Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 42

Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 42
42 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Þ að hafa fundist í kringum átta- tíu jólasveinanöfn í þjóðsögum og þulum fyrri alda, en yfirleitt eru þetta ekkert nema heitin og lítið fer fyrir frekari upplýsingum um hátterni þeirra,“ segir Jón Jóns- son þjóðfræðingur, sem hefur reglulega haldið svokallaða skemmtilestra síðan Galdrasýning- in á Ströndum var fyrst opnuð fyrir tíu árum. Meðal þess sem Jón hefur fjallað um í þessum lestrum er jólasveinahyskið, eins og hann kall- ar það, dekkri hliðar jólasveinanna og hvernig viðhorfið til sveinanna hefur breyst í um árin. Almennt er talað um að jólasveinarnir séu þrettán talsins, en samkvæmt téðum þjóð- sögum og þulum áttu þeir marga bræður og nokkrar systur sem lítið fer fyrir í dag. „Árni Björnsson þjóðháttafræðing- ur hefur safnað mörgum þessum nöfnum saman og hef ég mest af mínum fróðleik frá honum,“ segir Jón. „Mörg af þessum nöfnum eru nokkuð gegnsæ en sum þarf að rýna dálítið í til að átta sig á þeim eig- inleikum sem jólasveinarnir bjuggu yfir. Eins og til að mynda Lampaskuggi, sem slökkti á öllum ljósum svo myrkrið ríkti, og Bandaleysir sem leysti alla hnúta og gerði fólki þannig erfitt fyrir.“ Hann segir jólasveinana lengi hafa verið óféti sem notaðir voru til að hræða börn, sem tíðkist ekki lengur frekar en með aðrar þjóðtrúarverur. Ein stærsta breyting- in á viðhorfi í garð jólasveinanna varð þegar þeir fóru að gefa í skó- inn upp úr 1950, og eins þegar klæðnaður þeirra breyttist að hollenskri fyrirmynd sem fór í gegnum Ameríku.“ Jón segir nöfn hinna þrettán jólasveina hafa staðlast að miklu leyti þegar Þjóðsögur Jóns Árna- sonar komu fyrst út árið 1862. „Þá urðu þeir þrettán talsins. Jón leyfði reyndar Falda- feyki að vera með, en í kvæð- inu Jólasveinar árið 1932 skipti Jóhannes úr Kötl- um Faldafeyki út og gerði atvinnulausan. Jóhannes notaði þulu sem þekkt var á hans heimaslóð- um, í Dölunum, og svo tóku þeir jólasveinar yfir allt landið.“ Faldafeykir hefur mesta ánægju af því að blása höfuðfalda kvenna af þeim, hamast í pilsunum og virðir siðferðismörk að vettugi. Faldafeykir Í bókinni Saga jólanna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing eru talin upp nöfn margra jólasveina sem lítt eru þekktir í dag. Meðal þeirra eru: Sá sat á húsmæni, gapti yfir elhússtrompinn, svalg í sig gufuna af hangiketinu og blés reyknum framan í fólkið í bæjunum. Hann var þekktur í Barðastrandarsýslum. Reykjarsvelgur FLEIRI GLEYMD JÓLASVEINANÖFN ■ Klettaskora ■ Guttormur ■ Litlipungur ■ Flórsleikir ■ Moðbingur ■ Baggalútur ■ Þorlákur ■ Tígull ■ Hlöðustrangi ■ Kleinusníkir Sveinkarnir sem urðu útundan Í þjóðsögum og þulum fyrri alda áttu jólasveinarnir þrettán marga bræður og nokkrar systur sem lítið fer fyrir í dag. Kjartan Guðmundsson ræddi við Jón Jónsson þjóðfræðing um hina gleymdu sveina og Halldór Baldursson teiknaði nokkra þeirra. Hann hafði unun af því að stífla læki og leika sér í leysingum, til að gera fólki erfitt fyrir á einhvern máta. Lækjarræsir Flotsokka var úr Dýrafirði og Flotnös úr Önundarfirði. Báðar stálu þær floti fyrir jólin, sú fyrri til að klína í sokk sem einhver hafði ekki lokið við að prjóna, svipað og jólakötturinn, og hin til að troða í nösina á sér. Flotsokka og Flotnös Samkvæmt þjóðsögum og þulum hafði Lungnaslettir lungun hangandi framan á sér og reyndi að lemja börn með þeim. Hann var vestan af Snæfjallaströnd. Lungnaslettir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.