Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 26
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR26 Í lok ársins 1996 birtist í tíma- ritinu The Economist ítarleg úttekt á beinu lýðræði, þar sem hvatt var til róttækra breyt- inga á framkvæmd lýðræðis í nútímaríkjum. Höfundar úttektarinnar og leiðara- höfundar tímaritsins töldu augljóst að beint lýðræði myndi fá aukið vægi þegar kæmi fram á 21. öldina en vægi fulltrúalýðræðis myndi að sama skapi minnka. Þeir hvöttu til þess að fjölga mjög þjóðaratkvæðagreiðslum, svo almenningur í lýðræðisríkjum gæti í auknum mæli tekið ákvörðunarvaldið í sínar hendur. Völd og áhrif atvinnu- stjórnmálamanna myndu jafnframt dvína. Í síðustu viku birtist svo í sama tímariti önnur úttekt á beinu lýðræði, ekki síður ítarleg en sú fyrri, en í þetta sinn virðast höfundarnir komnir með bakþanka: Beina lýðræðið virkar ekki alltaf sem skyldi. Leiðir af sér glundroða Bakþankarnir stafa einkum af reynsl- unni frá Kaliforníu, þar sem beint lýð- ræði hefur verið stundað í ríkum mæli síðan 1978, en þá var svonefnd „Til- laga 13“ borin undir íbúa ríkisins. Hún snerist um lækkun eignaskatts, og var samþykkt með 57 prósentum atkvæða þrátt fyrir andstöðu beggja stóru stjórnmálaflokkanna. Síðan þá hafa Kaliforníubúar verið einstak- lega duglegir við að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslna um alls kyns málefni, stór sem smá. Höfundar úttektarinnar í The Econ- omist segja þessa tilraun með beint lýðræði í Kaliforníu augljóslega hafa mistekist. „Löggjöf almennings hefur leitt af sér glundroða. Margar tillögurnar hafa annaðhvort lækkað skatta eða aukið útgjöld, og þar með gert mönn- um enn erfiðara að koma jafnvægi á ríkisfjármálin. Sumar eru svo van- hugsaðar að afraksturinn er andstaða þess sem lagt var upp með.“ Ofvaxinn skuldavandi Þrátt fyrir náttúrufegurð, fjölbreytt mannlíf og ólgandi frumkvöðlastarf, bæði í kvikmyndageiranum og tölvu- geiranum, er Kalifornía að sligast undan skuldum. Atvinnuleysi er tólf prósent, sem er meira en í langflest- um ríkjum Bandaríkjanna. Í Kaliforníu búa nærri 40 milljón- ir manna. Þetta er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og framleiðslan þar er 13 prósent af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Fjárhagsvandræði Kaliforníu hafa því veruleg áhrif á efnahagslíf allra Bandaríkjanna. Ástæðu skuldavandans og þar með meginástæðu fjárhagsvanda Kaliforníu má, að sögn Economist, að miklu leyti rekja til mislukkaðra ákvarðana sem teknar hafa verið í þjóðaratkvæðagreiðslum. Lamað þing Tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur eru sömuleiðis sagðar ástæða þess að framkvæmdarvaldið er veikburða og löggjafarvaldið nánast lamað. „Hver vill sitja á þingi þar sem 70-90 pró- sentum fjárlaganna hefur fyrirfram verið úthlutað?“ spyr The Economist. „Þeir malbikuðu paradís og settu upp kjörklefa.“ Í tímaritinu er vitnað í James Madison, einn svonefndra „lands- feðra Bandaríkjanna“ og helsta höf- und bandarísku stjórnarskrárinnar, sem á sínum tíma skrifaði: „Almenn- ingsstjórn án almennra upplýsinga eða möguleikanna til þess að verða sér úti um þær er ekkert annað en forleikur að skrípaleik eða harmleik, nema hvort tveggja sé.“ Samt við bjargandi Þeir hjá Economist eru þó engan veg- inn á því að gefa beint lýðræði upp á bátinn, þrátt fyrir vandkvæðin á fram- kvæmd þess sem reynslan frá Kali- forníu hefur dregið fram í dagsljósið. Þvert á móti telja þeir vel mögulegt að standa þannig að verki, að beint lýð- ræði verði til góðs frekar en ills. Ýmsa hnökra verði að sníða af útfærslunni, eins og hún hefur verið í Kaliforníu, og þá geti allt gengið eins og í sögu. „Almennilegt lýðræði er miklu meira en stöðugt kosningaferli,“ skrif- ar leiðarahöfundurinn hjá Economist. „Það verður að fela í sér ígrundun, þróaðar stofnanir og aðhaldskerfi á borð við það sem innbyggt er í banda- rísku stjórnarskrána.“ Geðþóttavald þjóðar Þótt meginhugmyndin með lýðræði sé sú að þjóðir eigi sjálfar að taka ákvarðanir í eigin málum, oftast með milligöngu kjörinna fulltrúa þjóðar- innar, þá hefur lýðræðisfyrirkomulag nútímaþjóðfélaga einnig verið byggt á þeirri grundvallarhugmynd að skipta ríkisvaldinu í löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Tilgang- urinn með þeirri þrískiptingu er sá, að þessar þrjár greinar ríkisvaldsins hafi eftirlit og aðhald hver með annarri. Með þessu gagnkvæma aðhaldi er komið í veg fyrir það geðþóttavald, sem einvaldskonungar og aðalsstétt- ir höfðu áður. Aðhaldslaust geðþótta- vald þjóðarinnar getur varla verið það, sem talsmenn beins lýðræðis eru að biðja um, enda eru þjóðir ekki síður misvitrar en einvaldskonungar. Hugsandi þjóðþing Þessu virðast þeir, sem starfa hjá The Economist, hafa gert sér fulla grein fyrir strax árið 1996, þegar þeir hófu herferð sína í þágu beins lýðræðis. Þeir settu strax þá ýmsa fyrirvara og vísuðu meðal annars til langrar reynslu Svisslendinga af þjóðarat- kvæðagreiðslum. „Fyrsti lærdómurinn af reynslu Svisslendinga er sá, að beint lýðræði er erfiðisvinna,“ skrifuðu þeir árið 1996. „Annar er sá, að þótt það dragi úr mikilvægi stjórnmálamanna þá hefur það ekki í för með sér að vel hugsandi þjóðþing verði óþarft.“ Vanda þarf til verka Lykilatriðið, að mati Economist, er að beint lýðræði megi ekki vera ráðandi afl eða drifkraftur stjórnmálaþró- unarinnar. Þess í stað þarf það að fá aftur það hlutverk að vera öryggis- ventill þegar fulltrúalýðræðið fer út af sporinu, eins og hugmyndin var upphaflega þegar beinu lýðræði var komið á í Kaliforníu fyrir um hundr- að árum. Gera þarf ýmsar breytingar á fyr- irkomulagi þjóðaratkvæðagreiðslna, hvernig til þeirra er stofnað og hvern- ig að þeim er staðið. „Það þarf að verða miklu erfiðara að koma með tillögur. Þær þurfa að vera styttri og einfaldari, þannig að kjósendur geti raunverulega skilið þær. Í texta þeirra þarf að taka fram hver kostnaðurinn við þær verður, og hvaðan það fé á að koma. Og nái þær fram að ganga, þá þarf löggjafarþing- ið að geta gert á þeim breytingar.“ Kaliforníutilraun með lýðræðið Íbúar í Kaliforníu eru afar duglegir við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér umfjöllun tímaritsins The Economist, sem fyrir fimmtán árum fór í herferð í þágu beins lýðræðis en telur nú að tilraunin í Kaliforníu hafi misheppnast. HITAMÁL Andstæðingar þess að múslimar fengju að reisa bænaturna háðu harða baráttu þegar málið var borið undir kjósendur í Sviss árið 2009. NORDICPHOTOS/AFP KOSIÐ Á BÍLASÖLU Þegar kosið er í í Kaliforníu eru kjörstaðir settir upp á ólíklegustu stöðum, þar á meðal á þessari bílasölu í Beverly Hills. NORDICPHOTOS/AFP BEINT LÝÐRÆÐI Í SVISS BEINT LÝÐRÆÐI Í KALIFORNÍU Beint lýðræði í formi þjóðaratkvæða-greiðslna hefur tíðkast öldum saman í Sviss og ræður miklu um framvindu stjórn- mála þar í landi. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru algengar og snúast ýmist um stærri mál eða smærri. Þátttaka í þeim er góð og umræður í samfélaginu oftast miklar. Reglurnar eru þær að allar stjórnarskrár- breytingar þarf að bera undir þjóðina en um önnur lög þarf að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu ef 50 þúsund manns, nálægt 1,2 prósentum landsmanna, krefjast þess. Þá geta 100 þúsund manns, eða um 2,5 prósent þjóðarinnar, krafist breytingar á stjórnarskrá, og ber þjóðþinginu þá að taka afstöðu til þess. Niðurstöðuna, hvort sem þingið er fylgjandi breytingunni eða ekki, þarf að leggja í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ekki er mögulegt að bera neitt sem tengist fjárlögum ríkisins undir þjóðina, en mál sem varða fjárlög einstakra kantóna er þó hægt að bera undir atkvæði íbúa viðkomandi kantónu. Reglur um slíkt eru þó mismunandi eftir kant- ónum. Íbúar Kaliforníu hafa, samkvæmt stjórnar- skrá ríkisins, víðtækan rétt til að taka ákvarð- anir um stjórn ríkisins með því að kalla eftir íbúakosningu. Íbúarnir geta krafist kosninga um öll lög, sem ríkisþingið hefur samþykkt. Þingið getur einnig borið lög undir kjósendur. Kjósendur geta einnig lagt sjálfir fram tillögur að lögum, og greiða þá sjálfir atkvæði um þau án aðkomu þingsins. Þeir geta einnig lagt fram tillögur að stjórnarskrárbreytingum, og greiða þá sömu- leiðis atkvæði um þær án aðkomu þingsins. Miðað er við að hverju sinni þurfi fimm prósent þess kjósendafjölda, sem tók þátt í síð- ustu ríkisstjórakosningum, til að knýja fram kosningu um lagafrumvarp, en átta prósent til að knýja fram kosningu um stjórnarskrár- breytingu. Loks geta íbúar Kaliforníu krafist kosninga um hvort víkja eigi kjörnum embættismanni úr starfi. Síðan 1912 hafa hundruð slíkra þjóðarat- kvæðagreiðslna verið haldnar í Kaliforníu, flestar þó á síðustu áratugum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.