Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 2

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 2
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR2 VESTMANNAEYJAR Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan 14. janúar, í um fimmtán vikur. Á fundi bæjarstjórnar Vestmanna- eyja í fyrradag var lýst yfir þung- um áhyggjum af stöðu mála. Í fundargerð segir að lokun hafn- arinnar í vetur hafi valdið sam- félaginu í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi gríðarlegum búsifjum og fjárhagslegt tjón sam- félagsins nemi hundruðum millj- óna og jafnvel milljörðum. „Öllum má ljóst vera að jafnvel þótt höfnin verði opnuð á næstu dögum þá hefur þar með ein- göngu verið sett undir lekann. Verði ekki grip- ið til ráðstaf- ana mun höfn- in lokast á ný næsta haust,“ segir í fundar- gerð. Stjórnin krefur sam- gönguyfirvöld um aðgerðir. Elliði Vignis- son, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir margs konar útreikninga liggja að baki því fjárhagslega tjóni sem samfé- lagið hefur orðið fyrir sökum lok- unar hafnarinnar. „Við létum sérfræðinga til að mynda reikna út hvað þúsund manna íþróttamót muni skila bænum og þar er um að ræða 45 til 50 milljónir,“ segir Elliði. „Ferða- þjónusta í Eyjum stendur og fell- ur með þessum samgöngum og þá eigum við allt annað eftir ótalið, til að mynda þann óbeina skaða sem hlýst af þeirri vantrú sem komin er gagnvart Landeyjahöfn.“ Páll Scheving Ingvarsson, for- maður þjóðhátíðarnefndar í Vest- mannaeyjum og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn, segir ástandið óásættanlegt. „Þenna vetur hefur verið aftur- för í samgöngum til Vestmanna- eyja,“ segir Páll. „Þær aðgerðir sem farið hefur verið af stað með hafa hreinlega brugðist.“ Páll segir að þegar aðgerðin hafi fyrst verið kynnt af hálfu Siglingastofn- unar áttu frávikin að vera á milli 3 til 7 prósent, líkt og verið hefur í Þorlákshöfn. „Spurningin er hvort hönnunin á mannvirkinu sé einfaldlega rétt. Hún var harðlega gagnrýnd upp- haflega en Siglingastofnun sló á þá gagnrýni. En nú er þetta stað- reynd og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun er kostnaður við dýpkunarframkvæmdir við Land- eyjahöfn að nálgast 300 milljón- ir. Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar er kominn upp í 3,9 milljarða, en upphafleg kostnaðar- áætlun gerði ráð fyrir um 4,7 millj- örðum króna. Það mun liggja fyrir á mánudag hvenær Landeyjahöfn opnar að nýju. sunna@frettabladid.is Þessi vetur hefur verið afturför í sam- göngum til Vestmannaeyja PÁLL SCHEVING INGVARSSON BÆJARFULLTRÚI Í VESTMANNAEYJUM Höfnin kostar Eyjar hundruð milljóna Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð í 15 vikur. Bæjarstjórn Vestmannaeyja segir samfélagið hafa tapað hundruð milljóna, jafnvel milljörðum vegna hafnarinn- ar. Bæjarfulltrúi segir afturför hafa orðið í samgöngum síðastliðinn vetur. HERJÓLFUR VIÐ LANDEYJAHÖFN Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð í fimmtán vikur, en dýpkun hófst á ný þar í gær. ELLIÐI VIGNISSON PÁLL SCHEVING INGVARSSON Dofri, er ekki tóm skítalykt af þessu máli? „Nei, þetta eru góðar málalyktir fyrir umhverfi og neytendur í svínslega háu bensínverði.“ Dofri Hermannsson er framkvæmdastjóri Metanorku sem hyggst selja lands- mönnum eldsneyti sem unnið er úr svínaúrgangi frá Stjörnubúi. FJÁRMÁL Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niður- stöðu að Seðlabanka Íslands beri að greiða eftirlitinu dagsektir. Ástæðan er sú að bankinn hefur hafnað því að gefa upplýsing- ar um útlán einstakra banka og sparisjóða. Með neituninni hefur Seðlabankinn brotið samkeppnis- lög að mati eftirlitsins, eins og kemur fram á heimasíðu þess. Seðlabankinn hafnaði beiðn- inni með þeim rökum að þagnar- skylda bankans væri afar rík. Samkeppniseftirlitið telur hins vegar að bankinn hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhend- ingu gagna og upplýsinga. - shá Samkeppniseftirlitið: Dagsektir lagðar á Seðlabankann SEÐLABANKI ÍSLANDS Þegar nema dagsektirnar um fjórtán milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MANNRÉTTINDI Auðmennirnir tíu sem sóttu um ríkisborgararétt frá Alþingi fá hann ekki á yfir- standandi þingi. Bandarískur milligöngumaður telur málinu lokið. RÚV greindi frá þessu í gær. Fólkið hefur sóst eftir ríkis- borgararétti og lýst áhuga á fjár- festingum hérlendis. Mál fólksins kom til kasta alls- herjarnefndar Alþingis. David Lesperance, bandarískur milligöngumaður auðmannanna tíu, segist lítil svör hafa fengið frá íslenskum yfirvöldum, þar til fyrir skemmstu. Þá hafi honum verið sagt að innan skamms væri væntanlegt bréf frá allsherjar- nefnd um að ekki yrði orðið við beiðni fólksins. - shá Umsókn auðmannanna tíu: Fá ekki ríkis- borgarréttinn SAMGÖNGUR Ný tegund þjónustuskilta hefur skot- ið upp kollinum skammt utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari. Það eru samtökin Leið ehf. sem standa fyrir verkefninu. Jónas Guðmundsson formaður segist vonast til þess að Vegagerðin fái skiltið löggilt sem þjónustumerki svo hægt sé að koma þeim fyrir víðar um landið þar sem þörf er á. „Hér eru engar almenningssamgöngur um helgar og eru menn þá algjörlega upp á eigin bíl komnir,“ segir Jónas. „Skilti sem þessi eru hrein- lega öryggisatriði. Menn eiga þá frekar möguleika á því að komast leiðar sinnar án þess að þurfa að treysta á aðra.“ Tilraunin er gerð meðal annars vegna þess að kostnaður við rekstur bifreiða færist sífellt í aukana og talsverður fjárhagslegur ávinningur sé að því að samnýta ferðir. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfissjónarmiðum. Gert er ráð fyrir því að sá sem þiggur far taki þátt í bensínkostnaði við aksturinn og miðað við er að farþegi sé orðinn 16 ára. - sv Nýr samgöngumáti í Bolungarvík og Súðavík með samnýtingu ökutækja: Koma upp skilti fyrir puttalinga BÍLFAR Með því að standa við skiltið er gefið til kynna að við- komandi vanti bílfar. Hversu mikið skal borga í bensínkostnað er gefið upp á skiltinu. MYND/LEIÐ EHF. BANDARÍKIN Bandaríkjaforseti sagði eftir heimsókn á hamfara- svæðin í Suðausturríkjunum að hann hafi aldrei séð aðra eins eyðileggingu. Barack Obama hélt ræðu í Tuscaloosa í Alabama, sem hefur orðið afar illa úti, þar sem hann hét stuðningi við uppbygginguna sem fram undan er. Neyðar- ástandi hefur verið lýst yfir í sjö ríkjum þar sem fjöldi skýstróka skilja eftir sig slóð eyðilegging- ar. Á fjórða hundrað manns hafi látið lífið, þar af yfir 200 í Ala- bama. - shá Hamfarir í Bandaríkjunum: Barack Obama heitir stuðningi FORSETI Á HAMFARASVÆÐI Obama heitir aðstoð til uppbyggingar. NORDICPHOTOS/AFP LANDHELGISGÆSLAN Við eftirlits- flug Sifjar, flugvélar Landhelg- isgæslunnar, í gær var komið að sex rússneskum og einum spænskum togara að úthafs- karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Veiðarnar mega ekki hefjast fyrr en 10. maí. Með greiningarbúnaði Sifjar sást greinilega að togararnir voru allir með veiðarfæri í sjó. Fjölþjóðlegt samkomulag um veiðar úthafskarfa á Reykjanes- hrygg gildir út árið 2014. - shá Sjö skip að veiða úthafskarfa: Veiðiþjófar staðnir að verki SPÁNN Atvinnuleysi á Spáni, sem er það mesta í öllu Evrópusam- bandinu, er nú meira en það hefur verið í fjórtán ár. Um 4,9 milljón- ir Spánverja eru án atvinnu. Hlutfall atvinnulausra af vinnufæru fólki er nú 21,3 pró- sent og hefur hækkað úr 20,3 pró- sentum frá síðasta ársfjórðungi. Efnahagur landsins er afar laskaður og landið eitt það skuld- settasta í Evrópu. Ríkisstjórn Spánverja segist ekki búast við að ný störf verði til í landinu fyrr en í fyrsta lagi undir lok ársins. - sh Vandi Spánverja eykst enn: Atvinnuleysið í nýjum hæðum ATVINNUMÁL Reykjavíkurborg mun í sumar bjóða upp á 1.900 störf fyrir fólk á aldrinum 17 til 25 ára og námsfólk sem annars á rétt á fjár- hagsaðstoð. Borgarráð hefur sam- þykkt að leggja 78 milljón króna aukafjármagn í verkefnið. Árið 2010 voru 1.524 störf í boði og voru þau meðal annars fjár- mögnuð með aukafjárveitingu borgarráðs upp á ríflega 55 milljón- ir króna. Nú á að fjölga sumarstörf- um um 376 miðað við síðastliðið ár en þá voru 360 nemar atvinnulausir og fengu fjárhagsaðstoð frá borg- inni. Reykjavíkurborg vill með þessu móti nýta starfskrafta ungs fólks og koma í veg fyrir aðgerða- leysi, segir í tilkynningu. Áhersla verður lögð á að ráða atvinnulausa námsmenn til starfa sem og ungt fólk sem var án atvinnu síðastliðið sumar. Borgarráð hefur ennfremur sam- þykkt að verja 150 milljónum króna til átaksverkefna í atvinnumálum 2011. Sérstaklega verður horft til þess hóps einstaklinga sem hefur verið án atvinnu lengi og fólks sem þegið hefur fjárhagsaðstoð. Sérstakt átak verður gert í því að virkja fólk á aldrinum 25-35 ára en fjölmennasti hópur atvinnulausra er á þeim aldri. Einnig verða í boði verkefni fyrir fólk með takmarkaða starfsgetu. - shá Borgin setur 150 milljónir í átaksverkefni fyrir atvinnulausa: Tvö þúsund störf fyrir ungt fólk Í ATVINNULEIT Borgin ætlar í stórátak til að létta á vanda atvinnulausra í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Kauptún 3 - Garðabær - s: 533 22 00 - www.art2b.is Gallery Art 2b Rýmingarsala á málverkum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.