má geta. Bæði sár hjá okkur og einnig hjá fjölmörgum vinum og trúarsystkinum. Við fengum pílur úr ýmsum áttum, en við héldum ótrauð áfram,“ segir Gunnar í sögu Krossins sem er birt á heimasíðu safnaðarins. Hópurinn kom sér fyrir í hús- næði í Kópavoginum, Auðbrekku 34 (nú 21). Fyrsta opinbera samkoma Krossins var haldin sunnudaginn 12. ágúst 1979. Fyrsti stjórnarfundur Krossins var haldinn 28. ágúst. Gunnar valdi stjórnarmeðlimi, sem voru sjö karlmenn, auk hans sjálfs. 1980 Samskiptum við Fíladelfíu- söfnuðinn slitið að fullu. Fyrsta mót Krossins haldið. 1981 Gunnar fer reglulega til Færeyja til að miðla boð- skapnum. Undirbúning vegna skráningar safnaðarins hefst. Bygging einbýlishúss Gunnars og fjölskyldu hefst. 1982 Húsnæði stækkað og flutt inn við Álfhólsveg í Kópavogi. Krossinn skráður sem trúfélag hjá Hagstofunni. 1992 1994 13 ára stúlka kærir nauðg- un á áfangaheimili Krossgatna við Álfhólsveg. Gunnar segir í samtali við vikublaðið Pressuna 8. september 1994 að málið sé allt saman orðum aukið og það sé alvarlegt brot á reglum Krossgatna ef stúlkur komi þangað inn. 1995 Húsnæði Krossins og áfangaheimilisins Krossgatna við Hlíðarsmára 5-7 byggt. 2000 Krossinn klofnar. Gunnar segir skilið við samstarf Christ Gospel Church í Bandaríkjun- um og á annað hundrað manns segja sig úr söfnuðinum til að ganga til liðs við Bethaníu, ásamt Kristjáni Rósinkranssyni sem varð þar forstöðumaður. Christ Gospel Church gekk þá til liðs við Bethaníu. 2009 Gunnar Þorsteinsson og Ingibjörg Guðnadóttir skilja. 2010 Mars: Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir ganga í hjónaband. Nóvember: Átta konur saka Gunnar um kynferðislega áreitni. Gunnar neitar sök. Desember: Gunnar víkur úr sæti tímabundið sem forstöðu- maður Krossins. Dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, tekur við sem safnaðarhirðir. 700 600 500 400 0 1 99 8 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 48 8 54 4 53 2 45 8 50 3 51 3 57 0 63 4 65 8 67 1 66 8 64 6 63 0 ■ FJÖLDI SKRÁÐRA MEÐLIMA Í KROSSINUM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.