Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 16
16 30. apríl 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR í Kópavogi Aðventukaffi með eldri borgurum Samfylkingin í Kópavogi býður eldri borgurum í aðventukaffi laugardaginn 28. nóvember frá klukkan 10.00 til 12.00 í húsnæði flokksins Hamraborg 11, 3. hæð. Meðal góðra gesta: Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Rannveig Guðmundsdóttir, f.v. alþingiskona og Magnús Orri Schram, þingmaður. Einnig les rithöfundurinn Jón Karl Helgason nýútkominni ævisögu um Ragnar í Smára Hlökkum til að sjá ykkur 1. maí kaffi Samfylkingin í Kópavogi býður í kaffi 1. maí í Hamraborg 11, 3. Hæð kl:15:00 Ræðumenn: Árni Páll Árnason, efnahags - og viðskiptaráðherra, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands og Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar- innar í Kópavogi. Tónlist og fjöldasöngur Stjórnin A ð virtri beiðni umbjóðanda yðar, þ.m.t. tilgangi hennar, þeirrar fjárhæðar sem um er að ræða, þeim hagsmun- um sem eru í húfi, þeim gögnum sem beiðninni fylgdu og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar af hálfu bankans við mat á henni, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um gjaldeyrismál, er það niðurstaða Seðlabankans að fallast á beiðnina og er félögunum saman veitt heimild til úttektar af gjaldeyrisreikningi að fjárhæð 7.270 evrur og 150 sterlingspund. Ofangreint er hvorki frá þeim tíma þegar amma var ung né frá Norður-Kóreu. Þetta var skrifað í Seðlabanka Íslands í fyrradag og undirritað af aðstoðarseðla- bankastjóranum og staðgengli forstöðumanns gjaldeyriseftir- lits bankans. Samherji má sem sagt taka út sem svarar til rúmlega einnar milljónar króna svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku. Það er ekki síst út af svona rugli sem álit fólks á ríkisstjórninni er lítið. Ekki þarf forsögu Þorsteins Más forstjóra, um að þrettán manns hafi komið að málinu og eytt í það fimmtán klukkutímum, til að hneykslast. Í óskapnaðinum sem regluverkið um gjaldeyrishöftin er birtist – óvart líklega – afstaða stjórnvalda til atvinnulífsins. Fyrirtækjum eru settar skorður um hvernig þau mega ráðstafa eigin peningum og á þessu dæmi Samherja sést glögglega að þær skorður eru fáránlegar. Forkólfar atvinnurekenda hafa því nokkuð til síns máls þegar þeir segja ríkisstjórnina standa sig illa gagnvart atvinnulífinu, með tilheyrandi skaða fyrir fyrirtækin og um leið fólkið í landinu. Auk gjaldeyrishaftanna koma þar til skattastefnan, afstaðan til virkjana og stóriðju og fleira. Í gær birti hins vegar til í samskiptum ríkisstjórnarinnar og atvinnulífsins. Eftir mánaðabaráttu særðu Samtök atvinnulífs- ins út yfirlýsingu úr Stjórnarráðinu um ýmsar verklegar fram- kvæmdir sem ráðast á í. Þrátt fyrir að samtökin – og aðrir – hafi ömurlega reynslu af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við stöðugleikasáttmálann 2009 ætla þau að treysta því að nú fylgi efndir orðum. Mikið er í húfi fyrir samfélagið. Störfum þarf að fjölga og almenn hagsæld að aukast. Þetta vita ráðherrarnir og hafa svosem vitað lengi en lítið aðhafst til að rétta stöðuna við. Ráðherrarnir vita líka að það er mikið í húfi fyrir ríkisstjórnina. Standi hún ekki við yfirlýsingar sínar nú eru dagar hennar einfaldlega taldir. En ekki er allt unnið með fleiri störfum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Það þarf að hætta svona bulli eins og Samherja- menn þurftu að standa í til að komast til Brussel. Nú skulu sköpuð störf en þurfir þú eina milljón í evrum áttu það undir vilja embættismanna. Ríkisstjórnin ræð- ur örlögum sínum Þegar síðasta vaxtaákvörð-un var kynnt fylgdi alvar-leg viðvörun frá hagfræð-ingum Seðlabankans vegna þeirra kauphækkunartilboða sem þá höfðu verið kynnt. Sérfræðingar bankans töldu að launabreytingar gætu farið yfir þau mörk sem stöð- ugleikinn þolir. Í ljósi alls þess sem á undan er gengið í þjóðarbúskapnum vekja viðbrögðin við þessari aðvörun athygli. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Forystu- menn ASÍ og SA hafa ekki veitt and- svör. Enginn hefur tekið málið upp á Alþingi. Fjölmiðlar láta aðvörunina eins og vind um eyru þjóta. Gríðarleg framför hefur orðið við gerð kjarasamninga síðustu þrjá ára- tugi. Samninga- mönnum beggja megin borðsins er ljóst að lífs- kjör verða því aðeins bætt að raunveruleg verðmætasköpun liggi að baki. Eigi að síður er það svo að fjölmiðlaum- ræðan um kjarasamninga ræðst fremur af tilfinningum en köldum staðreyndum þjóðhagsreikninga. Ugglaust er það þessi gamli tilfinn- ingagrundvöllur kjaraviðræðna sem ráðið hefur mestu um að menn hafa skellt skollaeyrum við þeim aðvör- unarorðum sem komu úr Seðlabank- anum á dögunum. Kjaraviðræður sem fóru af stað með það sameiginlega markmið launafólks og stjórnenda atvinnu- fyrirtækjanna að bæta kjörin með aukinni verðmætasköpun snerust upp í deilu um hver eigi að stjórna landinu. Verkalýðsfélög hafa oft verið sökuð um að nota vald sitt til að stjórna þjóðfélaginu. Nú er það LÍÚ. Einu gildir hver á í hlut. Reynslan sýnir að hvorki launafólk né atvinnufyrirtæki hafa hag af átökum á þeim forsendum. Skollaeyrum skellt við aðvörun Forystumenn launafólks og atvinnufyrirtækja voru sammála um að fara svo-kallaða atvinnuleið. Hún var um flest reist á skynsamlegum rökum. Gallinn var sá að hún byggði á óorðnum hagvexti sem ekki var unnt að reikna með að óbreyttri stjórnarstefnu. Meiri aðgæsla hefði falist í því að miða við þá verðmæta- sköpun sem menn hafa í hendi. Þá hefði heldur ekki reynt á spurning- una hverjir stjórnuðu landinu. Verkurinn er sá að forystumenn atvinnulífsins voru tilbúnir að teygja sig lengra til að mæta við- semjendum sínum og efla fyrirtæk- in. Þá reka menn sig á vegg. Það er ágreiningurinn um orkunýtingu og það hvort sjávarútvegsstefnan eigi að ráðast af félagslegum sjónarmið- um eða kröfum um hagkvæmni. Þegar gera á kjarasamninga um sýndan hagvöxt en ekki gefinn skiptir þessi ágreiningur vitaskuld máli. Ef draga á úr hagkvæmni í rekstri höfuðatvinnugreinarinnar þrengir það eðlilega svigrúm til launahækkana. Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin er ófús til samninga um stefnu sína á þessum sviðum. Deila má um hversu skynsamlegt það er. Hitt er ótækt að snúa því upp í átök um hver eigi að stjórna landinu. Oft hafa rík- isstjórnir verið fúsar til samstarfs jafnvel við auðveldari aðstæður en nú eru. Sé sá vilji hins vegar ekki fyrir hendi er tómt mál að lemja höfðinu við steininn. Ríkisstjórnin hefur valdið. Að því gefnu að ríkisstjórnin vilji ekki samstarf út fyrir veggi þing- flokka sinna um orkunýtingu og sjávarútveg verða atvinnufyrir- tækin að semja út frá samkeppn- isstöðunni eins og ætla má að hún verði þegar sjávarútvegsstefnunni hefur verið kollvarpað. Þær þjóðir í Evrópu sem best standa um þess- ar mundir hafa látið samkeppnis- sjónarmið þjóðarbúsins ráða kjara- ákvörðunum. Höfum við efni á öðru? Samkeppnisstaðan Hættan sem við stöndum andspænis er sú að til-boðið um atvinnuleiðina hafi þegar vakið eftir- væntingu um hagvöxt sem óvíst er að verði. Að því leyti er skiljanlegt að SA hafi ríghaldið í vonina. For- ystumennirnir vita sem er að erf- itt er að ná niðurstöðu í samning- um um lægri tölur en gefnar hafa verið til kynna. Verði hagvaxtarleiðin ekki farin er lítil von til þess að innistæða verði fyrir þeim launahækkunum sem nefndar hafa verið. Kjarni málsins er sá að frómar óskir um atvinnuleið og raunhæfar kjara- bætur geta þannig endað í gamal- dags verðbólguleið. Hagfræðing- ar Seðlabankans töluðu einfaldlega ekki út í bláinn þó að þeir hafi enn sem komið er talað upp í vindinn. Stjórnskipulegum rétti ríkis- stjórnarinnar til að stjórna land- inu fylgir að sama skapi pólitísk ábyrgð. Nú reynir á þá ábyrgð. Hún felst fyrst og fremst í því að hafa forystu fyrir umræðu og ráðstöfunum sem komið geta í veg fyrir að kjarasamningar leiði til aukinnar verðbólgu. Ríkisstjórnin hefur hafnað því að ræða leið Samtaka atvinnu- lífsins. Þá þarf hún að gera aðrar ráðstafanir sem tryggt geta sambærilega samkeppnis- stöðu atvinnufyrirtækjanna eða draga ella niður þær væntingar um launahækkanir sem búið er að skapa. Skjóti ríkisstjórnin sér undan þessari ábyrgð blasir við opið hlið verðbólguleiðarinnar. Verðbólguleiðin er nú opin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.