Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 80

Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 80
MENNING 10 B orgarleikhúsið sýnir gleðileikinn Ofviðrið og Þjóðleikhúsið harm- leikinn Lé konung. Bæði verkin eru í nýjum þýð- ingum og leikstýrt af erlendum leikstjórum. Ingvar E. Sigurðs- son leikur Prospero í Ofviðrinu og Arnar Jónsson leikur Lé konung. Frumsamin tónlist eftir ungt tón- listarfólk er í báðum sýningunum. Jólasýning Borgarleikhússins, Ofviðrið, verður frumsýnd á Stóra sviðinu miðvikudaginn 29. desem- ber. Verkið er síðasta leikrit Shake- speares, gleðileikur uppfullur af húmor, ást og krafti. Leikrit sem fjallar um fegurðina í dyggðinni og hina nauðsynlegu fyrirgefningu eftir áföll. Uppfærslan státar af mörgum ástsælustu leikurum þjóðarinnar, Íslenska dansflokknum og einum fremsta leikstjóra heims Oskaras Koršunovas. Ingvar E. Sigurðsson leikur hinn aldna Prospero, Lára Jóhanna Jónsdóttir leikur dóttur hans, Kaliban er leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni og Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur Ariel. Leik- mynd hannar Vytautas Narbutas, Filippía I. Elísdóttir sér um bún- inga og Björn Bergsteinn lýsingu. Tónlistina semur Högni Egilsson og danshöfundur er Katrín Hall. Alls taka tólf leikarar og átta dansarar þátt í sýningunni. Þýðinguna gerði Sölvi Björn Sigurðsson. Lér konungur er jólasýning Þjóð- leikhússins og verður frumsýning- in 26. desember. Lér er sígildur harmleikur sem veitir innsýn í heim hinna valda- þyrstu, blekkingar þeirra og klæki. Verk sem tekur á viðkvæm- um málum eins og átökum kynslóð- anna, drambinu, blindunni, brjál- seminni og því að missa allt. Leikstjóri verksins er Benedict Andrews, einn eftirsóttasti leik- stjórinn af yngri kynslóðinni í leik- húsheiminum í dag. Það er Arnar Jónsson sem leikur titilhlutverk- ið en Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikur Kordelíu, dóttur hans. Aðrir leikarar eru Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, Margrét Vilhjálms- dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stefánsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Tónlistina semur Hild- ur Ingveldardóttir Guðnadóttir og BJ Nielsen, leikmynd gerir Börk- ur Jónsson, Helga I. Stefánsdótt- ir hannar búninga og Halldór Örn Óskarsson sér um lýsingu. SHAKESPEARE í gleði og harmi UNGSTIRNI SEMJA TÓNLISTINA Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir, sellóleikari sem meðal annars var í Múm, semur tónlistina við Lé konung. Hildur er rísandi stjarna sem er að slá í gegn á alþjóðavettvangi og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti flytjandinn og fyrir plötu ársins á síðasta ári. Högna Egilsson, söngvara Hjaltalín, sem semur tónlistina við Ofviðrið, ætti að vera óþarfi að kynna. Hann hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins undanfarin ár og plata hljóm- sveitarinnar, Terminal, fékk Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta poppplata ársins 2009. Jólasýningar stóru leikhúsanna eru báðar sóttar í smiðju Williams Shakespeare. Borgarleikhúsið sýnir gleðileikinn Ofviðrið og Þjóðleikhúsið harmleikinn Lé konung. Bæði verkin eru í nýjum þýðingum og leikstýrt af erlendum leikstjórum. LEIKLIST FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR LEIKSTJÓRARNIR LÉR: Leikstjóri sýningar Þjóðleikhúss- ins á Lé konungi, Benedict Andrews, er einn eftirsóttasti leikstjóri sinnar kynslóðar í heiminum í dag og hefur leikstýrt í mörgum virtum leikhúsum, bæði í heimalandi sínu Ástralíu og í Evrópu. Hann hefur meðal ann- ars leikstýrt fjölda sýninga hjá hinu rómaða leikhúsi Schaubühne í Berlín. Hann hlaut fyrr á þessu ári helstu leiklistarverðlaun Ástralíu fyrir sýningu byggða á leikritum Shakespeares um Rósastríðin, með Cate Blanchett í aðalhlutverki. OFVIÐRIÐ: Litháinn Oskaras Kor- šunovas, leikstjóri Ofviðrisins, hefur verið í hópi fremstu leikstjóra Evrópu síðustu ár og er auk þess leikhússtjóri Borgarleikhússins í Vilníus. Hann hefur sett upp kraftmiklar sýningar klassískra verka og eftirtektarverðar uppsetningar á nútímaverkum. Kor- šunovas hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir verk sín, meðal annars evrópsku leiklistarverðlaunin. Upp- færsla Koršunovas á Rómeó og Júlíu var á dagskrá Listahátíðar í vor og vakti mikla hrifningu. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Arnar Jónsson er Lér konungur. Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Prosperos í Ofviðrinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.