Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 126

Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 126
98 11. desember 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Mikið ósætti ríkir í leik- mannahópi Newcastle United eftir að knattspyrnustjóranum Chris Hughton var sparkað með látum. Sóknarmaðurinn Andy Carroll, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, er víst alls ekki sáttur við þessa ákvörðun stjórnar félagsins. Nokkrum dögum áður en Hughton var rekinn var Carroll spurður út í þann orðróm að stjóri hans væri valtur í sessi. „Ég skil ekki af hverju þessar sögur eru í gangi því hann kom okkur upp í úrvalsdeildina og hefur gert frábæra hluti. Þetta eru heimskulegar pælingar,“ sagði Carroll í viðtali. Margumtalað er hve góður andi hafi ríkt í leikmannahópi New- castle undir stjórn Hughtons en hann var þó látinn taka pokann sinn og Alan Pardew var ráðinn í staðinn. Talið er að Chelsea hafi mikinn áhuga á að krækja í Carroll og fylgjast forráðamenn félagsins vel með stöðu mála hjá leikmanninum. - egm Andy Carroll ekki sáttur: Heimskulegt að reka Hughton CARROLL Hefur verið flottur á tímabilinu og er á óskalista Chelsea. NORDICPH/GETTY FÓTBOLTI Dirk Kuyt hrósar sam- herja sínum, Lucas Leiva, í há stert fyrir að hafa spilað í gegnum óvægna gagnrýni úr öllum áttum. Lucas hefur langt frá því verið í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liver- pool síðan hann var keyptur frá Gremio enda átt fjölmarga arfadapra leiki á sínum fyrstu þremur árum hjá félaginu. Undanfarið hefur Lucas hins vegar verið meðal bestu leik- manna liðsins og margir hafa þurft að éta ýmislegt ofan í sig. „Lucas hefur verið að gera verulega góða hluti að undan- förnu og er að verða frábær leik- maður,“ segir Kuyt. „Hann hefur beðið þolinmóður eftir sínu tæki- færi og einbeitt sér að fullu í sínum málum. Hann hefur ekki látið neikvæða umræðu hafa áhrif á sig.“ Lucas hefur einnig unnið sér inn sæti í brasilíska landsliðinu. „Hann á allt hrós skilið. Það er ekki til leikmaður í heiminum sem fer ekki í gegnum góða og erfiða tíma. Þegar hlutirnir eru ekki alveg að virka þarf bara að leggja hart að sér og það hefur Lucas gert,“ segir Kuyt. - egm Kuyt ánægður með Lucas: Lucas á allt hrós skilið LUCAS Stuðningsmenn Liverpool eru að taka Lucas í sátt. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, óttast ekki um starf sitt. Englandsmeistararnir hafa verið kaldir síðustu vikur en eigandi félagsins, Roman Abramovits, hefur sýnt Ancelotti stuðning. „Mér finnst ég hafa fullkomið traust hjá leikmönnum mínum, sem ég tel mjög mikilvægt. Ég er enn feykilega bjartsýnn á að tíma- bilið fari vel. Ég átti gott spjall við Roman eftir síðasta leik og hann veitti mér stuðning,“ segir Ance- lotti en Chelsea hefur aðeins unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum. „Það eru erfiðir tímar núna en við megum ekki missa sjálfs- traustið. Ég hef lent í svona stöðu áður. Við höfum enn hæfileikana og liðs andann. Okkar bíður erf- iður leikur gegn Tottenham sem er mjög gott lið. Við gerum okkar besta,“ segir Ancelotti, sem úti- lokar að Frank Lampard taki þátt í leiknum á morgun. „Fólk heldur að við séum ekki nægilega sterkir til að berjast um titilinn vegna þess að síðustu vikur hafa verið slæmar. En ég er á öðru máli. Lampard er ekki alveg tilbúinn, ég ætla að láta hann spila æfingaleik fyrst og svo verð- ur hann vonandi tilbúinn þegar við mætum United.“ Hughton saknað Augu margra í dag munu bein- ast að leik Newcastle og Liver- pool þar sem Alan Pardew verður við stjórnvölinn hjá heimamönn- um eftir að Chris Hughton var rekinn. „Þetta hefur verið erfið vika,“ segir Kevin Nolan, fyrir- liði Newcastle. „Við verðum samt sem áður að horfa fram á veginn. Þessu verður ekki breytt en það er ekkert leyndarmál að við horfum á eftir Chris með söknuði. Við verð- um að standa þétt saman.“ Stuðningsmenn Newcastle og fjölmiðlar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun hjá Mike Ashley, eig- anda félagsins, en fréttir hafa bor- ist af því að Ashley og Pardew hafi kynnst í spilavíti og orðið mestu mátar. Þegar Hughton var rekinn bjuggust flestir við því að ein- hver stjóri með betri ferilskrá en Pardew yrði ráðinn í hans stað. Toppslagur á mánudag Á mánudagskvöld er síðan komið að rúsínunni í pylsuendanum þegar tvö efstu lið deildarinnar eigast við. Arsenal verður stigi fyrir ofan Manchester United þegar liðin mætast á Old Trafford. Sálfræðistríðið fyrir leikinn er farið á fullt en Patrice Evra, bak- vörður United, sagði í viðtali að Arsenal væri lið í krísu. „Fyrir mitt leyti er Arsenal bara eins og knattspyrnuskóli. Leikmennirnir hafa gaman af því að spila fótbolta en eru ekki að fara að vinna neina titla,“ sagði Evra. Stjóri Arsenal, Arsene Wenger, vill ekki fara í sandkassaleik við Evra en þegar hann var spurður að því hvort ummæli landa síns væru óvirðing svaraði hann: „Ég ætla að láta ykkur um að dæma það. Við viljum ekki taka þátt í svona orða- skiptum fyrir þennan leik,“ sagði Wenger. Nani, samherji Evra, hefur meiri trú á Arsenal en Chelsea. „Ég lít á Arsenal sem okkar helsta keppi- naut. Sjálfstraustið hjá Chelsea virðist ekki mikið en Arsenal er á sigurbraut,“ segir Nani. „Arsenal er gott lið og þá er Samir Nasri sjóðheitur. Við þurf- um að passa vel upp á hann á mánudaginn. Ég hlakka mjög til leiksins enda finn ég mig oft mjög vel gegn Arsenal og nýt þess að spila gegn liðinu,“ segir Nani. elvargeir@frettabladid.is Kemst Chelsea aftur á þjóðveginn? Englandsmeistarar Chelsea hafa verið utan vegar í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikur en geta fundið beinu brautina gegn Tottenham á morgun. Virkilega athyglisverð umferð er fram undan í deildinni. TEYGIR Á SYNINUM Mikil pressa er á John Terry og félögum í Chelsea að fara að komast á sigurbraut á nýjan leik. Hér er Terry með syni sínum. NORDICPHOTOS/GETTY HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Hjóladeildin er í Holtagörðum! Við erum í hjólaskapi! ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 74 2 12 /1 0 20-40% afsláttur af öllum hjólum og 20% afsláttur af öllum hjólaaukahlutum til jóla! Jamis Lady Bug Verð: 22.990 kr. 18.392 kr. Jamis Commuter Verð: 71.990 kr. 43.194 kr. Hraðamælir Verð: 1.990 kr. 1.592 kr. 10 stillingar Ventura verkfærasett Verð: 2.590 kr. 2.072 kr. 18 tól Framljós Verð: 1.990 kr. 1.592 kr. Hægt að nota sem vasaljós Nagladekk Verð: 6.990 kr. 5.592 kr. 28”/700 x 35 C 100 naglar Laugardagur 15.00 Aston Villa - West Brom 15.00 Everton - Wigan 15.00 Fulham - Sunderland 15.00 Stoke Blackpool 15.00 West Ham - Man City 17.30 Newcastle - Liverpool Sunnudagur 13.30 Bolton - Blackburn 13.30 Wolves - Birmingham 16.00 Tottenham - Chelsea Mánudagur 20.00 Man Utd - Arsenal Leikir fram undan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.