Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 8

Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 8
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR8 SÝRLAND, AP Þúsundir mótmælenda héldu út á götur helstu borga Sýr- lands í gær og lýstu yfir stuðningi við íbúa borgarinnar Daraa, sem hefur síðan á mánudag verið undir umsátri hersins. Margir hrópuðu: „Við erum ekki hrædd!“ Öryggissveitir skutu á mótmæl- endur í höfuðborginni Damaskus og Latakia, en í Daraa, sem hefur verið miðpunktur mótmælanna, þorir fólk varla lengur út á götur. Sumir þorðu ekki einu sinni að fara til föstudags- bæna í moskum borgarinnar í gær. Mótmælendurnir hafa nú í sex vikur krafist afsagnar Bashars Assad forseta og víðtækra umbóta á stjórnarháttum landsins. Assad lét að nokkru undan kröfum mótmæl- enda og fékk stjórn sína til þess að afnema neyðarlög, sem hafa verið í gildi í landinu áratugum saman. Ekkert bólar þó á afnámi þeirra í reynd. Þvert á móti hefur Assad, sem er menntaður í Bretlandi, í auknum mæli gripið til þess ráðs að beita hersveitum sínum af fullri hörku gegn mótmælendum, jafnvel þótt mótmælin hafi verið friðsam- leg. Herliðið í Daraa hefur sér til stuðnings bæði leyniskyttur og skriðdreka. Aðgerðir hersins hafa kostað hundruð manna lífið og hafa þær orðið æ harkalegri. Aðgerðir Assads vekja upp minn- ingar Sýrlendinga um hörku föður hans, Hafez al Assad, sem barði niður uppreisn súnní-múslima árið 1982 með því að siga hersveitum sínum á bæinn Hama. Þar voru að minnsta kosti tíu þúsund manns myrtir. Assad hefur bannað starfsemi erlendra fjölmiðla í landinu nær algerlega og takmarkað mjög aðgang að þeim stöðum landsins þar sem óróa hefur gætt. Af þess- um sökum er nánast ómögulegt að fá öruggar fréttir af því sem er að gerast. Á myndbandi sem birt var á vef- síðunni Youtube mátti þó sjá mót- mælendur í Damaskus hrópa: „Ó, mikli her Sýrlands! Léttu umsátr- inu af Daraa!“ Einnig mátti sjá þúsundir mót- mælenda fyrir utan borgina Homs hrópa: „Bless, bless, Bashar! Við sjáumst í Haag!“ Mótmælend- ur hafa sagt að draga eigi Bashar Assad forseta fyrir Alþjóðlega sakadómstólinn í Haag, þar sem stríðsglæpir og glæpir gegn mann- kyni eru teknir til umfjöllunar. gudsteinn@frettabladid.is Þúsundir mótmæla ógnarstjórn Assads Stjórnarherinn í Sýrlandi gerist æ stórtækari í árásum sínum á mótmælendur, sem í sex vikur hafa krafist afsagnar Assads forseta. Þúsundir manna héldu samt út á götur helstu borga landsins í gær og hrópuðu: Við erum ekki hrædd. MÓTMÆLI Í KAMISHLI Myndin er tekin af íbúa borgarinnar, enda fá erlendir fjölmiðlar ekki að koma nálægt neinum mótmælum. ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur SUMMER. Kolagrill. H70, Ø45 cm. Verð 14.900,- Borðum úti í sumar Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Ný nálgun við mataraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. www.help.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 11 10 93 1 Hvaða skóli sigraði í úrslita- keppni Skólahreysti í fyrrakvöld? 2 Hvaða sautján ára Íslendingur á tvo afa sem hafa farið í konunglegt brúðkaup í Bretlandi? 3 Hver semur Þjóðhátíðarlagið í ár? SVÖR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 1. Holtaskóli í Reykjanesbæ 2. Óðinn Páll Ríkharðsson 3. Páll Óskar Hjálmtýsson VÍSINDI Heiðursvísindamaður árs- ins 2011 á Landspítala er Einar Stefánsson augn- læknir. Tilkynnt var um þetta á Vísindum á vor- dögum á Land- spítala sem hóf- ust í gær. Einar er mikil- virkur vísinda- maður og hefur beitt sér sérstaklega í nýsköpun og stofnun sprotafyrirtækja sem byggja á vísindalegum grunni. Vísindastörf Einars og samstarfs- manna hafa leitt til fjölmargra merkra uppgötvana og nýsköp- unar, segir í tilkynningu frá LSH. Ritrýndar greinar Einars eru yfir 200 talsins, auk fjölda bóka- kafla, einkaleyfa og mörg hundruð ágripa á ráðstefnum. Hann hefur verið heiðraður víða um heim fyrir vísindastörf. - shá Heiðursvísindamaður 2011: Einar Stefánsson heiðraður af LSH EINAR STEFÁNSSON DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suður- lands fyrir að ráðast á annan mann á veitingastaðnum Lundan- um í Vestmannaeyjum. Maðurinn hrinti fórnarlambinu harkalega sem við það féll í gólfið og fékk áverka. Árásarmaðurinn játaði sök fyrir dómi. Jafnframt viðurkenndi hann bótakröfu fórn- arlambsins upp á tæplega hálfa milljón króna. Maðurinn á minni háttar sakaferil að baki en dóm- urinn sagði árásina tilefnislausa og ruddalega. - jss Greiði hálfa milljón í bætur: Tilefnislaus og ruddaleg árás VIÐSKIPTI Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, auglýsti í fyrrdag að verslanakeðjan 10-11 væri til sölu. Verslanakeðjan tilheyrði áður Högum en var skilin frá henni í kjölfar tilmæla Samkeppniseftir- litsins haustið 2009 eftir að Arion banki tók rekstur Haga yfir. Sam- kvæmt tilmælunum var mælst til þess að allir möguleikar yrðu skoðaðir til að selja Haga í fleiri en einum hluta í því skyni að örva samkeppni. Eignabjarg tók við Högum í fyrra. Í samkomulagi Arion banka við Jóhannes Jónsson, stofnanda Bónuss, felst að honum og fjöl- skyldu hans er meinuð samkeppni við Haga á matvörumarkaði næsta árið. Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að af þeim sökum væri ólík- legt að fjölskyldan keypti rekstur- inn þótt engin klásúla í samning- um beinlínis bannaði það. Verslanir 10-11 eru 23 talsins á höfuðborgarsvæðinu, í Reykja- nesbæ og á Akureyri og nam velta þeirra sjö prósentum af heildar- veltu Haga á sínum tíma. Í auglýsingu frá Eignabjargi kemur fram að til standi að selja verslunina í heilu lagi. - jab Dótturfélag Arion banka hefur ákveðið að selja 23 verslanir: 10-11 verslanirnar í opið söluferli EIN VERSLANA 10-11 Til stendur að selja rekstur matvörukeðjunnar í einu lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.