Sameiningin - 01.09.1909, Page 48
240
® hljóSiö frá spíkonunni, þá getr þú lika gjört þaS, sem eg ^
ætlaöi að fara að mælast til aö þú gjöröir; þú getr beitt
ímyndunarafli þínu og tekið þér stööu viö hliðina á mér,
eins og væri meðfram veginum, meðan þeir, sem drottinn
hefir sér útvalið af ísrael, fara framhjá, fyrstir allra í
prósessíunni. Þarna koma þeir — forfeðr þjóöarinnar
fyrst; þar næst feðr kynkvíslanna. Eg nærri því heyri
bjöllurnar um hálsinn á úlföldum þeirra, og baulið
í hjörðum þeirra. Hver er þaö, sem gengr aleinn
á milli fólkshópanna? Það er gamall maðr, og þó
hef r honum ekki deprazt sýn, og ekki hefir heldr lík- }
aniíkraftr hans dvínað. Augliti til auglits þekkti hann
drottin. Hann var hermaðr, skáld, mælskumaðr, löggjafi,
spámaðr, í öllum skiln'ngi mikill eins og sólin, er hún rennr
upp að morgni dags og lætr með fylling geisladýrðar sinnar
öll önnur ljós slokkna; aö sínu leyti alveg eins blikna allir
helztu og ágætustu keisarar Rómverja, er þeir eru saman
bornir við hann. Á eftir honum koma dómararnir. Og
síðan konungarnir — son Jesse, hetja í ófriði, sálmaskáld,
er söng söngva, sem halda sér um aldr og æfi eins og
ölduhljóð sjá^ arins; og sonr hans, sem bar af öllum öðrum
konungrm að auölegð og visdómi; eyðimörkina gjörði hann
byggilega og þar i auðnunum lét hann bœi rísa upp, en hins
vegar gleymdi hann þó ekki Jerúsalem, sem drottinn hafði
útvalið sér fyrir aðsetrstað hér á jörðu. Hneigðu þig enn
dýpra, sonr minn! Þeir, sem næst koma, eru fyrstir í sinni
röð og síðastir. Upp til himins líta þeir eins og heyrði
þeir rödd þaðan að ofan og væri að hlusta. Full af sorgum
er æfisaga þeirra. Af klæðum þeirra leggr þef, sem af má
ráða, að þeir sé gengnir út úr grafarhvolfum og hellum.
Hlusta á konu eina á meðal þeirra: ‘Lofsyngið drottni,
því hann hefir sig með dásemdum dýrðlegan gjört!’
39 Beygðu þig fyrir þeim, svo að enni þitt leggi sig í duftið. «
„NÝTT KIRKJUBLAD", hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og
vristilega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir rit-
stjórn hr. Þórhalls Bjarnarsnna , biskups. Kostar hér í álfu 75 ;:t.
Fæst í bókaverzlan hr. H. S, Bardal hér í Winnipeg.
„EIMREIDIN“, eitt fjölbreyttasta íslenzka timaritiö. Kemr út
i Kaupmannahöfn. Ritst. dr. Valtýr Guðmundsson. 3 hefti á ári,
hvert 40 ct. Fæst hjá H. S. Bardal í W.peg, Jónasi S. Bergmann
á Garðar o. fl.
,.SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega. Hvert númer tvær
arkir heilar. Verð einn dollar um áriö. Skrifstofa 118 Emily St.,
Winnipeg, Canada. — Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaðr
,Sam.“—Addr.: Sameining-in, P.O. Box 2767, Winnipeg, Man.