Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 18

Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 18
18 30. apríl 2011 LAUGARDAGUR Fyrsti maí – dagur samstöðu Fyrsti maí – alþjóðlegur bar-áttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlut- verk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingar- innar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgað- ur baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunn- inna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnu- degi, betri vinnuaðstöðu, bætt- um kjörum, öflugu velferðar- kerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kost- að okkur miklar fórnir. Launa- fólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtíma- atvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóð- félag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með sam- stöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um upp- byggingu þjóðfélagsins. Slík- ar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamning- um. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samning- um við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármála- ráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkur- borg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauð- synleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí. Verkalýðsmál Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Kvótamálið og launafólkið Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli stilla almennu launa- fólki upp við vegg og halda því í gísl- ingu vegna fisk- veiðikvótamáls sem er svo stórgallað að brýn þörf er á að breyta því. Af þeim sökum v i l é g ko m a með innlegg í umræðuna og set það fram sem til- lögu til lausnar á kvótakerfinu sem nánast ekkert gott hefur látið af sér leiða. Tillagan byggir á eftirfarandi atrið- um: 1 . Auðl i nd i n er og verður alla tíð þjóðareign og skulu veiðiheimild- ir aðeins leigðar út af íslenska ríkinu samk. ákv. reglum. 2 . Núverandi kvótahafar skulu þó halda kvótaveiðiheimildum sínum án veiðigjalds næstu fjögur árin en allur viðbótarkvóti skal leigður út af ríkinu. 3. Þeir sem sannanlega hafa keypt kvóta skulu halda honum, að frádregnum þeim kvóta sem þeir hafa selt, án veiðigjalds næstu 10-15 árin. 4. Kvótaveiðiheimildin erfist ekki og skal hún hvorki vera framseljanleg né leigð öðrum. 5. Sé kvótaveiði- heimildin ekki nýtt að neinu marki í tvö ár samfellt fellur kvóta- veiðiheimildin niður. Þó má sama útgerð flytja kvótaveiðiheim- ild á milli skipa í eigin eigu. 6. Allan afla skal koma með að landi og verði handhafi kvóta- veiðiheimildar upp- vís að aflabrottkasti getur það orðið til þess að kvótaveiði- heimild hans falli úr gildi. Sama getur átt við ef handhafi kvóta- veiðiheimildar verður uppvís að stórfelldum skattsvikum. Það er von mín að þessi ofangreindu atriði, ásam öðrum, geti orðið til að lausn finnist á þessu leið- inda máli og að sátt verði í framtíðinni um sjávarútvegsmál, kaup og kjör vinnandi fólks og lífs- kjör öryrkja og aldraðra í land- inu. Fiskveiðistjórnun Matthías Kristinsson fyrrverandi skólastjóri Sé kvótaveiði- heimildin ekki nýtt að neinu marki í tvö ár sam- fellt fellur kvótaveiði- heimildin niður. Þó má sama útgerð flytja kvóta- veiðiheimild á milli skipa í eigin eigu. Carl A. Bergmann Laugavegi 55 40 – 70% afsláttur af úrum, klukkum, skartgripum ofl. Opið verður frá 10-22 alla daga til 8. maí 2011 Verslunin hættir, allt á að seljast! Þökkum kærlega fyrir traust viðskipti í tæp 70 ár. Vinsamlega sækið viðgerð úr og klukkur Rýmingarsala
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.