Sameiningin - 01.09.1909, Síða 15
207
Ætli þeim auðnist að sjá hættuna og snúa til baka
áðr en það er um seinan?
Eða liggr fyrir þeim að lenda útí efasemda og van-
trúarmyrkr Extremistanna ?
Hvora leiðina ætla þeir að velja?
Eftir hr. Gunnar B. Björnson.
Engan veginn býst eg við að geta með ritgjörð þess-
arri bœtt neinum nýjum röksemdum, sem um munar, við
þær hinar mörgu deilugreinir, er birzt hafa frá upphafi
ófriðar þess, sem komst á sitt hæsta stig í viðreign meira
hlutans við minna hlutann á síðasta kirkjuþingi. Það
er ekki í því skyni, að eg hér legg skoðanir mínar fram
fyrir almenning; heldr stafar það af því, að leiðtogi
minna hlutans hefir skorað á leikmenn kirkjufélagsins
að koma fram og taka þátt í deilunni, sem hann hefir
hleypt á stað. Og af því að eg tel mig einn í hópi leik-
manna liefi eg' afráðið að taka til máls í eitt skifti og
verða þannig við áskoraninni. Það er vandi vel boðnu
að neita. Hins vegar skal eg taka það skýrt fram, að
eg ætlast ekki til, að þetta sé svo skilið sem eg sé liér að
ganga fra.m á leikvöll. Eg sœkist alls ekki eftir því
að vinna mér frægð í orðadeilu. Eg mun skorast undan
því að standa uppí blaðastælu um þetta mál. Þesskon-
ar stælur eru til lítils gagns. Auk þess eru þeir menn
næsta fáir, sem svo auðugir eru að hugmyndum eða
þekking á nokkru einu efni, að um það sé fœrir að vera
stöðugt um það að tala svo, að vert sé á þá að hlusta.
En ])ótt lítið sé unnið við blaðastælur, getr það þó
verið veí, að uppi sé lialdið stillilegum umrœðum, sem
margir taka þátt í, þótt allt öðru máli sé að gegna, þá er
að eins fáir menn standa uppí löngum og ofsafengnum
deilum.
Að því er sjálfan mig snertir, þá er deilan öll mér
til harms, einkum að því leyti, sem henni stundum hefir
legið við að verða persónuleg. Eg vildi, að umrœðurn-