Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 86

Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 86
58 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Ég er rosalega mikið á ferðinni, öll kvöld næstum því,“ segir Þórey Rut, sem hefur í mörgu að snúast flesta daga. Alla virka morgna mætir hún til vinnu í Iðjubergi, sem er vinnustaður í Breið- holti fyrir fjölbreyttan hóp fatlaðra einstaklinga. Hún sækir einnig skóla í Fjölmennt, sem er full- orðinsfræðslu fatlaðra. Þar hefur hún í nokkur ár stundað einsöngsnám hjá Ara Agnarssyni og hefur komið fram á skólatón- leikum. Einu sinni í viku mætir hún í félagsstarf Sérsveitar innar í Hinu húsinu, en þar er ýmiss konar afþreying, fræðsla og menning í boði. Þá hefur hún æft og keppt í boccia af miklu kappi og kemur iðulega heim með verðlaunagripi úr keppnis- ferðalögum. Misjafnar aðstæður Viðburðaríku lífi hennar fylgir að víða rekst hún á hindranir, sem torvelda flesta hluti. Verslunar- ferðir eru til dæmis ekki alltaf auðveldar. Hún nefnir sérstaklega Eymundsson í Austurstræti, bókaverslun sem hún hefði gaman af að kíkja í ef ekki væri fyrir ótal tröppur og mikil þrengsli sem geri það ómögu- legt. Byggt og búið í Kringlunni er sömuleiðis verslun sem alls ekki býður fólk í hjólastólum velkomið. „Þangað kem ég aldrei nokkurn tímann inn fyrir dyr,“ segir Þórey Rut. Aðstaðan í Hinu hús- inu er sömuleiðis engan veginn fullnægjandi. „Aðkoman er skelfileg að framan og niðri í kjall- aranum þar er allt svo þröngt. Ég fæ alltaf inni- lokunarkennd, sérstak- lega í lyftunni,“ segir Þórey Rut. „Skólinn minn er hins vegar til fyrirmyndar,“ segir hún um Fjölmennt, sem er nýflutt í afar hent- ugt húsnæði í Grafarholti, þar sem vítt er til veggja og allar leiðir greiðar. Líf í hjólastól Þórey Rut man ekki eftir sér öðru vísi en í hjólastól. Hún ólst upp í Grafarvogi og bjó heima hjá foreldrum sínum til tólf ára aldurs. „Þá flutti ég á sambýli. Ég var í sjálfstæðri búsetu um tíma en það gekk ekki upp. Ég var svo mikið ein.“ Nú býr hún á sambýli við Bleikargróf, en þótt það sé nýtt húsnæði sem hannað er sér- staklega fyrir búsetu fjölfatlaðra er ýmsu ábótavant. Til dæmis er erfitt að ferðast um á hjólastól í nánasta umhverfi hússins. „Ég get ekki einu sinni farið í sjoppuna á Bústaðaveginum.“ Rekst víða á hindranir og torfærur ÞÓREY RUT JÓHANNESDÓTTIR ÞÓREY RUT JÓHANNESDÓTTIR Stundar vinnu, nám og fjölbreytt félagsstarf víðs vegar um borgina en mætir alls kyns hindrunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON þetta er alltaf spurning um pen- inga og hve mikið er hægt að gera í einu. Áherslan hefur mest verið á að gera úrbætur á húsnæði skóla og leikskóla og það er mjög þarft verk, því alltaf eru einhverjir fatl- aðir nemendur, fatlaðir foreldrar og fatlað starfsfólk.“ Hún segir ýmislegt hafa áunnist á seinni árum í aðgengismálum, en þessu miði öllu ákaflega hægt. Reykjavíkurborg hafi þó víða bætt mjög aðgengi á gatnamótum borgar innar, þar sem kantar á gangstéttum hafi verið lagfærðir og settur halli sem hægt sé að komast um á hjólastólum. Eins og Guðmundur segir Harpa oft hugsunarleysi og framtaksleysi um að kenna, að hlutirnir hafi ekki verið lagfærðir. Oft þurfi ekki að leggja út í mikinn kostnað, til dæmis við að setja hallandi plötur á þröskulda. Þjónusta á netinu Harpa er ein þeirra sem hafa látið sig aðgengismál fatlaðra miklu varða. Eins og aðrir viðmælendur blaðsins þekkir hún þessi mál af eigin raun, bæði vegna þess að hún er sjálf fötluð á hendi og svo var hún gift Jóhanni Pétri Sveinssyni lögfræðingi, sem sjálfur var fjöl- fatlaður og landsþekktur baráttu- maður fyrir réttindum fatlaðra. Harpa rekur fyrirtækið Aðgengi ehf., sem heldur úti upplýsingasíðu á netinu og býður fyrirtækjum og einstaklingum að gera úttekt á aðgengi fatlaðra að húsnæði þeirra. Í lok síðustu viku opnaði hún síðan nýja leitarvél á netinu, gottadgengi. is, þar sem fletta má upp í gagna- grunni um aðgengi staða. Gerð hefur verið úttekt á ýmsum mann- virkjum, ferðamannastöðum og ýmiss konar þjónustu og þau flokk- uð niður eftir því hve gott eða slæmt aðgengi fatlaðra er að stöðunum. Enn sem komið er á eftir að bæta miklu efni inn á síðuna, en þegar fram líða stundir á hún að geta gagnast fötluðum vel, því þá eiga þeir til dæmis ekki að þurfa alltaf að hringja á undan sér til að spyrja hvort hægt sé að komast um á hjólastól. „Ég er orðin svo þreytt á þessum hringingum alltaf,“ segir Þórey Rut, sem þekkir þetta vandamál vel. Beðið eftir lögum Guðmundur segir reyndar að í nokkur ár hafi framfarir á þessu sviði einkum strandað á því að allir hafi verið að bíða eftir nýjum lögum um mannvirki, sem núna virðist loksins ætla að fá afgreiðslu á Alþingi. Frumvarp var lagt fram 15. nóvember og fyrsta umræða á þingi um frumvarpið fór fram 20. nóvember. Stefnt er að því að lögin verði afgreidd frá þinginu strax á næstu vikum. Sett verður á laggirnar ný stofn- un, Byggingarstofnun, sem meðal annars hefur það hlutverk að ann- ast aðgengismál. Stofnunin á að tryggja að gott aðgengi fyrir fatl- aða sé í öllum nýjum byggingum, og hefur hún heimild til að beita viðurlögum, meðal annars að svipta hönnuð löggildingu og bygg- ingarstjóra starfsleyfi. „Þetta er vandamál sem við höfum kvartað undan frá fyrstu tíð, að það hafa engin viðurlög verið,“ segir Guðmundur. „Svo er líka hitt, að það hefur svo sem verið í lögum lengi að opinberar byggingar eigi að vera aðgengi- legar, en þá hefur það verið skil- ið þannig að opinberar byggingar séu aðeins byggingar í eigu hins opinbera. Núna verður það þannig að allt húsnæði sem almenningur þarf að leita í á að vera aðgengi- legt. Þetta verður ekki lengur bundið eignarhaldi.“ VÍTT TIL VEGGJA „Skólinn minn er til fyrirmyndar,“ segir Þórey Rut um nýtt húsnæði Fjölmenntar í Grafarholti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HINDRANIR FRAMHALD AF SÍÐU 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.