Fréttablaðið - 30.04.2011, Page 34
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR34
FJÖLBREYTT FLÓRA MYNDASÖGUBLAÐA
M
yndasögur og
hasarblöð hafa
fyrirfundist hér
á landi allt frá
því að banda-
rískir hermenn
dvöldu hér á árunum um og eftir
seinni heimsstyrjöld og hetjur
myndasagnanna hafa verið stór
hluti af menningarlegu uppeldi
íslenskra barna.
Sól þeirra fór hins vegar að rísa
verulega þegar Siglufjarðarprent-
smiðja hóf útgáfu á blöðum um
Tarzan árið 1979, en í rúman áratug
þar á eftir sá Sigurjón Sæmundsson
prentsmiðjustjóri landanum fyrir
íslenskuðum útgáfum af uppátækj-
um Tomma og Jenna og ævintýr-
um Tarzans auk helstu ofurhetja
heims, svo sem og Superman og
Spiderman.
Blöðin nutu mikilla vinsælda
og má segja að þetta framtak hafi
verið einstakt, því Sigurjón og fjöl-
skylda hans sáu um rekstur útgáf-
unnar. Þau dreifðu þúsundum
eintaka um allt land og skemmtu
yngstu kynslóðinni og kynntu
fyrir þessum blöðum sem erfitt
hefði verið að nálgast eftir öðrum
leiðum.
Myndasöguútgáfa Siglufjarðar-
prents leið undir lok árið 1992
þegar Sigurjón stóð á áttræðu, en
hann hafði rekið Siglufjarðarprent-
smiðju alt frá árinu 1935. Sigurjón
lést árið 2005.
Tarzan markaði upphafið
Sonur Sigurjóns, Jón Sæmundur,
vann lengi vel með föður sínum og
aðstoðaði meðal annars við dreif-
ingu. Hann segir í samtali við
blaðamann að upphafið að mynda-
söguútgáfunni megi rekja til þess
að ládeyða hafi verið í atvinnu-
lífi á Siglufirði og faðir hans, sem
var einnig bæjarstjóri um árabil,
hafi verið að velta fyrir sér góðum
viðskiptahugmyndum.
„Við sáum að Andrésar Andar
blöðin höfðu gengið vel og þar gætu
verið tækifæri. Svo hafði Siglu-
fjarðarprentsmiðja gefið út Tarzan-
bækur allt frá því fyrir 1940 og við
vorum í góðu sambandi við Edgar
Rice Burroughs útgáfuna vestan-
hafs, þannig að það lá beinast við að
athuga hvort einhver myndrit væru
til um Tarzan og hans ævintýri.
Svo reyndist vera, þannig að við
byrjuðum á blöðunum um Tarzan
og Kórak, son Tarzans.“
Jón Sæmundur segir að sögurn-
ar um Tarzan hafi strax gengið
vel og innan tíðar hafi útgáfa haf-
ist á blöðum um Tomma og Jenna
sem slógu strax í gegn. Í kjölfarið
hafi fleiri titlar bæst við, til dæmis
Superman, Batman, Spiderman og
Gög&Gokke.
Minnisstæðar þýðingar
Sigurjón sá sjálfur um allar þýð-
ingar á blöðunum og sat langtím-
um saman við tölvu þar sem hann
prentaði textann á strimla sem
hann límdi inn á síðurnar og sendi
út til fjölprentunar í Finnlandi eða
Ungverjalandi.
Þýðingarnar vöktu stundum
athygli þar sem frasar sem þar
birtust þóttu oft sérkennilegir og
tekur Jón Sæmundur undir það.
„Það má sjá á blöðunum þegar
faðir minn var orðinn þreyttur
eftir að hafa setið lengi við tölvuna
því að þá fóru þýðingarnar að verða
æði skrautlegar. Þá var hann kom-
inn á áttræðisaldur en hélt sig við
þetta því að hann vildi ekki hætta
starfsemi. Hann var hins vegar
mjög ern alveg fram undir það allra
síðasta. Þegar hann var óþreyttur
komu síðan alls konar hugdettur og
húmor sem engan hafði órað fyrir.
Í einhverri sögunni kom til dæmis
við sögu tannlæknir sem hét Wil-
son, eða eitthvað í þá áttina, en það
fannst föður mínum ekki koma til
greina því að tannlæknirinn okkar
Tímalausar teiknimyndasögur
Siglufjarðarprentsmiðja gaf út þýddar myndasögur í meira en tíu ár. Þorgils Jónsson kynnti sér söguna á bak við útgáfuna á
þessum merkilegu blöðum sem glöddu börn og ungmenni um allt land og lifa enn með þjóðinni, tuttugu árum síðar.
ENN ÁHUGI Á BLÖÐUNUM Jón
Sæmundur Sigurjónsson segir að enn
í dag sé áhugi á myndasögublöðunum
sem Siglufjarðarprentsmiðja gaf út á
sínum tíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Siglufjarðarprentsmiðja gaf út fjölmörg myndasögublöð á árabilinu 1979 til
1992. Þær gengu mislengi, en vinsælastar voru sögurnar um Tarzan, konung apanna,
og æringjana Tomma og Jenna. Íslenskar þýðingar á teiknimyndablöðum mörkuðu tímamót
og urðu til þess að kynna íslensk ungmenni fyrir ofurhetjum og myndasögumenningunni.
Þó að nær 20 ár séu frá því að blöðin hættu að koma út er enn hægt að finna blöð á
bókamörkuðum.