Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 94

Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 94
66 11. desember 2010 LAUGARDAGUR 11 2 25 15 28 24 21 Jóhanna Sigurðardóttir Hún er fædd 4. október 1942 og er vog, hún er reyndar aðallega samansett úr þremur stjörnumerkjum vog, ljóni og sporðdreka. „Í grunninn er hún félagsmála- og hug- sjónamanneskja, með sterka réttlætiskennd. Mótsagnir eru nokkrar í persónu hennar. Í fyrsta lagi má segja að hún sé félagslyndur einfari. Í öðru lagi er hún bæði fórnfús og réttsýn en um leið drottning og prímadonna. þarna þarf hún að gæta jafnvægis og til dæmis að vita hvenær hennar tími er kominn, og þá til að hætta … ekki láta drottninguna sem vill ráða sitja of lengi að völdum. Þriðja mótsögnin er að stór partur af persónuleika henn- ar þráir þátttöku í sviðsljósi stjórnmálanna, en stór hluti þráir friðhelgi einkalífsins. Þessar mótsagnir leiða til þess að Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur engar slíkar hömlur, fær að baða sig ótæpilega í sviðsljósinu. Ég tel nokkuð víst að Jóhanna segi af sér á næsta ári. Fyrr en síðar. Ef snúa ætti upp á hendina á mér tel ég líklegast að boðað verði til kosninga í í apríl 2011 og ný stjórn taki við í maí. Að þessu sögðu, þá er erfitt að tímasetja svona nákvæmlega, þannig að ég myndi gefa þessum tímasetningum um það bil plús eða mínus tvo mánuði. Eitt er öruggt. Það er nýr tími að byrja á næsta ári. Ný orka sem kallar á nýtt folk og nýjar aðferðir. Stjórn Jóhönnu og Steingríms er fyrst og fremst brunaliðsstjórn – fólkið sem var kallað til að slökkva eldana. Annað fólk þarf til að byggja upp nýja tímann.“ G unnlaugur Guðmundsson tekur á móti blaðamanni brosandi og ákafur. Fyrsta sem hann gerir er er að spyrja um fæðing- ardag, stað og stund og er fljótur benda á stöður í kortinu sem benda til þess að þessi blaðamaður sé á réttri hillu í lífinu, hann spyr reyndar út í mótsagnir, togstreitu, góðar hliðar og slæmar og það líður langur tími áður en talið berst að öðru, það er einfaldlega of gaman að spá í stjörnurnar. „Stjörnuspeki snýst mjög mikið um orkuna í manni,“ segir Gunnlaugur. „Ég kalla hana oft aðferðafræði heilbrigð- is og þar eru skilningur, sátt og útrás lykilhugtök. Allir þurfa að skilja ork- una sína, sættast við sjálfan sig og fá nærandi útrás,“ segir Gunnlaugur sem nú í hartnær þrjátíu ár hefur helgað líf sitt stjörnuspekinni eingöngu en hefur grúskað í henni mun lengur eða frá árinu 1969. „Þá las ég opnugrein í Hjemmet um stjörnuspeki og heillaðist alveg af henni,“ segir Gunnlaugur og bætir við aðþað sé dæmigert fyrir hann, nautið, að sökkva sér í eitt svið og fara ekki annað. „Ég get nefnt þér fleiri naut sem hafa gert þetta, Halldór Lax- ness, sem var sískrifandi frá barnæsku, Jónas Jónassson útvarpssmaður sem hefur verið með þáttinn sinn Kvöldgesti lengur en elstu menn muna.“ Gunnlaugur var aðeins fimmtán ára þegar hann heillaðist af heimi stjörnu- spekinnar heima hjá ömmu sinni þar sem hann ólst upp. Fjórum árum síðar hóf hann að stúdera stjörnuspeki og nokkrum árum síðar var hann farin að leiða fólk um heim hennar. Hann hefur svo haft stjörnuspeki að atvinnu síðan 1. júlí 1981 klukkan 13 en dagurinn var að sjálfsögðu valinn eftir stöðu plánetanna. Mörg þúsund manns hafa komið til Gunnlaugs og leitað ráða hjá honum síðan hann hóf störf, konur eru þar í miklum meirihluta. „Ég er líka með Stjörnuspekiskólann, þar er hægt að leggja stund á níu mánaða nám í fræð- unum. Þar eru konur líka í meirihluta.“ Stjörnuspeki hefur verið iðkuð í alda- raðir eins og kunnugt er en Gunnlaugur segir hana vissulega hafa þróast, aðferð- irnar við að lesa í stjörnukort, sem hægt er að gera um alla einstaklinga ef vitað er um fæðingarstað og -stund, hafi þró- ast. Áhuga samfélagsins á þessum fornu fræðum segir Gunnlaugur hafa sveiflast mjög mikið. „Það var gífurlegur áhugi á stjörnuspeki á árunum 1988 til 1990 einmitt um það leyti sem ég gaf út mína fyrri bók, Hver er ég? En áhuginn hefur líka breyst og að mörgu leyti má segja að fólk taki stjörnuspeki sem eðlilegum hlut þó að fordómar geri alltaf vart við sig inn á milli.“ Fyrir Gunnlaugi er stjörnuspeki sjálf- sagður hluti af lífinu og hann mælir með því fyrir alla að kynna sér stjörnu- kortið sitt og sinna nánustu. „Það þurfa allir að skilja sjálfan sig og ekki síður börnin sín. Uppeldi er stundum ekk- ert annað en velviljað niðurbrot, fólk er alltof oft að reyna að steypa börnin sín í sama mót og það sjálft. Með því að lesa í stjörnukort er oft hægt að forðast svona sleggjudóma,“ segir Gunnlaugur sem segir það sína köllun að hjálpa fólki til sjálfsþekkingar sem það geti öðlast í gegnum stjörnuspekina. „Fólk er alltof oft að reyna að vera eitthvað sem það er ekki.“ SJÁLFSAGÐUR HLUTI AF LÍFINU Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur hefur lagt stund á stjörnuspeki í yfir 40 ár og haft hana að fullu starfi í nær 30 ár. Margir hafa leitað til hans á þeim tíma til að fá betri skilning á sér og sínum nánustu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á kafi í stjörnunum Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur sökkti sér niður í stjörnuspeki fimmtán ára gamall og hefur varla litið upp úr fræðunum síðan. Sigríður Björg Tómasdóttir sótti hann heim og ræddi um stjörnuspeki og aðferðafræði heilbrigðinnar. Margir muna eftir bókinni Hver er ég eftir Gunnlaug Guðmundsson sem kom út í lok níunda áratug- arins. Gunnlaugur notar sama titil á nýútkominni bók sinni um stjörnuspeki. „Þetta er allt öðruvísi bók og öðruvísi uppsett, en mér fannt bara enginn annar titill koma til greina fyrir bókina nýju, hann er svo lýsandi,“ segir Gunnlaugur og bætir jafnframt við að það sé mjög dæmigert fyrir sig að setja málið svona upp. Í nýju bókinni eru stjörnukort fyrir alla fæðingardaga frá 1920 til 2040 og aðgengilegar upp- lýsingar um lestur úr þeim auk viðamikils fróðleiks um stjörnumerkin sjálf, sögu, kenningar og ýmislegt fleira. „Hvaða erindi á þetta við okkur nútímamenn? Jú, stjörnuspeki hjálpar okkur að lesa í samspil náttúru og manns. Sjaldan eða aldrei í sögu mannsins hefur þörfin á slíkum lestri verið nauðsyn- legri af þeirri einföldu ástæðu að við nútímamenn höfum tapað tengslum okkar við náttúruna. Við erum ólæs á hana þegar líf okkar sjálfra en annars vegar,“ segir höfundur í formála. SAMI TITILL - ANNAÐ INNIHALD Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur er fæddur 4. ágúst árið 1955. Hann er því ljón og mjög sterkur í því merki. Hann er mikill hugsjónarmaður, málefnalegur og á mjög auðvelt með að tjá sig. Steingrímur J. þarf athygli og er reyndar snillingur í að ná sér í athygli. Hann er kraftmikill og agaður en hans galli er að hann hefur ekkert jarðsamband. Hann hefur alltaf starfað hjá ríkinu, er vanur því að fá launin inn á reikninginn sinn og skilur ekki ýmis praktísk vandamál sem tengjast til dæmis fyrirtækjarekstri. Hann er fastur fyrir en samt sveigjanlegur í samstarfi og þægilegur. Hann hefur hæfileika til að umbreyta sér og er þannig laginn í að vinna með fólki. ■ JÓHANNA HÆTTIR OG ARFTAKINN ER ÓÞEKKTUR Gunnlaugur sem leit á nokkrar leiðandi persónur í íslensku samfélagi og skoðaði hvað stjörnurnar segja um þær. Jón Gnarr Fæddur 2. janúar árið 1967 og er því steingeit. Hann er jarðbundinn og alvörugefinn innst inni og borgar- stjórastarfið á vel við Jón, stein- geitur elska að axla ábyrgð og þess má geta að margir borgarstjórar hafa verið steingeitur. Jón er mjög framtakssamur og hefur búið sér til sín atvinnutæki- færi sjálfur, hann er skapandi en tilfinningalega séð nánast ein- hverfur. Ekki þarf að efast um að Jón verði mjög góður og farsæll borgar- stjóri fái hann tækifæri til þess að halda áfram starfi sínu. Hann gerir það sem hann ætlar sér og er duglegur og skipulegur í vinnu. Hugsunin er hins vegar mjög sveiflukennd hjá honum og því kemur hann stundum mjög furðulega fyrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.