Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1891, Side 2

Sameiningin - 01.11.1891, Side 2
—130— lögð. Textinn stendr svo að segja í miðri guðspjallssög- unni, eins og Lúkas hefir fiutt oss hana. Svo það stóð ekki til, að Jesús þá væri búinn að sýna mönnum guðs- ríkisplöntuna, sem hann var sendr ofan á jörðina til að gróðrsetja þar, í hennar fullþroskuðu mynd. Hún hafði naumast enn birzt neinum, ekki einu sinni hans nánustu ástvinum og áhangendum, lians útvöldu lærisveinum, í meira en hálfþroskaðri mynd. það fylgdi guðlegr andi, guðlegt líf, orðinu hans strax frá upphafi. Og það var augsýnilegt, að upp af því hlaut að vaxa eitthvað óvið- jafnanlega mikið, aðdáanlegt og guðdómlegt. En hvað eig- inlega átti úr því að verða, hvernig það liti út, þegar það væri fullþroskað, það gat enginn enn þá sagt neitt Yneð vissu um. Slík jurt í andans ríki, eins og sú, sem Jesús leiddi fram með hinni guðlegu kenning sinni, hinu skap- anda trúarorði sínu, hafði aldrei fyr birzt hér á jarðríki. Enginn hafði séð neitt slíkt. Og þó hún sem sagt vær1 ekki nerna hálfþroskuð enn, eða vöxtr hennar ekki enn nema hálfopinberaðr, samt störðu menn á hana alveg for- viða. Eitt var þegar frá fyrsta augnabliki eftir að Jesús opinberlega opnaði munninn augsýnilegt: það var kærleik- ans frelsisorð, sem hann hafði að flytja. það var hinn guðlegi frelsandi kærleikr, sem hann var að opinbera. Slíkr kærleikr hafði aldrei áðr verið sýndr. það var eins og öll kærleiksorð, er áðr höfðu heyrzt, visnuðu upp og yrði að engu í samanburði við þau kærleiksorð, sem hann kom ineð. það var eins og hann ætlaðist til, að allir drœgi sig til baka með sína speki og sinn trúarlærdóm og sínar siðferðiskenningar og beygði sig í auðmýkt og tilbeiðslu fyrir þeim kærleiksboðskap, er hann einn hafði fram að fœra. Aldrei var neitt hik eða neinn efi á neinu einasta atriði í frelsisboðskapnum hans. Aldrei nein getgáta. Aldrei nein óvissa. Guðlegr myndugleikr, guðleg vissa, guð- legt vald fyigdi hverju einasta orði hans frá upphafi. Og það, sem stórkostlegast var af öllu, og það, sem einkenndi hann einn og gjörði hann allsendis ólíkan öllum guðlegum spámönnum, er mannkynssagan vissi og veit af, var það, að hann var sér engrar syndar, einskis siðferðislegs ófull-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.