Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 124

Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 124
 11. desember 2010 LAUGARDAGUR96 HANDBOLTI Það verður stórleikur og sannkallaður toppslagur í N1-deild karla í handbolta á morgun þegar tvö efstu lið deildarinnar mætast í Höllinni á Akureyri. Liðin hafa bæði verið á miklu skriði í vetur og auk sigurgöngu þeirra í deild- inni eru þau bæði komin alla leið í undanúrslit bikarsins. Akureyrarliðið á ekki aðeins möguleika á því að ná sex stiga forskoti með sigri því liðið getur einnig komist í hóp sex annarra liða sem hafa náð þeim árangri að vinna tíu fyrstu deildarleiki tíma- bilsins. Það stefnir í spennandi leik líkt og í undanförnum tveimur leikjum Akureyringa, sem norðan menn hafa báða unnið með eins marks mun. Akureyri vann fyrri leik lið- anna með eins marks mun, 32-31, eftir að Fram var með gott forskot stóran hluta leiksins og meðal ann- ars fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Framliðið hefur síðan unnið sex síðustu deildarleiki sína með 8,5 marka mun að meðaltali og skoraði 36,2 mörk að meðaltali. Það voru einmitt Framarar sem enduðu sigurgöngu síðasta liðs sem náði að vinna tíu fyrstu deildarleiki sína. Haukar unnu 10 fyrstu leiki sína 2001-2002 en gerðu svo 24-24 jafntefli við Fram í 11. umferðinni. Markvörður Framara í dag, Magn- ús Gunnar Erlendsson, var vara- markvörður Sebastians Alexand- erssonar í þessum leik og kom inn á og varði vítakast frá Haukum. Haukarnir voru þá fyrsta liðið í ellefu ár til þess að byrja tímabil- ið á tíu sigurleikjum. Ellefu árum áður höfðu Víkingar náð bestu byrjun í sögu deildar- keppninnar með því að vinna 18 fyrstu leiki sína, allt þar til þeir töpuðu fyrir Val á Hlíðarenda 30. janúar. Það gekk reyndar allt á aft- urfótunum eftir það og liðið end- aði að lokum í öðru sæti bæði í deild og bikar. Spilandi þjálfari liðsins var Guðmundur Guð- mundsson, núverandi lands- liðsþjálfari, og varamark- vörðurinn var Reynir Þór Reynisson, núverandi þjálf- ari Fram. Hafa verður þó í huga að tvö lið hafa unnið alla deildarleiki sína á tímabili frá því að deildin inni- hélt fyrst meira en sex lið tíma- bilið 1971-1972. Víkingar unnu alla fjórtán deildarleiki sína veturinn 1979- 1980 sem og alla leiki sem liðið spilaði. Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari þetta tímabil og Íslandsmeistarabikarinn var í Hæðargarði næstu fjögur árin eða allt þar til FH-ingar brutu einokun Víkinga veturinn 1983-84. FH-liðið vann þá alla 14 deildarleiki sína og 9 fyrstu leiki sína í úrslitakeppn- inni. FH-liðið tapaði ekki leik fyrr en titillinn var kominn í hús. FH fylgdi þessu síðan eftir með því að vinna titilinn einnig árið eftir. Atli með FH-ingum 1983-84 Meðal leikmanna í þessu FH-liði fyrir 27 árum var einmitt Atli Hilmarsson, núverandi þjálfari Akureyrarliðsins. Hann var þá þriðji markahæsti leikmaður liðsins á eftir þeim Kristjáni Arasyni og Þorgils Ótt- ari Mathiesen en allir áttu þeir eftir að spila stórt hlutverk með landsliðinu næstu árin. Valsmenn unnu þrettán fyrstu leiki sína tímabilið 1988-89 en það var seinna árið af tveimur undir stjórn Pólverjans Stanislavs Modrowski. Valsmenn bættu fyrir fyrsta tap vetrarins með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH í næsta leik. Fyrsta liðið til þess að vinna tíu fyrstu deildarleiki sína á tíma- bili var FH-liðið veturinn 1973- 74. FH-ingar unnu þá 12 fyrstu leiki sína og voru orðnir Íslands- meistarar þegar fyrsti leikurinn Tíu sigrar í tíu leikjum hjá Akureyri? Akureyri getur á morgun orðið aðeins sjöunda liðið á síðustu fjörutíu árum til þess að vinna fyrstu tíu leiki tímabilsins í efstu deild karla í handbolta. Akureyri fær þá Fram í heimsókn í toppslag deildarinnar en Safamýrarliðið hefur unnið alla sex leiki sína síðan liðin mættust í október. FRÁBÆR BYRJUN Atli Hilmarsson, getur náð því að taka þátt í því að vinna tíu fyrstu leikina bæði sem leimaður (FH 1983-84) og sem þjálfari en Akureyrarliðið hefur unnið 9 fyrstu deildarleikina undir hans stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tíu af tíu hópurinn FÓTBOLTI Hólmfríður Magnúsdótt- ir var kosin knattspyrnukona árs- ins af leikmannavali KSÍ. Hólmfríður var fastamaður í liði Philadelphia Independence sem vann silfur í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólm- fríður var áfram einn af lykilleik- mönnum íslenska landsliðsins. Hún lék níu landsleiki á árinu og skoraði í þeim sjö mörk, flest allra í liðinu. Í öðru sæti varð Þóra B. Helga- dóttir sem varð sænskur meistari með Malmö í Svíþjóð og Valskon- an Dóra María Lárusdóttir varð síðan í þriðja sæti. - óój Knattspyrnukona ársins: Hólmfríður best HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Kosin í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÉIL FÓTBOLTI Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson knatt- spyrnumann ársins 2010. Gylfi átti eftirminnilegt ár, var einn af markahæstu mönn- um í ensku b-deildinni á síðasta tímabili (17 mörk í 38 leikjum), og útnefndur leikmaður ársins hjá Reading. Þýska úrvalsdeildar- félagið Hoffenheim keypti Gylfa í ágúst og þar hefur hann byrj- að ákaflega vel, leikið 11 leiki og skorað í þeim 5 mörk. Gylfi var líka lykil- maður í U21-liðinu sem tryggði sér eftir- minnilega sæti í úrslitakeppni EM í Danmörku. Hann skoraði þrjú eftirminnileg mörk, eitt gegn Þjóðverjum í Kaplakrika og tvö gegn Skot- um í Edinborg. Blikinn Alfreð Finnbogason varð í 2. sæti í kjörinu og í þriðja sæti varð síðan Grétar Rafn Steinsson leikmað- ur Bolton. - óój Knattspyrnumaður ársins: Eftirminnilegt ár hjá Gylfa Haukar 2001-2002 Unnu 10 fyrstu Þjálfari: Viggó Sigurðsson Endir: Gerði 24-24 jafntefli við Fram. Árangur: Deildarmeistarar en duttu út úr undanúrslitunum í úrslitakeppninni fyrir verðandi Íslandsmeisturum KA. Urðu bikarmeistarar. Víkingur 1990-1991 Unnu 18 fyrstu Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson Endir: Tapaði 18-23 fyrir Val á útivelli Árangur: Deildarmeistarar en urðu í 2. sæti á eftir Val eftir sex liða úrslitakeppni. Töpuðu fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum. Valur 1988-1989 Unnu 13 fyrstu Þjálfari: Stanislav Modrowski Endir: Tapaði 15-21 á móti Gróttu í 14. umferð en tryggði sér Íslandsmeistara- titilinn með sigri á FH í næsta leik. Árangur: Íslandsmeistarar. FH 1983-1984 Unnu14 fyrstu Þjálfari: Geir Hallsteinsson Endir: Vann alla deildarleiki og 9 fyrstu leiki í úrslitakeppni. Árangur: Íslandsmeistarar. Víkingur 1979-1980 Unnu 14 fyrstu Þjálfari: Bogdan Kowalczyk Endir: Vann alla deildarleiki. Árangur: Íslands- og bikarmeistarar. Víkingur vann titilinn næstu fjögur árin. FH 1973-1974 Unnu 12 fyrstu Þjálfari: Birgir Björnsson (spilandi) Endir: Tapaði 17-23 fyrir Val. Árangur: Íslandsmeistarar. tapaðist. Þetta var 26. og síðasti Íslandsmeistaratitillinn sem Birg- ir Björnsson, þá spilandi þjálfari og fyrirliði FH-liðsins, vann með Hafnarfjarðarliðinu. Ekki gott að vinna tíu fyrstu Nú er að sjá hvort Akureyring- ar bætast í hópinn og verði sjö- unda liðið sem nær því að vinna tíu fyrstu deildarleiki sína á tíma- bili. Það boðar kannski ekkert allt- of gott að bætast í þann hóp því tvö þau síðustu (Haukar 2002 og Víkingur 1991) náðu ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Þau tvö lið sem hafa hins vegar komist næst því að vinna 10 fyrstu leikina á undanförnum 20 árum, Haukar 2001 (unnu 9 fyrstu) og Valur 1995 (unnu 8 fyrstu), tryggðu sér hins vegar bæði Íslandsmeist- aratitilinn um vorið. Leikur Akureyrar og Fram hefst klukkan 16.30 á morgun og má búast við troðfullu húsi í Íþrótta- höllinni á Akureyri. ooj@frettabladid.is sport@frettabladid.is STJÖRNULEIKUR KKÍ fer fram í Seljaskóla í dag. Dagskráin hefst með undankeppni þriggja stiga skotkeppninnar klukkan 14.00. Framhaldið er síðan: 14.20 Skotkeppni stjarnanna. 14.40 „Celeb“-leikur. 15.15 Troðslukeppni. 15.45 Stjörnuleikurinn, fyrri hálfleikur. 16.15 Úrslit í þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. 16.30 Stjörnuleikurinn, seinni hálfleikur. Aðgangur er ókeypis. Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Laugardag frá kl. 10-17 Sunnudag frá kl. 13-17 Virka daga frá kl. 10-18 Sængurver Frábærar jólagjafir! Dúnkoddi = 19.900,- Allur pakkinn Dúnsæng ++ 6.980,- 2 pör He ils ui nn is kó r s em lag ar sig að fætinum - einstök þæ gindi 3.900,- 1 par 9.990,- 3 pör Memory Foam heilsuinniskór. Heilsusamleg jólagjöf á frábæru verði! Þrennutilboð! Sen dum frítt út á land !
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.