Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 84
56 11. desember 2010 LAUGARDAGUR S tundum gæti ég hrein- lega öskrað,“ segir Þórey Rut Jóhannes- dóttir, 34 ára fjöl fötluð kona sem þrátt fyrir óbilandi dugnað kemst ekki alltaf þangað sem hugurinn girnist. Einn versti óvinur hennar er þrengslin sem víða mæta henni í verslunum og öðrum þjónustu- stöðum í borginni. Eins og aðrir sem bundnir eru hjólastólum á hún erfitt með að komast leiðar sinn- ar þegar hvarvetna er stillt upp hlutum sem smeygja þarf hjá og smjúga á milli. Annar erfiður óvinur er hvers kyns ójöfnur og hindranir á gang- stéttum, gangstígum og götum borgarinnar. Þröskuldar og gang- stéttarkantar eru stundum óyfir- stíganlegir. Jafnvel svolítill halli getur valdið miklum vanda og skap- ar óöryggi, þótt ekki sé annað. „Ég ætla ekki að fara að velta mér,“ segir Þórey Rut, sem getur ekki leyft sér að ana hugsunarlaust áfram yfir hindranir, þótt smáar séu. Hún gerir hins vegar kröfur til þess að geta komist hvert þang- að sem hún ætlar sér að fara. Gerir eigin könnun Þórey Rut hefur unnið að könn- un á aðgengi á ýmsum stöðum í borginni, og hefur þar beint sjón- um sínum sérstaklega að nánasta umhverfi sínu, næsta nágrenni heimilis síns, vinnustaðar og skóla og annarra staða í borginni sem hún sækir reglulega. Hún hefur verið í sambandi við Öryrkjabandalag Íslands og feng- ið til liðs við sig bæði fatlaða og ófatlaða. Þau hafa farið á staðina, kannað aðstæður og skráð niður athuganir sínar. Þau hafa kynnt bæði borgar- yfirvöldum og öðrum sem málið snertir könnun sína og helstu niður stöður, en viðbrögð hafa verið lítil. Guðmundur Magnússon, for- maður Öryrkjabandalags Íslands, segist fagna frumkvæði Þóreyjar Rutar eins og allra annarra sem láta sig þessi mál varða, „ekki síst þeirra sem þurfa eins og hún virkilega á almennilegu aðgengi að halda.“ Meira og minna í ólestri „Það verður að segjast eins og er að þessi mál eru meira og minna í ólestri í landinu,“ segir Guðmund- ur, sem sjálfur þarf að fara allra ferða sinna í hjólastól og þekkir því þessi mál af eigin raun. „Þetta eru í raun mannrétt- indi, sem hafa bara gleymst. Þetta hefur verið að velkjast á milli manna árum saman, en í raun er þetta bara hugsunarleysi. Fólk áttar sig hreinlega ekki á þessu,“ segir Guðmundur og tekur fram, eins og hann hefur reyndar áður bent á, að það sé til dæmis hinn mesti misskilningur þegar fólk talar um að hús með tröppum geti verið falleg. „Ég get sagt þér að bygging sem er með tröppum er alveg for- ljót, því hún segir við okkur: Þú ert ekki velkominn hér. Byggingar sem vinna að því að sundra frekar en sameina eru ljótar.“ Önnum kafin borgarstjórn „Þetta var rætt við nýja borgar- stjórann í sumar,“ segir Guðríður Ólafsdóttir hjá Öryrkjabandalag- inu, sem hefur verið í sambandi við Þóreyju Rut og fylgst með aðgengiskönnun hennar. „Þá voru þau nýtekin við og höfðu í mörgu að snúast. Það var til dæmis ekki búið að skipa í ferli- Mannréttindamálið sem gleymist Aðgengismál fatlaðra hafa verið að velkjast á milli manna árum saman og fátt hefur áunnist. Hugsunarleysi og framtaksleysi er um að kenna, segja þau sem til þekkja. Ein þeirra er Þórey Rut Jóhannesdóttir, fjölfötluð kona sem sættir sig engan veginn við þær aðstæður sem henni er boðið upp á. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Þóreyju Rut og fleiri sem láta sig aðgengi í borginni varða. Úr athugasemdum við frumvarp um mannvirkjalög: Með aðgengi er átt við að fólk sem á við fötlun eða veikindi að stríða geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum jafnvel við óvenju- legar aðstæður, t.d. í bruna, en jafnframt að við hönnun og útfærslu- mannvirkja séu hafðar í huga mismunandi þarfir og geta fólks með tilliti til sjónar og heyrnar, t.d. við efnisval og útfærslur, og gætt sé að hljóðvist og birtuskilyrðum innan og utan húss. Úr breytingartillögu umhverfisnefndar: Með aðgengi fyrir alla er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða. Jafnframt séu sjónarmið algildrar hönnunar höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra. MANNVIRKJALÖG Í SMÍÐUM ÞRENGSLI „Ég fæ alltaf innilokunarkennd þarna,“ segir Þórey Rut um Hitt húsið í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TRÖPPUR SUNDRA FRAMHALD Á SÍÐU 58 ÞARFT VERK Í SKÓLUM Á AÐ TRYGGJA GOTT AÐGENGI Guðmundur Magnús- son: Ég get sagt þér að bygging sem er með tröppum er alveg forljót, því hún segir við okkur: Þú ert ekki velkominn hér. Byggingar sem vinna að því að sundra frekar en sameina eru ljótar Harpa Cilia Ingólfs- dóttir: Áherslan hefur mest verið á að gera úrbætur á húsnæði skóla og leikskóla og það er mjög þarft verk, því alltaf eru einhverjir fatlaðir nemendur og fatlaðir foreldrar og fatlað starfsfólk. Páll Hjaltason: Hjá ferlinefnd er ramminn nokkuð skýr. Hún á að sjá um að tryggja gott aðgengi að mannvirkj- um sem eru í eigu eða notkun borgarinnar. nefnd Reykjavíkurborgar, sem á að sjá um að aðgengismál séu í lagi í borginni. Við höfum verið að hin- kra eftir því að þessi nefnd væri komin saman svo við gætum sýnt henni hvað þau hafa verið að gera. Þau eru búin að leggja töluvert á sig, og ekki veitir af.“ Undanfarnar vikur hefur borgar- stjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingar hins vegar verið önnum kafinn við gerð fjárhags- áætlunar borgarinnar, þannig að þessi mál hafa enn sem komið er setið á hakanum. Átak eftir áramót „Þetta er samt eitt af þeim verk- efnum sem ég hef mikinn áhuga á að taka af fullum krafti þegar um hægist eftir áramótin,“ segir Páll Hjaltason borgarfulltrúi, sem er nýr formaður ferlinefndar. Hann þekkir einnig vel til þess- ara mála, því hann á son í hjóla- stól og er staðráðinn í að láta til sín taka í þessum málaflokki. „Hjá ferlinefnd er ramminn nokkuð skýr. Hún á að sjá um að tryggja gott aðgengi að mann- virkjum sem eru í eigu eða notkun borgarinnar. Byggingarfulltrúi borgarinnar hefur einnig mikil- vægu hlutverki að gegna.“ Byggingarfulltrúi borgarinnar gerir úttektir á mannvirkjum í borginni, meðal annars til að tryggja að aðgengi sé í lagi, hvort sem byggingarnar eru í eigu borgar innar eða annarra. Margt hefur þokast „Ferlinefnd Reykjavíkur hefur reyndar verið mjög virk undan- farin ár,“ segir Harpa Cilia Ing- ólfsdóttir byggingarfræðingur, „en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.