Fréttablaðið - 30.04.2011, Qupperneq 8
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR8
SÝRLAND, AP Þúsundir mótmælenda
héldu út á götur helstu borga Sýr-
lands í gær og lýstu yfir stuðningi
við íbúa borgarinnar Daraa, sem
hefur síðan á mánudag verið undir
umsátri hersins. Margir hrópuðu:
„Við erum ekki hrædd!“
Öryggissveitir skutu á mótmæl-
endur í höfuðborginni Damaskus og
Latakia, en í Daraa, sem hefur verið
miðpunktur mótmælanna, þorir fólk
varla lengur út á götur. Sumir þorðu
ekki einu sinni að fara til föstudags-
bæna í moskum borgarinnar í gær.
Mótmælendurnir hafa nú í sex
vikur krafist afsagnar Bashars
Assad forseta og víðtækra umbóta
á stjórnarháttum landsins. Assad lét
að nokkru undan kröfum mótmæl-
enda og fékk stjórn sína til þess að
afnema neyðarlög, sem hafa verið í
gildi í landinu áratugum saman.
Ekkert bólar þó á afnámi þeirra
í reynd. Þvert á móti hefur Assad,
sem er menntaður í Bretlandi, í
auknum mæli gripið til þess ráðs
að beita hersveitum sínum af fullri
hörku gegn mótmælendum, jafnvel
þótt mótmælin hafi verið friðsam-
leg.
Herliðið í Daraa hefur sér til
stuðnings bæði leyniskyttur og
skriðdreka. Aðgerðir hersins hafa
kostað hundruð manna lífið og hafa
þær orðið æ harkalegri.
Aðgerðir Assads vekja upp minn-
ingar Sýrlendinga um hörku föður
hans, Hafez al Assad, sem barði
niður uppreisn súnní-múslima árið
1982 með því að siga hersveitum
sínum á bæinn Hama. Þar voru að
minnsta kosti tíu þúsund manns
myrtir.
Assad hefur bannað starfsemi
erlendra fjölmiðla í landinu nær
algerlega og takmarkað mjög
aðgang að þeim stöðum landsins
þar sem óróa hefur gætt. Af þess-
um sökum er nánast ómögulegt að
fá öruggar fréttir af því sem er að
gerast.
Á myndbandi sem birt var á vef-
síðunni Youtube mátti þó sjá mót-
mælendur í Damaskus hrópa: „Ó,
mikli her Sýrlands! Léttu umsátr-
inu af Daraa!“
Einnig mátti sjá þúsundir mót-
mælenda fyrir utan borgina Homs
hrópa: „Bless, bless, Bashar! Við
sjáumst í Haag!“ Mótmælend-
ur hafa sagt að draga eigi Bashar
Assad forseta fyrir Alþjóðlega
sakadómstólinn í Haag, þar sem
stríðsglæpir og glæpir gegn mann-
kyni eru teknir til umfjöllunar.
gudsteinn@frettabladid.is
Þúsundir mótmæla
ógnarstjórn Assads
Stjórnarherinn í Sýrlandi gerist æ stórtækari í árásum sínum á mótmælendur,
sem í sex vikur hafa krafist afsagnar Assads forseta. Þúsundir manna héldu
samt út á götur helstu borga landsins í gær og hrópuðu: Við erum ekki hrædd.
MÓTMÆLI Í KAMISHLI Myndin er tekin af íbúa borgarinnar, enda fá erlendir fjölmiðlar ekki að koma nálægt neinum mótmælum.
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8,
112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
einfaldlega betri kostur
SUMMER. Kolagrill. H70, Ø45 cm. Verð 14.900,-
Borðum
úti í sumar
Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO
hringja í söfnunar-
símann 9O7 2OO2,
gefa framlag á
framlag.is,
gjofsemgefur.is eða
á söfnunarreikning
O334-26-886,
kt. 45O67O-O499.
Ný nálgun við mataraðstoð
Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá
matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki
mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum.
Valgreiðsla hefur verið send í
heimabanka þinn. Með því að
greiða hana styður þú innanlands-
aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og
hjálpar til sjálfshjálpar.
www.help.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
11
10
93
1 Hvaða skóli sigraði í úrslita-
keppni Skólahreysti í fyrrakvöld?
2 Hvaða sautján ára Íslendingur á
tvo afa sem hafa farið í konunglegt
brúðkaup í Bretlandi?
3 Hver semur Þjóðhátíðarlagið í
ár?
SVÖR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
1. Holtaskóli í Reykjanesbæ 2. Óðinn Páll
Ríkharðsson 3. Páll Óskar Hjálmtýsson
VÍSINDI Heiðursvísindamaður árs-
ins 2011 á Landspítala er Einar
Stefánsson augn-
læknir. Tilkynnt
var um þetta á
Vísindum á vor-
dögum á Land-
spítala sem hóf-
ust í gær.
Einar er mikil-
virkur vísinda-
maður og hefur
beitt sér sérstaklega í nýsköpun
og stofnun sprotafyrirtækja sem
byggja á vísindalegum grunni.
Vísindastörf Einars og samstarfs-
manna hafa leitt til fjölmargra
merkra uppgötvana og nýsköp-
unar, segir í tilkynningu frá LSH.
Ritrýndar greinar Einars eru
yfir 200 talsins, auk fjölda bóka-
kafla, einkaleyfa og mörg hundruð
ágripa á ráðstefnum. Hann hefur
verið heiðraður víða um heim
fyrir vísindastörf. - shá
Heiðursvísindamaður 2011:
Einar Stefánsson
heiðraður af LSH
EINAR STEFÁNSSON
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í Héraðsdómi Suður-
lands fyrir að ráðast á annan
mann á veitingastaðnum Lundan-
um í Vestmannaeyjum.
Maðurinn hrinti fórnarlambinu
harkalega sem við það féll í gólfið
og fékk áverka. Árásarmaðurinn
játaði sök fyrir dómi. Jafnframt
viðurkenndi hann bótakröfu fórn-
arlambsins upp á tæplega hálfa
milljón króna. Maðurinn á minni
háttar sakaferil að baki en dóm-
urinn sagði árásina tilefnislausa
og ruddalega. - jss
Greiði hálfa milljón í bætur:
Tilefnislaus og
ruddaleg árás
VIÐSKIPTI Eignabjarg, dótturfélag
Arion banka, auglýsti í fyrrdag að
verslanakeðjan 10-11 væri til sölu.
Verslanakeðjan tilheyrði áður
Högum en var skilin frá henni í
kjölfar tilmæla Samkeppniseftir-
litsins haustið 2009 eftir að Arion
banki tók rekstur Haga yfir. Sam-
kvæmt tilmælunum var mælst
til þess að allir möguleikar yrðu
skoðaðir til að selja Haga í fleiri
en einum hluta í því skyni að örva
samkeppni. Eignabjarg tók við
Högum í fyrra.
Í samkomulagi Arion banka
við Jóhannes Jónsson, stofnanda
Bónuss, felst að honum og fjöl-
skyldu hans er meinuð samkeppni
við Haga á matvörumarkaði næsta
árið. Fréttablaðið greindi frá því í
fyrra að af þeim sökum væri ólík-
legt að fjölskyldan keypti rekstur-
inn þótt engin klásúla í samning-
um beinlínis bannaði það.
Verslanir 10-11 eru 23 talsins
á höfuðborgarsvæðinu, í Reykja-
nesbæ og á Akureyri og nam velta
þeirra sjö prósentum af heildar-
veltu Haga á sínum tíma.
Í auglýsingu frá Eignabjargi
kemur fram að til standi að selja
verslunina í heilu lagi. - jab
Dótturfélag Arion banka hefur ákveðið að selja 23 verslanir:
10-11 verslanirnar í opið söluferli
EIN VERSLANA 10-11 Til stendur að selja
rekstur matvörukeðjunnar í einu lagi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEISTU SVARIÐ?