Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 4
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR4 BANDARÍKIN, AP Phillip Garrido og Nancy kona hans hafa játað að hafa rænt Jaycee Dugard þegar hún var 11 ára og haldið henni fanginni í 18 ár. Dugard slapp úr prísundinni árið 2009, en þá hafði Garrido getið henni tvær dætur sem nú eru 13 og 16 ára. Garrido-hjónin bíða nú dóms en verða að öllum líkindum í fangelsi til æviloka. Þau játuðu, að eigin sögn, til að hlífa Dugard og dætrum hennar fyrir því að þurfa að bera vitni fyrir dómi. - þj Gangast við brotum: Níðingahjónin játuðu sekt sína IÐNAÐUR Samtök ferðaþjónust- unnar (SAF) taka undir áskor- un FÍB, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands til stjórnvalda um að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti. Í tilkynningu SAF kemur fram að Vegagerðin spái verulegum samdrætti í umferð fram undan og sagt ljóst að það muni koma fram í fækkun ferðamanna úti á landsbyggðinni. „Ferðaþjónustan er ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins í bæði gjaldeyris- og atvinnusköpun og getur það því haft alvarlegar afleiðingar ef samdráttur í ferðum um landið verður mikill,“ segir á vef SAF. - óká Óttast samdrátt úti á landi: Taka undir kröfur um lægri álögur LANDBÚNAÐUR Sjúkdómurinn smitandi fótasár (pododermatit- is) virðist hafa stungið sér niður í sex minkabúum hér á landi. Ekki er um mörg sjúk dýr að ræða en gripið hefur verið til nauðsyn- legra aðgerða vegna þessa. Matvælastofnun segir í frétt á heimasíðu að sjúkdómurinn sé þekktur erlendis en lítið sé vitað um orsakir hans. Sjúkdóms- einkenni eru bólgnar og sárar loppur dýranna en lóga verður öllum dýrum verði sjúkdómsins vart eða meðhöndla dýrin sér- staklega. Dýralæknir loðdýrasjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur sent öllum minkabændum og starf- andi dýralæknum upplýsingar og tillögur að sérstakri aðgerða- áætlun vegna sjúkdómsins. - shá Smit þrátt fyrir sóttkví: Nýr sjúkdómur á minkabúum LÖGREGLUMÁL Chigozie Óskar Anoruo, íslenskur ríkisborgari sem var eftirlýstur af Inter- pol, hefur gefið sig fram og hóf afplánun í fyrradag. Óskar er vistaður í Hegningarhúsinu, eins og venjan er um karlkyns fanga í upphafi afplánunar. Ástæða þess að hann var eftir- lýstur er sú að fangelsismálayf- irvöld höfðu upplýsingar um að Óskar væri erlendis. Hann var hins vegar kominn aftur til lands- ins og gaf sig fram eftir að lýst var eftir honum. - eh Eftirlýstur af Interpol: Óskar hefur gefið sig fram BANDARÍKIN Bandaríska geim- vísindastofnunin ákvað í gær að fresta fyrirhuguðu geimskoti geimferjunnar Endeavour vegna tæknilegra örðugleika. Stefnt er að því að reyna að nýju á morgun. Geimferðin verður lokakaflinn í sögu Endeavour en til stendur að leggja geimferjum NASA eftir ferð ferjunnar Atlantis í sumar. Lögregluyfirvöld í Flórída áttu von á að 750 þúsund manns kæmu til að fylgjast með geim- skotinu, og var Barack Obama Bandaríkjaforseti meðal þeirra. - shá Geimskutlan Endeavour: Geimskoti var frestað í gær ENDEAVOUR BÍÐUR Á SKOTPALLINUM Tæknilegir örðugleikar fresta geim- skotinu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Akur- eyri hefur ákært tvo menn fyrir fíkniefnakaup og -sölu. Mennirnir eru báðir rúmlega tvítugir. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa í lok ágúst eða byrj- un september 2010 keypt um 25 grömm af maríjúana í Reykjavík og flutt það til Akureyrar, þar sem hann seldi hluta þess til einstakl- inga. Þá eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa í sameiningu í nóvember- mánuði 2010 keypt um 150 grömm af maríjúana af óþekktum einstak- lingum á Akureyri og selt um 120 grömm af þeim efnum til fólks í bænum, sem ekki er vitað um deili á. Loks eru báðir mennirnir ákærðir fyrir að hafa í samein- ingu 1. desember 2010, keypt og fengið afhent rúmlega 100 grömm af marijúana og verið búnir að selja um 20 til 30 grömm af efn- inu, þegar lögreglan gerði hús- leit hjá þeim á dvalarstað þeirra á Akureyri, þann sama dag. Lög- reglan lagði hald á afganginn, 90,39 grömm af maríjúana og 1,71 grömm af tóbaksblönduðu kanna- bisefni. - jss Tveir ungir menn keyptu ítrekað marijúana og seldu Akureyringum: Ákærðir fyrir fíkniefnasölu AKUREYRI Aðalathafnasvæði fíkniefna- salanna var á Akureyri. GENGIÐ 29.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,1875 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,60 111,12 184,21 185,11 164,35 165,27 22,036 22,164 21,080 21,204 18,406 18,514 1,3589 1,3669 179,34 180,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is STJÓRNSÝSLA Sveitarstjórnarfólk á Suðurnesjum vill að lagst verði í frekari úttekt á hagkvæmni þess að starfsemi Landhelgisgæslunn- ar verði flutt til Reykjanesbæjar. Þingmaður Suðurkjördæmis tekur undir það. Þau telja ýmsa ann- marka á hagkvæmnismatinu sem innanríkisráðuneytið lét vinna. Í ályktun Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum segir að mats- skýrslan taki ekki á „þeim fram- tíðarkostnaði er Landhelgisgæslan mun verða fyrir ef hún er áfram á þeim stað sem hún er í dag“ og er vísað í skýrsluna sem segir að núverandi aðstöðu Gæslunnar þurfi að bæta til lengri tíma litið. Hefur sambandið því óskað eftir því að myndaður verði „samstarfs- hópur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum til að halda áfram þessari hagkvæmnisgreiningu svo allar hliðar málsins liggi ljós- ar fyrir áður en ákvörðun verður tekin“. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, tekur undir þessa ályktun og segir í sam- tali við Fréttablaðið að matsskýrsl- an beri saman ólíka hluti. „Það sem slær mig í þessu mati er að þar er verið að bera saman hvernig Gæslan er rekin núna, með útkalls- og bakvaktarfyrir- komulagi, og hins vegar hvernig hún yrði rekin í Keflavík með auk- inni og stórefldri starfsemi.“ Ragnheiður bætir því við að óvissuþættirnir sem skýrslan til- tekur séu miklir og ekki sé hægt að taka framtíðarákvörðun byggða á henni. Þá átelur hún að ekkert sé minnst á hugsanlega yfirfærslu verkefna Varnarmálastofnunar til Landhelgisgæslunnar, en það gæti breytt niðurstöðu hagkvæmnis- mats. Hún þvertekur fyrir að kjör- dæmapot ráði för í afstöðu þing- manna kjördæmisins. „Auðvitað horfum við á málið með hagsmuni skattborgara að sjónarmiði en við viljum skoða hlutina ítarlega frá öllum hliðum því að við teljum að flutningur Gæslunnar sé til hagsbóta fyrir skattborgarana til frambúðar.“ Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir í samtali við Frétta- blaðið að hann sé tilbúinn til að skoða málið áfram. „Það er sjálfsagt að halda þess- ari vinnu áfram og horfa þá til langs tíma. Við munum taka það til skoðunar.“ Í matinu kemur fram að til lengri tíma litið sé núverandi aðstaða ófullnægjandi og úrbóta sé þörf. Talsmaður Landhelgisgæsl- unnar segir hins vegar við Frétta- blaðið að ekki sé hægt að segja til um hvenær nauðsyn muni krefjast þess. thorgils@frettabladid.is Vilja frekari úttekt á flutningi Gæslunnar Sveitarstjórnarfólk og þingmaður segja hagkvæmnimat á flutningi Landhelgis- gæslunnar ekki nógu heildstætt. Vilja að málið verði skoðað frá öllum hliðum. VILJA FREKARI ÚTTEKT Sveitarstjórnarfólk á Suðurnesjum og þingmenn Suðurkjördæmis vilja frekari úttekt á hagkvæmni hugsanlegs flutnings Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 19° 19° 14° 22° 19° 13° 13° 21° 20° 20° 20° 31° 17° 22° 17° 10° Á MORGUN 3-8 m/s. MÁNUDAGUR 8-13 m/s suðvestast, annars hægari. 15 12 12 6 6 5 5 7 8 9 4 7 2 3 2 2 9 7 4 6 6 5 7 7 7 12 13 12 12 15 10 7 SUMARIÐ Á LEIÐINNI? Vor í lofti víðast hvar um helgina og jafnvel sumarveður norð- austanlands. Hitinn gæti náð allt að 17 stigum norðaustan til í björtu veðri í dag. Vætusamt vestanlands en þar léttir til um tíma á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.