Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 29
221
því, svo sem áðr er tekið fram, aftan af tillögu Berg-
manns það, sem fer á eftir fjórða greinarmerki. Eins
og fyrr er sagt hefði þingið alveg eins vel mátt sam-
þykkja tillöguna alla, því með því myndi ekki neitt
ineira hafa sagt verið en það, er sagt var. En engin á-
stœða var til að nefna nokkurn flokk eða flokksstefnu á
nafn. Það hefði verið út í hött að nefna eða tilgreina
í’okk þann, er hafði George JPeterson fyrir merkisbera,
engu síðr en að telja upp fjölda annarra fiokka. Með
því, sem gjört var, var enginn gjörðr rækr. Þetta var
og er öllum vitanlegt nema þeim, sem ekki vilja sjá með
opnum augum, og hryggir mig það að segja, að svo
stendr einmitt á fyrir sumum gáfumönnunum, sem liafa
forustu í minna hlutanum.
Minni hlutinn hefir tekið það í sig að staðhœfa, að
með samþykktinni, sem tekr það fram, að enginn hafi
verið gjörðr rækr, hafi hann — minni hlutinn — verið
gjörðr rækr. Naumast er unnt að hugsa sér nokkra.
staðhœfing, sem meira hafi í sér af ósanngirni og óviti
en þessi. Frá fyrst til síðast beitti meiri hlutinn eins
mikilli nærgætni og unnt var við minna hlutann og liliðr-
aði til við hann aftr og aftr til þess að sýna, að liann
vildi, að friðr og eindrœgni héldist. Og þó segir minni
lilutinn, þrátt fyrir allt þetta, að honum hafi verið
hrundið út, og með þessa fráleitu, ástœðulausu og ó-
sönnu staðhœfing fara leiðtogar hans um byggðir og
vekja óspektir og óánœgju meðal fólks, vonandi, að þeim
með þessu háttalagi takist að sprengja kirkjufélagið
upy). Þvílíkt afreksverk! Þvílíkt frægðar-fynrtœki!
Enginn vafi leikr á því, að minni lilutinn liefir og
Iiafði rétt til úrgöngu. Sé það svo í raun og veru, að
beir menn finni, að kenningar lútersku kirkjunnar eru
svo lagaðar, að þeir geti ekki lengr innhýst þær, þá
verðr það skylda þeirra að ganga út. Hitt aftr á móti
nær engri átt, að þeir, sem sagt hafa skilið við kirkjufé-
lagið, fari um í söfnuðunum og beiti allri orku sinni til
þess að kveikja óánœgju hjá öðrum og í því skvni taki
það til bragðs að rangfœra málið á þann hátt, er birzt
hefir i blaðagreinum, sem túlka það, er leiðtogum minna